Úrval - 01.06.1955, Síða 52
50
ÚRVAL
þótti gott og blessað í gær.
Hann leggur sig fram við að
lýsa sjálfum sér frá öllum hlið-
um, með því vonast hann eftir
að afla sér fullrar sjálfsþekk-
ingar. Að þessu leyti er sjálfs-
lýsing Montaignes einstök í
heimsbókmenntunum. Hinn
f jölfróði og skarpskyggni Emer-
son telur hann hreinskilnastan
og heiðvirðastan allra rithöf-
unda. — Rousseau talar sjálf-
sagt eins mikið um sjálfan sig
og Montaigne, en munur þeirra
er sá, að Rousseau gerir sér
ekki far um að lýsa sjálfum sér
af hreinskilni frá öllum hlið-
um, heldur semur hann eins kon-
ar varnarrit fyrir sig, reynir
að réttlæta sig og telja mönn-
um trú um, að hann hafi ávallt
haft rétt fyrir sér, en aðrir
dæmt sig rangt. Sumir sjálfs-
ævisöguhöfundar setja sig í
sínar eftirlætisstellingar, setja
upp sparisvip og vilja fá menn
til að trúa, að svona hafi þeir
verið. í hégómaskap sínum og
tilgerð óska þeir, að þessi mynd
þeirra geymist í huga lesend-
anna. Aðrir, eins og Ágústínus
kirkjufaðir, dvelja einungis við
ákveðinn hluta ævinnar, hann
við hið syndsamlega líf sitt og
afturhvarf. En Montaigne ger-
ir sér allt far um að sýna okk-
ur allan lífjsferil sinn, hann
hvorki ver sig né afsakar, né
setur sig í ákveðnar stellingar.
Hann kemur til dyranna eins
og hann er klæddur. Ég er
þeirrar skoðunar, að það til-
heyri mannlegum ófullkomleika
að geta ekki verið fyllilega.
hreinskilinn við sjálfan sig og
aðra. Og í sumum atriðum er
Montaigne naumast fyllilega
hreinskilinn.
*
Heims'peki Montaigne er ekki
bundin í kerfi, né hefur hann
heldur á reiðum höndum ein-
hverja allsherjar aðferð til þess
að leysa vandamál tilverunnar.
Slíka viðleitni telur hann fá-
nýta. Hvað veit ég? spyr hann
þráfaldlega. Vegna þessarar
spurningar hans hafa margir
séð í Montaigne efunarmann,
og þetta er að því leyti rétt, að
hann efast um marga hluti, sem
mönnum fannst þá —• og finnst
sumum enn, að ekki sé holt að
efast um. Hann brosir í kamp-
inn yfir þeirri einfeldningslegu
viðleitni siðfræðinga, að ætla
sér að bæta mannkynið. Hann
hefur þá trú, að vér fáum ekki
breytt manneðlinu. Hann efast
mjög um gildi vísindalegra að-
ferða, og er honum þar vorkunn,
því að hann þekkti ekki nema
rannsóknaraðferðir miðalda-
manna, sem voru fáránlegar í
flestum greinum. Engu meira
traust ber hann til heimspek-
innar, því að heimspekingar
komast að gagnstæðum niður-
stöðum um sama atriði. En
þyngst er það á metunum, að
hann efast um gildi sjálfrar
skynseminnar sem þekkingar-
tækis, þar sem honum þykir