Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 12

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 12
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 12 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 karlar á aldrinum 20 til 81 árs (meðalaldur var 49 ár). Atriðagreining (Item Response Theory: IRT) með tveggja stika mati (two parameter logistic model) var notuð til að meta sundurgreiningarhæfni atriða. Niðurstöður: Niðurstaða greiningarinnar leiddi til tíu atriða mælingar með góða próffræðilega eiginleika. Atriði voru valin á grundvelli stika mats (parameter estimates), bæði sundurgreiningarhæfni (discrimination estimate) og þyngd atriðis (difficulty estimate). Valin voru jafn mörg já- kvætt og neikvætt orðuð atriði, þótt sundurgreiningarhæfni neikvæðra atriða væri almennt hærri, svo meta megi jáhneigð (acquiescence bias) með listanum og til að stutta útgáfan meti sama hugtak og MCSDS. Staðfestandi þáttagreining leiddi í ljós bætt mátgæði fyrir stuttu útgáfu listans. Ályktanir: Frekari rannsókna á gagnsemi þessarar stuttu útgáfu er þörf. E 11 Microarray analysis on spontaneous abortions Helga Hauksdóttir1,3, Ástrós Arnardóttir1, Vigdís Stefánsdóttir1,3, Jóhann Heiðar Jóhannsson1, Margrét Steinarsdóttir1, Hildur Harðardóttir2, Jón Jóhannes Jónsson1,3 1Department Genetics and Molecular Medicine, Landspítala University Hospital, 2Prenatal Diagnostic Unit, Landspítala University Hopsital, 3Department of Biochemistry and Molecular Biology, Faculty of Medicine, University of Iceland heh12@hi.is Introduction: Spontaneous abortion (SA) occurs in up to 20% of recognized pregnancies and chromosomal abnormalities are detected with conventional karyotypic analysis in 40-50% of cases. Array CGH analysis has revealed submicroscopic or rare copy number variants (CNVs) in additional ~20% of SAs. The aim of this study was to test if with a high resolution Exon-Focused CGH array we could detect causes of recurrent SAs where karyotype was normal. Our hypothesis was that this type of array would detect smaller CNVs than had been previously studied in SAs. Methods and data: Fetal tissue samples were obtained from women with a SA at Landspitali. All subjects were couples with recurrent abortions and gestational age ≤20 weeks. Exon-Focused 720K array (NimbleGen) CGH analysis was performed on SAs with normal karyotype. Results: We found a significantly larger amount and smaller CNVs than in previous studies. An average of 133 CNVs were identified in 13 sam- ples. Majority of the CNVs were small (60.2% <10 kb). We did not find any known causes for SAs with this array. We identified two genes, TAF4 and GDF6 both with homozygous loss (34 bp and 4.6 kb, respecti- vely). These two candidate genes had not been previously identified as possible causes for SAs. Conclusions: There was not enough evidence for pathogenicity of the CNVs identified to use the data in genetic counseling, although there were possible candidate genes. The drawbacks to using this type of array for analysis of SAs include e.g. difficulties with biological and technical interpretation. E 12 Gæði DNA-sýna úr vaxkubbum og DNA-sýna fyrir ChIP-seq greind með Norðurljósagreiningu Hans Guttormur Þormar1,2, Bjarki Guðmundsson1,2,3, Jón Jóhannes Jónsson2,3 1Lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar Háskóla Íslands, 2Lífeind ehf., 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala hans@hi.is Inngangur: Flókin kjarnsýrusýni eru notuð við allar helstu aðferðir sam- eindalíffræði. Þrátt fyrir það hafa fáar aðferðir komið fram sem greint geta slík sýni með tilliti til samsetningar og uppsafnaðra skemmda. Slíkar greiningar geta skipt sköpum ef um er að ræða verðmæt og/eða illfáanleg sýni. Efniviður og aðferðir: Norðurljósagreining á flóknum kjarnsýrusýnum samanstendur af rafdráttartæki og einnota örgelum. Greiningin er áreiðanleg, hröð og einföld í framkvæmd. Norðurljósagreining getur greint margvíslegar skemmdir í DNA, m.a. einþátta og tvíþátta brot, miliþátta og innanþátta krosstengi, fyrirferðarmikla tengihópa og upp- söfnun einþátta DNA. Við notuðum Norðurljósagreiningu til að meta gæði kjarnsýrusýna í Chip-Seq greiningum og í kjarnsýrusýnum ein- angruðum úr vefjasýnum sem hert voru í formalíni og steypt í paraffíni. Niðurstöður: Norðurljósagreiningar benda til þess að sýni meðhöndluð með formalíni innihaldi talsvert magn einþátta kjarnsýra, milliþátta og innanþátta krosstengja en hlutfallslega lítið af óskemmdum tvíþátta kjarnsýrum. Ofangreindar skemmdir geta haft veruleg áhrif á framhalds meðhöndlun sýnanna, niðurstöður raðgreininga og endurtakanleika til- rauna þeim tengdum. Ályktanir: Norðurljósagreining getur veitt nýja innsýn í uppsöfnun skemmda í flóknum kjarnsýrusýnum, gefur möguleika á að bæta sýna- meðhöndlun og gera tilraunir til að lagfæra skemmd kjarnsýrusýni. E 13 Þróun baculoveiruferja til bólusetninga gegn sumarexemi í hestum: Tilraunabólusetningar í folöldum Lilja Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Vilhjálmur Svansson Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum liljatho@hi.is Inngangur: Sumarexem er húðofnæmi í hestum sem orsakast af biti smámýs sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er há í útfluttum hestum. Baculoveira er skordýraveira sem hefur aðallega verið þróuð og notuð til að tjá endurröðuð prótein. Einnig er verið að þróa baculoveirur sem genaferjur og þær hannaðar með viðeigandi tjáningarkasettu. Markmið verkefnisins er að hanna baculoveiruferjur fyrir bólusetningu gegn sumarexemi. Efniviður og aðferðir: Framleiddar voru tvær veiruferjur með Bac-to- Bac baculoveirukerfinu, rBac-gB-Cul n 2 og rBac-Cul n 2. Notað var glý- kóprótein B úr equine gammaherpesveiru-2 (EHV-2) sem gerir veirunni kleift að komast inn í hestafrumur. Tvö og tvö folöld voru bólusett fimm sinnum með 3-4 vikna millibili í kjálkabarðseitla (i.l) með sitt hvorri rBac-veiruferjunni. Þremur vikum síðar var svarið eflt með E.coli fram- leiddu Cul n 2 próteini í Alum/MPL ónæmisglæðiblöndu. Niðurstöður: Bólusetningarnar voru án klínískra einkenna. Veiru- ræktanir og PCR prófin voru neikvæð. Mjög dauft mótefnasvar mældist eftir ferjubólusetningu og ekki hægt að meta mun á ferjunum. Eftir Cul n 2 efli-próteinbólusetningu sást greinileg aukning í Cul n 2 mótefnum hjá öllum folöldum aðallega af undirflokkum IgG1 og IgG4/7 mótefnasvar en lægra IgG(T). Ályktanir: Mótefnasnið eftir efli-bólusetninguna bendir til að ónæmis- svarið sé Th1 miðað. Til að fá skýrari niðurstöður á að bólusetja tvö folöld á sama hátt með rBac-gB-expcas án Cul n 2 veiruferju og meta styrk mótefna eftir efli-bólusetningu. Bólusetning í eitil getur mögulega leitt til niðurbrots á veiruferjum og því verður tilraunin endurtekin með sömu veiruferjum en bólusett í vöðva og undir húð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.