Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 18

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 18
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 18 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 E 30 The role of natural killer cells in resolution of antigen-induced inflammation Ósk Anuforo1,2,3,4, Ingibjörg Harðardóttir1, Jóna Freysdóttir2,3,4 1Biochemistry and Molecular Biology, Faculty of Medicine, Biomedical Center, University of Iceland, 2Department of Immunology, Faculty of Medicine, Biomedical Center, 3Centre for Rheumatology Research, Landspítali University Hospital, 4Department of Immunology, Landspítali University Hospital oua@hi.is Introduction: Resolution of inflammation is important in preventing chronic inflammation. Natural killer (NK) cells are known to act as the first line of defense during an infection. This study examined the role of NK cells in the resolution of antigen-induced inflammation. Methods and data: Mice were injected intravenously with the NK cell depleting antibody, anti-asialo GM1, or a control antibody. Prior to NK depletion, the mice were immunized twice subcutaneously with methylated BSA (mBSA) and 24 hours after depletion peritonitis was induced by injecting mBSA into their peritoneum. Prior to and at several time-points following peritonitis induction, peritoneal exudates, spleen and parathymic lymph nodes were collected, cells counted and express- ion of surface molecules determined by flow cytometery. Concentration of cytokines and soluble cytokine receptors was determined by ELISA, lipid mediator metabolomics by LC-MS/MS, and mBSA in spleen and parathymic lymph nodes by immunoenzyme staining. Results: The numbers of NK cells in the peritoneum were decreased by 50% 36 hours after injection of the depleting antibody. Most of them were mature, CD11bhighCD27+ cells. Immature CD11b-CD27+ NK cells increased after induction of inflammation in the control group but not in the NK depletion group. Neutrophils increased in number after induction of inflammation and reached basal levels in the control group, whereas in the depletion group they remained high throughout the study. NK cell depletion had little effect on other cell types. Conclusions: These results show that NK cells are indispensible for re- solution of inflammation. E 31 Fylgjuprótein 13 (PP13): Möguleg fyrirbyggjandi áhrif á meðgöngueitrun Tijana Drobnjak1, Helga Helgadóttir1, Hamutal Meiri2, George Osol3, Maurizio Mandala4, Berthold Huppertz5, Sveinbjörn Gizurarson1 1Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 2Telemarpe Ltd, 3Department of Obstetrics, Gynecology and Reproductive Sciences, University of Vermont College of Medicine, 4Department of Cell Biology, University of Calabria, 5Institute of Biology, Ecology and Earth Science, Histology and Embryology, Medical University of Graz tid4@hi.is Inngangur: Meðgöngueitrun (ME) er aðalorsök fóstur- og mæðradauða og er algengi hennar um 2-8%. Enn er engin meðferð í boði sem verndar konur gegn ME. Safngreining á 18 klínískum rannsóknum hefur sýnt að minnkaður styrkur fylgjupróteins PP13 í fyrsta þriðjungi meðgöngunn- ar, leiðir til þróunar á ME. Hlutverk PP13 hefur ekki enn verið fyllilega útskýrt, en vitað er um ónæmisbælandi áhrif þess, auk þess sem það hefur sækni í N-asetýl galaktósamínleif á AnxAII viðtökum. Til er nátt- úrulegt afbrigði próteinsins sem skortir thymidine í stöðu 221 (DelT221), en sú stökkbreyting tengist erfðum og má finna í fólki af afrískum upp- runa og veldur alvarlegri ME snemma á meðgöngunni. Efniviður og aðferðir: Osmótískum dælum með PP13, DelT221, eða saltvatni hefur verið komið fyrir í þunguðum rottum (n=21), strax og fylgjufestingin hefur átt sér stað á 8. degi meðgöngunnar. Niðurstöður: Lækkun á blóðþrýstingi (um 20 mm Hg) á meðan prótein- ið seytist út sem og marktæk þyngdaraukning fylgju og stærð hvolpa í lok meðgöngunnar samanborið við viðmiðunarhópa sem fengu saltvatn eða DelT221. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að PP13 hefur bein áhrif á æðavíkkun í óþunguðum rottum. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að PP13 sé mikilvægt fyrir stjórnun á blóðþrýstingi, æðanýmyndun í legi og undirbúningi æðakerfisins snemma á meðgöngunni. Þó að ekki sé hægt að útskýra verkunarmáta próteinsins eingöngu út frá niðurstöðum þessara rann- sókna, má áætla að PP13 sé forsenda fyrir þróun og nýmyndun æða- kerfis í kringum legið, sem leiðir til betri fylgjufestingar og hugsanlega verndi konur fyrir ME. E 32 Lifun sjúklinga með áfengisgreiningu sem voru útskrifaðir af bráðadeild: Lýðgrunduð hóprannsókn Anna Steinunn Gunnarsdóttir1, Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir1, Ragnhildur Guðmundsdóttir1, Oddný S. Gunnarsdóttir2, Vilhjálmur Rafnsson3 1Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands, 2vísindadeild Landspítala, rRannsóknarstofu í heilbrigðisfræði, læknadeild Háskóla Íslands vilraf@hi.is Inngangur: Áfengissjúkdómar og aðrir geðsjúkdómar hafa í fyrri rann- sóknum tengst innbyrðis og einnig hækkaðri heildardánartíðni, einkum vegna slysa og sjálfsvíga. Markmiðið var að rannsaka lifun sjúklinga með áfengisgreiningu sem voru útskrifaðir heim af bráðadeild að teknu tilliti til annarra geðsjúkdóma. Efniviður og aðferðir: Gerð var framskyggn lýðgrunduð hóprannsókn á öllum 18 ára og eldri sem komu á bráðsvið Landspítalans tímabilið 2002-2008 og voru útskrifaðir heim en ekki innlagðir. Alls var 107.237 sjúklingum fylgt eftir í dánarmeinaskrá, 1210 með áfengisgreiningu og 106.027 með aðrar greiningar, í samanburðarhópi. Hættuhlutfall (HR) og 95% öryggismörk (CI) voru reiknuð þar sem leiðrétt var fyrir aldri, kyni, komuári, komufjölda og annarri geðgreiningu við útskrift. Samkvæmt Þjóðskrá komu 78% af íbúum höfuðborgarsvæðisins minnst einu sinni á bráðasviðið á rannsóknatrímanum. Niðurstöður: Meðal þeirra sem fengu áfengisgreiningu létust 72 en 4807 í samanburðarhópnum. Leiðrétt HR vegna allra dánarmeina var 1,91 (95%CI 1,51-2,42). HR vegna áfengissjúkdóms var 47,68 (95%CI 11,56-196,59), og HR vegna áfengistengds lifrarsjúkdóms var 19,06 (95%CI 6,07-59,87). HR var hækkað vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi 2,52 (95%CI 1,73-3,68), slysaeitrana (HR=13,64 (95%CI 3,98-46,73)), sjálfs- víga (HR=2,72 (95%CI 1,08-6,83)) og atburða þegar óvíst er um ásetning (HR=10,89 (95%CI 4,53-26,16)). Ályktanir: Áfengisgreining við útskrift heim af bráðadeildinni spáir fyrir hækkaðri dánartíðni. Niðurstöðurnar sýna ákveðna berskjöldun þessara sjúklinga og vaknar þá spurning um hvort þörfum sjúklinganna sé mætt á fullnægjandi hátt á bráðadeildinni. E 33 Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum Linda Ó. Árnadóttir1, Tómas A. Axelsson1, Daði Helgason1, Hera Jóhannesdóttir1, Jónas A. Aðalsteinsson1, Arnar Geirsson2, Axel F. Sigurðsson3, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3hjartadeild Landspítala loa6@hi.is Inngangur: Flestir sem gangast undir kransæðahjáveituaðgerð eru nálægt sjötugu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum (≤50 ára), meðal annars snemmkomna fylgikvilla, dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.