Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 30

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 30
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 30 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 er nauðsynlegt fyrir sýkingargetu veirunnar. Vif notar ubiquitin kerfi frumunnar til að ubiquitinera APOBEC3 og færa það til niðurbrots í pro- teasómi. Vif prótein HIV og SIV þurfa umritunarþáttinn CBFbeta til að miðla virkni sinni. CBFbeta reyndist hins vegar ekki nauðsynlegur fyrir virkni Vif próteina FIV, BIV og MVV. Nýlega kom í ljós að Cyclophilin A tengist við tvö prólín (P21 og P24) í Vif próteini MVV. Í þessari rannsókn var þessi tenging við Cyclophilin A könnuð nánar. Efniviður og aðferðir: Útbúnar voru sýkingarhæfar mæði-visnuveirur með P21A og P24A stökkbreytingar og einnig með báðar stökkbreyt- ingarnar saman. Eftirmyndunarhraði veiranna var athugaður bæði í makrofögum og í SCP frumum. Auk þess voru innlimaðar veirur úr sýktum frumum magnaðar upp og raðgreindar til að athuga tíðni G-A stökkbreytinga. Niðurstöður: Í ljós kom að veira með báðar stökkbreytingarnar (P21A og P24A) eftirmyndaðist hægar en villigerðarveira og veirur með hvora stökkbreytingu um sig. Einnig var hækkuð tíðni G-A stökkbreytinga í veirunni sem hafði báðar stökkbreytingarnar, en það er merki um APOBEC3 áhrif. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að Cyclophilin A hafi hlutverki að gegna við niðurbrot APOBEC3. E 70 Innbyggðar retroveiruvarnir Valgerður Andrésdóttir, Sigríður Rut Franzdóttir, Stefán Ragnar Jónsson Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum valand@hi.is Inngangur: Á síðustu árum hefur sífellt betur komið í ljós að lífverur hafa komið sér upp ýmsum vörnum gegn veirusýkingum. Veirurnar hafa á hinn bóginn þróað tæki til að komast hjá þessum vörnum. Eitt af þessum veiruvarnarpróteinum í spendýrafrumum er próteinið APOBEC3 sem eyðileggur erfðaefni retroveira jafnóðum og það mynd- ast með því að deaminera cytidine í uracil í einþátta DNA. Lentiveirur hafa komið sér upp mótleik við þessu, sem er próteinið Vif, sem eyði- leggur þennan deaminasa. Rannsóknir okkar á Vif úr mæði-visnuveiru hafa leitt í ljós að það sama gerist í kindafrumum. Í þessari rannsókn voru tvær stökkbreytingar í vif geni mæði-visnuveirunnar rannsakaðar, en þær hafa mismunandi svipgerð. Efniviður og aðferðir: Tvær stökkbreytingar voru innleiddar í vif gen í sýkingarhæfum klón mæðivisnuveirunnar, önnur var Trp-Arg stökk- breyting um miðbik gensins og hin var Pro-Ser stökkbreyting í C- enda vif gensins. Kinda-fósturliðþelsfrumur (FOS) og kinda-æðaflækjufrumur voru sýktar með þessum veirum og vöxtur numinn með rauntíma-PCR. Niðurstöður: Trp-Arg stökkbreytingin hafði sömu svipgerð og veirur sem vantar Vif, þ.e. óx illa í öllum frumugerðum. Stökkbreytingin í C-enda vif gensins hafði hins vegar þau áhrif að veiran óx vel í báðum frumugerðum, en með stökkbreytingu í hylkispróteini óx hún illa í fósturliðþelsfrumum en vel í æðaflækjufrumum. Ályktanir: Það virðast því vera tengsl milli hylkis og Vif próteinsins, og einnig virðist frumuþáttur leika hlutverk í virkni Vif. Meðal þeirra retroveiruhindra sem hafa komið fram á undanförnum árum eru prótein sem hindra veirufjölgun með því að bindast hylkispróteininu. Ein virkni Vif gæti verið að eyðileggja slíkan retroveiruhindra. E 71 Veirur sem sýkja hjartavef í laxi Heiða Sigurðardóttir, Birkir Þór Bragason, Sigríður Guðmundsdóttir Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum heidasig@hi.is Inngangur: Markmið verkefnisins var að setja upp og prófa grein- ingaraðferðir fyrir tvær nýlega skilgreindar RNA-veirur, sem valda sjúkdómum í laxi. Sjúkdómanna varð fyrst vart í Noregi á seinni hluta 20. aldar, en þeir valda umtalsverðum afföllum í sjókvíaeldi þar og víðar við N-Atlantshaf. PRV eða „piscine reovirus“ getur valdið hjarta- og vöðvabólgu (heart and skeletal muscle inflammation eða HSMI) og ein- kenna verður vart 5-9 mánuðum eftir flutning í sjó. PMCV eða „piscine myocarditis virus“ veldur hjartarofi (cardiomyopathy syndrome eða CMS) og einkenni koma fram eftir 12-18 mánuði í sjó. Aldrei hefur vaknað grunur um framangreinda sjúkdóma á Íslandi. Greint er frá niðurstöðum fyrstu skimunar fyrir þessum veirum hérlendis. Efniviður og aðferðir: Sýni voru tekin úr villtum laxi, laxi í strand- eldisstöð og sjókvíum. Í hverjum hópi voru 32 einstaklingar. Vefjasýni úr hjarta, nýra og tálknum, 30-35 mg alls, voru sett saman í glas með 600 ml af RLT lysis buffer. RNA var einangrað úr sýnunum með RNeasy einangrunarkitti og notað í One Step RT-qPCR hvörf. Hvarfaðstæður, vísar og þreifarar voru byggðar á birtum aðferðum. Viðmiðunargen var elongation factor 1 alpha (ELF1A). Niðurstöður: PMCV greindist ekki í neinu sýnanna úr hópunum þremur. PRV-skimunin sýndi 21,9% tíðni í villta fiskinum en 100% í báðum eldishópunum. Magn PRV var misjafnt og Ct. gildin fyrir PRV- keyrslurnar voru á breiðu bili, þ.e. 19,8-43,9. ELF1A gildi allra sýnanna voru innan viðmiðunarmarka. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að áhugavert væri að prófa fleiri sýni úr mismunandi hópum laxa, úr öðrum laxfiskum, þ.e. bleikju, urriða og regnbogasilungi og algengum tegundum sjávarfiska. E 72 Mathematical modeling of transdermal drug delivery from silicone matrix systems Elvar Örn Kristinsson1, Bergþóra S. Snorradóttir1, Fjóla Jónsdóttir2, Sven Th. Sigurðsson2, Freygarður Þorsteinsson3, Már Másson1 1Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science, Engineering and Natural Sciences, University of Iceland, 3Össur hf eok1@hi.is Introduction: Silicones are biocompatible polymers which have been used for different kinds of applications both medical and non-medical. Modelling of transdermal drug delivery is much researched topic and here we further develop our previous published numerical model. Methods and data: Based on our previous modelling, two non-linear coupled partial differential equations derived from the Noyes-Whitney and Fick´s second law were solved numerically using MATLAB. The aim was a model which could accurately predict the rate of drug release from silicone elastomers, as well as un-dissolved drug concentration in the material at each point in time. Drug release from these matrix type systems were conducted with vertical Franz diffusion cells. Results: Our previous numerical model of a layered silicone matrix was adapted to study transdermal or trans-membrane delivery. The model was validated by a comparison with experimental data, as well as validating the parameter values against each other, using various con- figurations. Our results show that the model is a good approximation to real multi-layered delivery systems. The model offers the ability of comparing drug release for ibuprofen and diclofenac, which cannot be
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.