Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 19

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 19
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 19 Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1626 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2001-2012. Bornir voru saman 100 sjúklingar 50 ára og yngri við 1526 sjúklinga yfir fimm- tugu. Niðurstöður: Hlutfall karla og áhættuþættir kransæðasjúkdóms voru sambærilegir í báðum hópum, einnig útbreiðsla kransæðasjúkdóms og hlutfall sjúklinga með vinstri höfuðstofnsþrengsli. Útstreymisbrot vinstri slegils yngri sjúklinga fyrir aðgerð var marktækt lægra en þeirra eldri (52% á móti 55%, p=0,004), fleiri þeirra höfðu nýlegt hjartadrep fyrir aðgerð (41% á móti 27%, p=0,003) og aðgerð var oftar gerð með flýt- ingu (58% á móti 45%, p=0,016). Tíðni minniháttar fylgikvilla var lægri hjá yngri sjúklingum (30% á móti 50%, p<0,001), sérstaklega nýtilkomið gáttatif (14% á móti 35%, p<0,001), en blæðing eftir aðgerð var einnig minni (853 ml á móti 999 ml, p=0,015) og þeir fengu færri einingar af rauðkornaþykkni (1,3 á móti 2,8 ein, p<0,001). Hins vegar reyndist ekki marktækur munur á alvarlegum fylgikvillum (6% á móti 11%, p=0,13) eða dánartíðni innan 30 daga (1% á móti 3%, p=0,5). Legutími yngri sjúklinga var rúmlega tveimur dögum styttri að meðaltali en þeirra eldri (p<0,001). Sjúkdómasértæk lifun var sambærileg fyrir báða aldurs- hópana en þó sást tilhneiging í átt að betri lifun fyrir yngri sjúklinga (96% á móti 90% fimm ára lifun, p=0,06). Ályktanir: Minniháttar fylgikvillar eru sjaldgæfari hjá yngri sjúklingum en þeim eldri, legutími þeirra er styttri og blóðgjafir fátíðari. Einnig virð- ast veikindi þeirra bera bráðar að. Sjúkdómasértæk lifun yngri sjúklinga virðist ívið betri en eldri sjúklinga. E 34 Bráðar kransæðahjáveituaðgerðir: Ábendingar og árangur Tómas Andri Axelsson1, Anders Jeppsson2, Tómas Guðbjartsson3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartaskurðdeild Sahlgrenska háskólasjúkrahússins í Gautaborg, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala taa2@hi.is Inngangur: Kransæðahjáveituaðgerð er í langflestum tilvikum valað- gerð, en árangur þeirra er töluvert rannsakaður. Hins vegar skortir upplýsingar um bráðar kransæðahjáveituaðgerðir en þær eru annars vegar neyðaraðgerðir (emergency CABG) sem framkvændar eru innan næsta vinnudags eftir að ákvörðun um aðgerð er tekin og hins vegar björgunaraðgerð (salvage CABG) þegar sjúklingur þarf endurlífgun á leið á skurðstofu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ábendingar og árangur þessara aðgerða. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum neyðar- og björgunar kransæðahjáveituaðgerðum sem framkvæmdar voru milli 2005-2013 á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu (n=268) og á Landspítala (n=42). Meðal eftirfylgd var 3 ár. Niðurstöður: Af 310 sjúklingum voru 296 neyðaraðgerðir og 14 (5%) björgunaraðgerðir; eða 5% af kransæðaaðgerðum framkvæmdum á tímabilinu. Karlmenn voru 71%, meðalaldur var 67 ár og meðal Euro- SCORE-II var 6,9%. Allir sjúklingarnir höfðu brátt kransæðarheilkenni við komu; 42% STEMI, 39% NSTEMI og 19% óstöðuga hjartaöng. Tæplega helmingur sjúklinga fór beint á skurðstofu eftir kransæða- þræðingu og fengu 15% fengu þeirra ósæðardælu (IABP) fyrir aðgerð og önnur 9% eftir aðgerð. Meðal hjarta- og lungnavélartími var 87 mín. Tæplega helmingur sjúklinga þurfti samdráttarhvetjandi hjartalyf >12 klst eftir aðgerð og 8 sjúklingar (3%) ECMO-dælu. Heilablóðfall greindist hjá 4% sjúklinga eftir aðgerð og tíðni enduraðgerða vegna var blæðingar 16%. Dánarhlutfall í sjúkrahússlegu var 16%; 15% eftir neyðaraðgerð en 85% eftir björgunaraðgerð. Fimm ára lifun eftir aðgerð var 73%. Ályktanir: Dánarhlutfall eftir björgunaraðgerðir er hátt (85%) en mun lægra fyrir neyðaraðgerðir (15%). Enduraðgerðir vegna blæðinga voru algengar, enda fengu nánast allir sjúklingarnir kröftuga blóðflöguhemj- andi meðferð fyrir aðgerð. Sjúklingar sem lifa af aðgerðina hafa ágætar langtímahorfur. E 35 Árangur míturlokuviðgerða á Íslandi 2001-2012 Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir1, Sigurður Ragnarsson3, Arnar Geirsson1, Ragnar Danielsen2, Tómas Guðbjartsson1,4 1Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2hjartadeild Landspítala, 3hjartaskurðdeild háskólasjúkrahússins á Skáni, 4læknadeild Háskóla Íslands johafg@landspitali.is Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur mítur- lokuviðgerða á Íslandi, en það hefur ekki verið gert áður. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 125 sjúklingum (meðal- aldur 64 ár, bil 28-84 ár, 74% karlar) sem gengust undir míturloku- viðgerð vegna míturlokuleka á Landspítala 2001-2012. Ábending fyrir aðgerð var míturlokuhrörnun hjá 70 (56%) sjúklingum, en starfrænn leki hjá 55 (44%). Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier en mið- gildi eftirfylgdar var 3,9 ár (bil: 0-11,7 ár). Niðurstöður: Aðgerðum fjölgaði á rannsóknartímabilinu úr 39 í 86 á fyrra og síðara hluta þess. Meðal EuroSCORE var 12,9; tveir þriðju sjúklinga voru í NYHA flokki III/IV fyrir aðgerð og 50% með alvarlegan míturlokuleka. Tíundi hver sjúklingur hafði áður farið í opna hjartaað- gerð og 12% höfðu nýlegt hjartadrep. Allir sjúklingar, að þremur undan- skilum, fengu míturlokuhring (meðalstærð 28,4 mm). Framkvæmt var brottnám á hluta lokublaðs hjá 51 sjúklingi (41%), 28 fengu ný lokustög úr gerviefni (Goretex®) og 7 Alfieri-saum. Hjá 83% sjúklinga var einnig framkvæmd önnur hjartaaðgerð, oftast kransæðahjáveita (53%), Maze- aðgerð (31%) eða ósæðarlokuskipti (19%). Meiriháttar fylgikvillar greindust hjá rúmum helmingi sjúklinga, algengastir voru hjartadrep, enduraðgerð vegna blæðingar og hjarta- og öndunarbilun. Minniháttar fylgikvillar greindust í 71% tilfella. Átta sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (6%), en 5-ára lifun var 79%; 84% hjá sjúklingum með mítur- lokuhrörnun og 74% hjá þeim með starfrænan leka. Ályktanir: Míturlokuaðgerðum hefur fjölgað umtalsvert á síðasta áratug á Íslandi. Fylgikvillar eru tíðir en dánartíðni <30 daga og lang- tímalifun er svipuð og í sambærilegum erlendum rannsóknum. E 36 Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá konum á Íslandi Helga Rún Garðarsdóttir1, Linda Ósk Árnadóttir1, Jónas A. Aðalsteinsson1, Hera Jóhannesdóttir1, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir3, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3hjartadeild Landspítala hrg53@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur krans- æðahjáveitu-aðgerða hjá konum með áherslu á fylgikvilla, dánarhlutfall innan 30 daga og langtímalifun. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi árin 2001-2012. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og dánarmeinaskrá Embættis land- læknis. Fylgikvillar voru skráðir og heildarlifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Fjölþáttagreining var notuð til að meta forspárþætti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.