Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 16

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 16
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 16 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 sjúklingur meðal sýktra lést. Í öllum sýkingatilfellum og 13/15 mögu- legum tilfellum var bakterían ónæm fyrir penicillíni en í 63% tilvika þar sem hún var ekki talin völd að sýkingu (p=0,003). Ályktanir: Það er mikilvægt að taka jákvæðar ífarandi ræktanir af Bacillus alvarlega vegna hættu á lífshættulegri sýkingu, sérstaklega ef sjúklingar þjást af sprautufíkn og/eða ónæmisbælingu. E 24 Triclosan-húðaðir saumar til að fyrirbyggja bringubeinssýkingar eftir opnar hjartaskurðaðgerðir Tómas Guðbjartsson1,5, Steinn Steingrímsson1,2, Linda Thimour-Bergström1, Henrik Scherstén2, Örjan Friberg3, Anders Jeppsson1,4 1Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg, 3Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Örebro, 4Sahlgrenska Akademían, Gautaborgarháskóla, 5læknadeild Háskóla Íslands tomasgud@landspitali.is Inngangur: Skurðsýkingar eru algengur fylgikvilli opinna hjartaskurð- aðgerða. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að saumar sem húðaðir eru með triclosan, sem er bakteríudrepandi efni, geti fækkað skurðsýkingum, t.d. eftir kviðarholsaðgerðir og bláæðatöku á ganglimum. Markmið rann- sóknarinnar var að skoða tíðni bringubeinsskurðssýkinga eftir opnar hjartaaðgerðir með triclosan-húðuðuðum saumum. Efniviður og aðferðir: Framskyggn tvíblind slembirannsókn sem framkvæmd var á Sahlgrenska hjáskólasjúkrahúsinu frá 2009 til 2012. Rannsóknin var gerð á 352 sjúklingum sem gengust undir krans- æðahjáveitu með eða án lokuaðgerðar. Skurðsári var lokað með annars vegar triclosan-saumi (Vicryl Plus®) eða hefðbundnum sjálfeyðandi sárasaumi (Vicryl®) og hóparnir bornir saman. Eftir aðgerð voru sárin skoðuð reglulega á legudeild og síðan 30 og 60 dögum frá útskrift. Sýking var skilgreind skv. CDC-skilmerkjum. Niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar aldur, hlutfall karla og tíðni áhættuþátta kransæðasjúkdóms eins og sykursýki og reykinga. Sýking í bringubeinsskurði greindist hjá 43 sjúklingum; 23 í triclosan-hópi borið saman við 20 í viðmiðunarhópi (12,8% á móti 11,2%, p=0,63). Í flestum tilfellum (36/43) var um yfirborðssýkingu að ræða en 7 sjúklingar (2.0%) höfðu djúpa miðmætissýkingu. Bakteríur ræktuðus hjá 33 af 43 sjúklingum, oftast Staphylococcus aureus (35%) og kóagulasa neikvæðir staphylokokkar (28%). Ályktanir: Triclosan-húðaðir saumar lækka ekki tíðni skurðsýkinga í bringubeinsskurði eftir opnar hjartaskurðaðgerðir. E 25 Góður langtímaárangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi Hera Jóhannesdóttir1, Jónas A. Aðalsteinsson1, Tómas Andri Axelsson1, Linda Ósk Árnadóttir1, Helga Rún Garðarsdóttir1, Arnar Geirsson2, Guðmundur Þorgeirsson1,3, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3hjartadeild Landspítala hej23@hi.is Inngangur: Kransæðahjáveituaðgerð er algengasta opna hjartaaðgerðin á Íslandi. Langtímaárangur þessara aðgerða hefur lítið verið rannsak- aður, bæði hér á landi og í öðrum löndum. Tilgangur þessarar aftur- skyggnu rannsóknar var að kanna afdrif sjúklinga með áherslu á lang- tímafylgikvilla og lifun. Efniviður og aðferðir: 1622 sjúklingar (meðalaldur 66 ár, 82% karlar, meðal EuroSCOREst 4,7) gengust undir kransæðahjáveituaðgerð (23% á sláandi hjarta) á Landspítala 2001-2012. Auk klínískra og aðgerðartengdra þátta voru eftirfarandi endapunktar skráðir: hjarta- áfall, heilablóðfall, þörf á endurhjáveituaðgerð, kransæðavíkkun með eða án kransæðastoðnets og dauði. Áhættuþættir allra ofangreindra endapunkta þegar þeir voru teknir saman (major adverse cardiac and cerebrovascular events, MACCE) og dauða voru fundnir með Cox- aðhvarfsgreiningu. Meðaleftirfylgd var 6,7 ár. Niðurstöður: Heildarlifun 1, 5 og 10 árum frá aðgerð var 96%, 89% og 73%. Tíðni MACCE var 9% einu ári frá aðgerð og 20% eftir 5 ár. Fimm árum frá aðgerð höfðu 4,6% sjúklinga greinst með heilaáfall, 2,1% sjúklinga greinst með hjartaáfall og 6% farið í kransæðavíkkun með eða án stoðnets. Aðeins fjórir sjúklingar (0,3%) þurftu endurhjáveituaðgerð 5 árum frá aðgerð. Sjálfstæðir forspárþættir MACCE voru EuroSCORE og bráður nýrnaskaði skv. RIFLE-skilmerkjum og blæðing 24 klst. eftir aðgerð. Forspárþættir lifunar voru þeir sömu auk aldurs og aðgerðarárs. Ályktanir: Langtímaárangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi er góður og fer batnandi. Fimm árum frá greiningu eru 89% sjúklinga á lífi og 80% þeirra hafa ekki fengið alvarlega fylgikvilla eða þurft á enduraðgerðum að halda. E 26 Has there been significant improvement in implant dentistry over the last decade? Bjarni E. Pjetursson1, Ásgeir G. Ásgeirsson1,3, Marcel Zwahlen2, Irena Sailer3 1Faculty of Odontology, University of Iceland, 2Department of Social and Preventive Medicine, University of Berne, 3Department of Fixed and Removable Prosthodontics and Dental Material Science, University of Zürich bep@hi.is Introduction: The objective of this systematic review was to assess and compare the survival and complication rates of implant-supported reconstructions reported in studies published in the year 2000 and be- fore, to those reported in studies published after the year 2000. Methods and data: Three electronic searches complemented by manual searching were conducted to identify 139 prospective and retro- spective studies on implant-supported reconstructions. Survival and complication rates were calculated using Poisson-regression models and multivariable robust Poisson-regression was used to formally compare the outcomes of older and newer studies. Results: The 5-year survival rate of implant-supported reconstructions was significantly increased in newer studies. The overall survival rate increased from 93.5% to 97.1%, the survival rate for cemented reconst- ructions increased from 95.2% to 97.9%, the survival rate of screw- retained reconstruction increased from 77.6% to 96.8%, the survival-rate of implant-supported single crowns (SCs) increased from 92.6% to 97.2% and the survival rate of implant-supported fixed dental prostheses (FDPs) increased from 93.5% to 96.4%. The incidence of esthetic comp- lications was decreased in the more recent studies, but the incidence of biological complications was similar. The results for technical complica- tions were inconsistent. Conclusions: The results of the present systematic review demonstrated a positive learning curve in implant dentistry, representing in higher survival rates and lower complication rates reported in more recent clinical studies. The incidence of esthetic, biological and technical comp- lication, however, is still high. Hence, it is important to identify these complications and their etiology to make implant treatment even more predictable in the future.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.