Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 13

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 13
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 13 E 14 Sumarexem: Framleiðsla á ofnæmisvökum í skordýrafrumum með Bac-to-Bac SUMOstar próteintjáningarkerfi Sara Björk Stefánsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Vilhjálmur Svansson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum sbs27@hi.is Inngangur: Sumarexem er húðofnæmi í hestum sem orsakast af biti smámýs (Culicoides spp.) sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er há í útfluttum hrossum. Ofnæmisvakarnir hafa verið tjáðir í bakteríum og hreinsaðir. Líka þarf að framleiða ofnæmisvakana á upprunalegu formi, þ.e. í skordýrafrumum. Suma vaka hefur reynst erfitt að hreinsa eftir tjáningu í Bac-to-Bac baculoveirutjáningarkerfinu. SUMOstar viðbót við Bac-to-Bac er hönnuð til þess að auka stöðugleika og leysanleika próteina fyrir hreinsun úr skordýrafrumum. Markmið rannsóknarinnar er að tjá fjóra ofnæmisvaka; Culn1,Culn2, Culn4 og Culo3 með Bac-to- Bac SUMOstar próteintjáningarkerfinu. Efniviður og aðferðir: Endurraðaðar baculoveirur (rBac-veirur) fram- leiddar í Bac-to-Bac Baculoveirutjáningarkerfi með pIsecSUMOstar vektor og rBac-veirur framleiddar í Sf-9 skordýrafrumum. Endurröðuð his-merkt prótein framleidd í High-5 skordýrafrumum og hreinsuð með His nikkel sækni hlaupi. Tjáning, framleiðsla og hreinsuð prótein voru prófuð í coomassie litun og ónæmisþrykki. Niðurstöður: Ofnæmisvakagenin Culn1, Culn2, Culn4 og Culo3 voru mögnuð upp án eigin seytiraðar, sett inná pI-secSUMOstar vektor og búin til bacmíð. Framleiddar voru endurraðaðar baculoveirur með öllum ofnæmisvökunum. Culn2 og Culn4 rBac-veirur voru klónaðar og magnframleiddar. Ofnæmisvakarnir framleiddir í High-5 skordýra- frumum og hreinsaðir úr frumubotnfalli. Culn4 var einnig hreinsað úr ætisfloti sýktra frumna. Betri heimtur eru af próteini eftir hreinsun með SUMOstar en án þess og auðveldara að hreinsa úr floti. SUMOstar prótein og His-hali hafa verið klippt af hreinsuðu Culn4 með SUMOstar próteasa. Ályktanir: Bac-to-Bac SUMOstar-samrunapróteintjáning getur auð- veldað hreinsun próteina á náttúrulegu formi úr skordýrafrumum t.d. þegar his-hali er ekki aðgengilegur eftir hefðbundna tjáningu í Bac-to- Bac kerfinu. E 15 Sumarexem: Bólusetning í eitla með ofnæmisvökum í alum eða alum og Monophosphoryl Lipid A Sigríður Jónsdóttir1, Eliane Marti2, Vilhjálmur Svansson1, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1 1Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2dýrasjúkdóma- deild Háskólans í Bern sij9@hi.is Inngangur: Sumarexem er IgE miðlað ofnæmi í hestum orsakað af biti smámýs (Culicoides spp.). Sjúkdómurinn er ekki vandamál hér því flugan lifir ekki á Íslandi, en er algengur hjá útfluttum íslenskum hestum. Við höfum einangrað ofnæmisvakagenin úr smámýi, tjáð í E. coli og hreinsað próteinin. Markmiðið er að bera saman ónæmisglæða til að nota í bólusetningu gegn sumarexemi. Efniviður og aðferðir: Ofnæmisvakarnir; rCuln3, 4, 8 og 10 voru fram- leiddir í E. coli og hreinsaðir. Tólf hestar voru bólusettir þrisvar sinnum með fjórum ofnæmisvökum (10 µg) í eitla með þriggja vikna millibili. Sex hestar fengu ofnæmisvakana í alum og sex í blöndu af alum og MPL. Sermi var safnað fyrir mótefnamælingar í ónæmisþrykki og elísuprófi. Niðurstöður: Bólusetning í eitla með ofnæmisvökum bæði í alum og blöndu af alum og MPL ræsti sterkt sérvirkt IgG mótefnasvar, aðal- lega IgG1og IgG4/7 undirflokka en mun minna IgG5 og IgG(T). Einnig fékkst sérvirkt IgA mótefnasvar gegn öllum fjórum ofnæmisvökunum. Sérvirkt IgE var ekki greinanlegt og hestarnir voru neikvæðir í húðprófi. Munur í mótefnasvörun milli ónæmisglæðahópa var ekki marktækur. Ályktanir: Bólusetning í eitla með litlu magni af hreinum ofnæmisvök- um bæði í alum og alum/MPL ræsti sterkt IgG1 og IgG4/7 mótefnasvar en ekkert IgE. Sem bendir til Th1 miðlaðs svars. En verið er að vinna úr boðefnasýnum og athuga hvort IgG mótefnin geti hindrað bindingu IgE úr sumarexemhestum. Ef þær niðurstöður sýna einnig Th1 miðlað svar mætti nota alum í frekari þróun á ónæmismeðferð gegn sumarexemi. E 16 Sumarexem: Myndun á sértæku mótefnasvari eftir meðhöndlun um munn með byggi sem tjáir ofnæmisvaka Sigríður Jónsdóttir1, Sara Björk Stefánsdóttir1, Vilhjálmur Svansson1, Eliane Marti2, Einar Mäntylä3, Jón Már Björnsson3, Auður Magnúsdóttir3, Ómar Gústafsson3, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1 1Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern, 3ORF Líftækni sibbath@hi.is Inngangur: Sumarexem er IgE miðlað húðofnæmi í hestum orsakað af biti smámýs (Culicoides spp.) sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er mjög há í útfluttum íslenskum hestum. Ofnæmisvakarnir sem valda exeminu hafa verið einangraðir og tjáðir. Ójafnvægi milli Th1, Th2 og T-stýrifruma virðist vera undirliggjandi orsök exemsins og því ætti að vera hægt að þróa ónæmismeðferð með örvun á Th1 og T-stýrifrumum. Markmið verkefnisins er að tjá ofnæmisvaka í byggi til að nota í ónæmismeðferð um munn. Efniviður og aðferðir: Ofnæmisvakinn Culn2 var tjáður í byggi með Orfeustækni. Tveir hestar fengu sex 50 gr skammta af möluðu Culn2 byggi uppleystu í saltvatni. Alls 350 gr með 35 mg af rCuln2 yfir fjögurra mánaða tímabil. Tveir samanburðarhestar fengu sömu meðhöndlun með blöndu úr óbreyttu byggi. Notuð voru sérhönnuð hol beislismél ítrekað fyllt með byggblöndu sem hestarnir höfðu upp í sér í 3-5 klst meðhöndlunardagana. Tekin voru reglulega blóð og munnvatnssýni og mótefnasvar prófað í ónæmisblotti og elísuprófi. Niðurstöður: Við höfum tjáð í byggi ofnæmisvakann Culn2, hýal- úronidasa sem er upprunninn úr munnvatnskirtlum smámýsins C. nubeculosus. Hestar sem voru meðhöndlaðir um munn með Culn2 bygg- mjölsblöndu mynduðu mótefnasvar í blóði og munnvatni gegn Culn2 tjáðu í E. coli og í skordýrafrumum. Mótefnasvarið var aðallega IgG4/7 og IgG1 auk IgA í munnvatni. IgG5 og IgG6 var var ekki mælanlegt og ekkert IgE. Ályktanir: Það tókst að mynda sérvirkt mótefnasvar í hestum með byggi sem tjáir ofnæmisvaka. Vonast er til að hægt verði að nota þessa aðferð í ónæmismeðferð á hestum með sumarexem. E 17 Epidemiology of mental wellbeing: A reliable measurement for measuring mental wellbeing in Iceland Dóra G. Guðmundsdóttir1,2,3, Sarah Stewart-Brown4, Daníel Þór Ólason6, Stefán H. Jónsson1,2, Unnur A. Valdimarsdóttir1,5, Arna Hauksdóttir1 1Centre of Public Health Sciences, University of Iceland, 2The Directorate of Health in Iceland, 3Well-being Institute, University of Cambridge, 4Warwick University, 5Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, 6Faculty of Psychology, University of Iceland dora@publichealth.is Introduction: The World health Organisation (WHO) has emphasised the importance of measuring population wellbeing. The Short Warwick-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.