Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 38

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 38
meðgöngusykursýki, sérstaklega hjá konum sem eru þegar í aukinni áhættu vegna ofþyngdar/offitu fyrir meðgöngu. Stór hluti þungaðra kvenna á Íslandi fylgir ekki ráðleggingum í fæðuvali. E 96 Sykursýki 2 í kjölfar meðgöngusykursýki Laufey Dóra Áskelsdóttir1, Ómar Sigurvin Gunnarsson2, Hildur Harðardóttir1,2, Arna Guðmundsdóttir3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2kvenna- og barnasviði Landspítala, 3göngudeild sykursjúkra Landspítala laufeydora@gmail.com Inngangur: Konur sem fá meðgöngusykursýki (MGS) fá oftar sykursýki 2 (SS2) síðar á ævinni, ásamt fylgikvillum. Nýgengi MGS hérlendis er um 4%, en nýgengi SS2 í kjölfar meðgöngusykursýki hefur aldrei verið skoðað í íslensku þýði. Efniviður og aðferðir: Um tilfellaviðmiðarannsókn var að ræða. Í til- fellahópi voru 53 mæður sem fengu meðgöngusykursýki árin 2002-2003 og 2007-2008. Í viðmiðunarhópi voru 36 konur sem fæddu á sama tíma en fengu ekki MGS. Tekið var viðtal við konurnar og mældur fastandi blóðsykur ásamt langtíma blóðsykurgildi (HbA1c). Tölfræðileg mark- tækni var miðuð við p-gildi ˂0,05. Niðurstöður: Þrjár af 53 konum (5,7%) í tilfellahópi höfðu greinst með sykursýki 2 eftir fæðingu en engin kvennanna í viðmiðunarhópi. Munurinn var ekki marktækur (p=0,15). Líkamsþyngdarstuðull þegar viðtal var tekið var 29,4 ± 6,4 kg/m2 hjá tilfellahópi en 26,3 ± 5,2 kg/m2 hjá konum í viðmiðunarhópi (p=0,014). Mittis/mjaðma-hlutfall var hærra í tilfellahópi; 0,9 ± 0,08 á móti 0,8 ± 0,07 (p˂0,001) í viðmiðunarhópi. Fastandi blóðsykur var hærri hjá MGS konum; 5,3 ± 0,6 mmól/L miðað við 5,0 ± 0,4 (p=0,001) og HbA1c einnig marktækt hærra; 5,6 ± 0,4 á móti 5,3 ± 0,4 (p=0,001). Marktækt fleiri konur í tilfellahópi (35,4%) höfðu fastandi gildi sem benda til skerts sykurþols (³5,6 mmól/L) miðað við viðmiðunarhóp (6,9%), p=0,005. Ályktanir: Fimm og tíu árum eftir fæðingu voru konur sem fengu MGS þyngri, með hærra mittis/mjaðmahlutfall, hærri fastandi blóðsykur og hærra HbA1c en konur sem ekki fengu MGS. Þetta bendir til aukinnar hættu fyrir þær á að fá sykursýki 2. E 97 Spáir þrek á unglingsaldri fyrir um líkamsmynd síðar á ævinni? Sunna Gestsdóttir1, Sigurbjörn Árni Arngrímsson1, Þórarinn Sveinsson2, Erla Svansdóttir1, Erlingur Jóhannsson1 1Rannsóknastofu í íþrótta- og heilsufræði, íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu í hreyfivísindum, læknadeild Háskóla Íslands gsg31@hi.is Inngangur: Á unglingsárum mótast hegðunarmynstur einstaklinga og hornsteinn andlegrar vellíðanar er lagður. Unglingsárin hafa aldrei spannað eins langt tímabil og nú og rannsóknir sýna að vanlíðan ungmenna hefur aukist. Niðurstöður rannsókna á þessum aldurshóp hafa sýnt fram á tengsl slæmrar líkamsmyndar við lágt sjálfsálit og þunglyndi, en að gott þrek hafi jákvæð áhrif á þunglyndi og kvíða. Lítið er hins vegar vitað um tengsl þreks (mælt hlutlægt) og líkamsmyndar. Markmið þessarar rannsóknarinnar var að kanna áhrif þreks, við 15 ára aldur, á líkamsmynd, við 23 ára aldur. Efniviður og aðferðir: Samtals 201 þátttakandi var mældur við 15 ára aldur og aftur við 23 ára aldur. Líkamsmynd var mæld með Offer Self- Image spurningalistanum, þrek var mælt bæði á hlutlægan hátt á þrek- hjóli og huglægt með spurningalista. Línuleg aðfallsgreining var notuð við gagnagreiningu með leiðréttingu fyrir kyni, líkamsþyngdarstuðli, þykkt húðfellinga og líkamsmynd við 15 ára aldur. Dreifigreining fyrir endurteknar mælingar var notuð til að kanna breytingar á mældum þáttum. Niðurstöður: Líkamsmynd hélst óbreytt en þrek versnaði frá 15 til 23 ára aldurs, óháð kyni. Báðar grunnmælingar á þreki (hlutlæg F=19,8; p<0,001; R2=0,139 og huglæg F=27,0; p<0,001; R2=0,133) spáðu fyrir um líkamsmynd þátttakenda við 23 ára aldur. Þegar leiðrétt var fyrir kyni, líkamsþyngdarstuðli, þykkt húðfellinga og líkamsmynd við 15 ára aldur spáði aðeins hlutlæg mæling á þreki fyrir um líkamsmynd við 23 ára aldur. Ályktanir: Hlutlæg mæling á þreki gefur betri forspá fyrir líkamsmynd en huglæg. Gott líkamsform á unglingsaldri stuðlar að aukinni vellíðan síðar á ævinni. E 98 Áhrif holdafars á frávik í efnaskiptum barna og unglinga Ásdís Eva Lárusdóttir1, Tryggvi Helgason2, Ragnar Bjarnason1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins ael4@hi.is Inngangur: Offita barna og fullorðinna er vaxandi heilbrigðisvanda- mál í heiminum. Erlendar rannsóknir benda til aukinnar tíðni frávika í efnaskiptum hjá börnum og jafnvel lífsstílstengdra sjúkdóma, t.d. fitu- lifrar og sykursýki 2. Frá árinu 2011 hefur Heilsuskólinn á Barnaspítala Hringsins aðstoðað börn og fjölskyldur þeirra við að bæta lífsstíl sinn. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að fá heildstæða mynd af frávikum í efnaskiptum barna með offitu sem vísað er til Heilsuskóla Barnaspítalans. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn, lýsandi og náði til allra barna sem leitað höfðu til Heilsuskólans frá 1. janúar 2011 til 15. mars 2013. Upplýsingar um þátttakendur voru fengnar hjá upplýsinga- tæknisviði Landspítalans. Niðurstöður: Niðurstöður blóðrannsókna voru fáanlegar hjá alls 116 börnum. Frávik í einu eða fleiri gildum fundust hjá 54 börnum (46,6%). Fjögur börn (3,9%) höfðu staðfesta fitulifur og 28 (28,0%) höfðu insúlínhækkun, þar af átta (8,0%) að því marki að þörf væri á inngripi (e. hyperinsulinemia). Eitt barn hafði báðar greiningarnar. Mittismál hafði í sjö af átta tilvikum meiri fylgni við blóðgildi en BMI staðalfráviksstig (BMI-SDS) fyrir aldur. Mest voru tengsl mittismáls og insúlíns en mittismál útskýrir 38% insúlínhækkunar (p<0,01) en BMI- SDS skýrir aðeins 6% (p<0,05). Ályktanir: Frávik í blóðgildum of feitra barna eru algeng. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mittismál sé betri mælikvarði á frávik í efnaskiptum en BMI-SDS, sér í lagi fyrir insúlínhækkun. Rannsóknin sýnir fram á mikilvægi þess að læknar mæli mittismál barna sem þeir hafa til meðferðar. E 99 Sexárajaxlar eru lykiltennur greiningar á glerungseyðingu meðal unglinga Inga B. Árnadóttir1, Peter Holbrook1, Stefán Hrafn Jónsson2, Sigurður Rúnar Sæmundsson1 1Tannlæknadeild Háskóla Íslands, 2félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands iarnad@hi.is Inngangur: Glerungseyðing er algengur tannsjúkdómur meðal unglinga og yfirleitt mældur eftir fjölda tanna sem greinast með glerungseyðingu. X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 38 LÆKNAblaðið 2011/97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.