Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 37

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 37
LÆKNAblaðið 2011/97 37 X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 complexes can form nano-sized aggregates, but these aggregates are usually not stable. The aim is to formulate stable nanoparticles utilizing sulfobutyl-β-cyclodextrin and chitosan. Methods and data: The formation of nanoparticles at pH 4 was mo- nitored by UV-VIS spectrometry operated at 700 nm. Stability of the nanoparticles was followed by DLS combined with viscosity measure- ments and under different conditions: upon storage, upon dilution, at elevated temperatures and upon salt addition. The effect of media pH on the formation and stability of the nanoparticles was also tested. The nanoparticles were also detected by TEM. Release of hydrocortisone from the nanoparticles was studied by permeation. Results: The nanoparticles formed had diameter between 100-200 nm. The composition of the nanoparticles were estimated. A method for as- sessing the stability of the nanoparticles was designed. Conclusions: The nanoparticles are stable, except under basic condi- tions or at high salt concentration. E 93 Heilsufar íbúa á hjúkrunarheimilum sem eru með sykursýki Ingibjörg Hjaltadóttir1, Árún Kristín Sigurðardóttir2 1Flæðissviði Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri inghj@hi.is Inngangur: Sjúkdómabyrði og lyfjanotkun aldraðra sem eru með sykur- sýki er oft mikil og sjúkdómurinn er áhættu þáttur varðandi flutning á hjúkrunarheimili. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða algengi sykursýki á íslenskum hjúkrunarheimilum árið 2012 og gera samanburð á heilsufari, færni, lyfjanotkun og sjúkdómsgreiningum íbúa með eða án sjúkdómsgreiningarinnar sykursýki. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn þar sem skoðuð voru Minimum Data Set möt 2337 íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum. Niðurstöður: Hlutfall kvenna var 65,5% og meðalaldur var 84,7 (sf. 8,2). Meira var um húðvandamál hjá þeim sem voru með sykursýki, þeir notuðu fleiri lyf, vitræn geta var betri og þátttaka í virkni var meiri. Þeir sem voru með sykursýki voru frekar með háþrýsting, hjartasjúkdóm vegna blóðþurrðar, heilaáfall, nýrnabilun, oflæti/þunglyndi, sjónukvilla vegna sykursýki (retinopathy) og aflimun en voru síður með kvíðarösk- un, Alzheimer sjúkdóm og beingisnun. Ályktanir: Íbúar á hjúkrunarheimilum sem eru með sykursýki eru betur á sig komnir andlega og eru yngri en aðrir íbúar, en hins vegar getur meðferð þeirra verið flókin og áherslur í meðferð önnur en hjá yngra fólki. Því er mikilvægt er að tryggja að starfsfólk hafi þekkingu á hvernig best er að meðhöndla sykursýki hjá öldruðum einstaklingum. E 94 Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum með sykursýki Jónas A. Aðalsteinsson1, Tómas A. Axelsson1, Daði Helgason1, Linda Ó. Árnadóttir1, Hera Jóhannesdóttir1, Arnar Geirsson3, Karl Andersen1,2, Tómas Guðbjartsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala jaa6@hi.is Inngangur: Sykursýki er einn af helstu áhættuþáttum kransæðasjúk- dóms. Sykursjúkir einstaklingar þróa gjarnan þriggja æða kransæða- sjúkdóm sem er í flestum tilvikum meðhöndlaður með kransæðahjá- veituaðgerð. Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif sykursýkiá snemm- komna fylgikvilla kransæðahjáveituaðgerða. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2001- 2012. Af 1626 sjúklingum voru 261 greindir með sykursýki (16%) og voru þeir bornir saman við 1365 sjúklinga án sykursýki. Forspárþættir fylgikvilla og dauða innan 30 daga voru metnir með aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Aldur, kyn, útbreiðsla kransæðasjúkdóms og EuroSCORE voru sambærileg í báðum hópum, einnig hlutfall hjáveituaðgerða á slá- andi hjarta (21%). Sjúklingar með sykursýki höfðu hærri líkamsþyngd- arstuðul (30 á móti 28 kg/m2, p<0,01) og voru oftar með háþrýsting (82% á móti 60%, p<0,001) og gaukulsíunarhraða undir 60 ml/mín/1,73 m2 (22% á móti 15%, p=0,01). Auk þess var aðgerðartími þeirra 16 mín lengri (p<0,001). Tíðni djúpra bringubeinssýkinga, heilaáfalls og hjartadreps var sambærileg í báðum hópum. Bráður nýrnaskaði var metinn sam- kvæmt RIFLE-skilmerkjum og voru sykursýkissjúklingar oftar í RISK- flokki (14% á móti 9%, p=0,02) og FAILURE-flokki (2% á móti 0,5%, p=0,01). Minniháttar fylgikvillar (gáttatif, lungnabólga, þvagfærasýking og yfirborðssýking í skurðsári) voru hins vegar svipaðir í báðum hópum. Dánartíðni innan 30 daga var marktækt hærri hjá sjúklingum með sykursýki, eða 5% borið saman við 2% í viðmiðunarhópi (p=0,01). Sykursýki reyndist ekki sjálfstæður áhættuþættur fyrir dauða innan 30 daga þegar leiðrétt var fyrir öðrum áhættuþáttum með fjölþáttaað- hvarfsgreiningu (OR=1,98, 95% ÖB: 0,72-4,95). Ályktanir: Sjúklingar með sykursýki eru í aukinni áhættu á að fá bráðan nýrnaskaða eftir kransæðahjáveituaðgerð en sykursýki virðist ekki vera sjálfstæður forspárþáttur 30 daga dánartíðni. E 95 Fæðuval íslenskra kvenna á meðgöngu og tengsl við meðgöngusykursýki Ellen Alma Tryggvadóttir1, Bryndís Eva Birgisdóttir1, Helga Medek2, Reynir Tómas Geirsson2, Ingibjörg Gunnarsdóttir1 1Rannsóknastofu í næringarfræði, matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala, 2kvennadeild Landspítala eat2@hi.is Inngangur: Góð næring á meðgöngu er mikilvæg fyrir heilbrigði móður og barns. Meðgöngusykursýki getur haft slæmar afleiðingar fyrir móður og barn. Markmið: 1) Kanna tengsl fæðumynsturs á meðgöngu við hættu á meðgöngusykursýki. 2) Samanburður á fæðuvali þungaðra kvenna út frá líkamsþyngdarstuðli fyrir þungun. Efniviður og aðferðir: Íslenskum konum á aldrinum 18-40 ára var boðin þátttaka við 20. vikna ómskoðun á fósturgreiningardeild. Þátttakendur vigtuðu allan mat og drykk í fjóra daga á 19.-24. viku meðgöngu og gengust undir sykurþolspróf á 23.-28. viku meðgöngu. Matardagbækur fengust frá 98 konum í kjörþyngd, 46 í yfirþyngd og 39 of feitum konum (n=183) sem voru nýttar í samanburð á fæðuvali. Af þessum konum fóru 86, 44 og 38 í sykurþolspróf (n=168) og hjá þeim síðarnefndu voru skoðuð tengsl fæðumynsturs við meðgöngusykursýki. Niðurstöður: 1) Fæðumynstur sem samanstóð af fisk og sjávarréttum, eggjum, grænmet, ávöxtum og berjum, jurtaolíum, hnetum og fræju, pasta, morgunverðarkorni, kaffi og te ásamt neikvæðu samhengi við gosdrykki og franskar kartöflur tengdist minni hættu á meðgöngu- sykursýki (OR: 0,54 95% CI: 0,30, 0,98). Tengslin voru enn til staðar eftir leiðréttingu ýmissa þátta (OR: 0,36 95% CI: 0,14, 0,94). 2) Neysla ávaxta, grænmetis, fisks, trefja og Omega-3 virðist ekki vera nægileg meðal þungaðra kvenna á Íslandi. Skortur á D-vítamíni, joði og járni gæti verið til staðar hjá fjölda þeirra. Ályktanir: Heilsusamlegt fæðumynstur gæti reynst verndandi gegn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.