Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Qupperneq 39

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Qupperneq 39
Leitast var við að finna lykiltennur til greiningar sjúkdómsins á byrj- unarstigi sem notast gæti við áhættuflokkun til þess að beita skilvirkari forvörnum. Efniviður og aðferðir: Gögn um tannheilsu barna (MUNNÍS 2005) um rannsókn á glerungseyðingu 12 ára (n=757) og 15 ára barna (n=750) voru notuð, alls 20% af öllum 12 og 15 ára börnum á Íslandi. Allar fullorðin- stennur voru skoðaðar og glerungseyðing metin eftir alvarleika sjúk- dómsins með staðlaðri AL/IBA aðferð. Borin var saman glerungseyðing á fyrstu jöxlum í neðri góm (sexárajöxlum) og glerungseyðing annars staðar í munninum. Niðurstöður: 17,5% 12 ára barna greindust með glerungseyðingu (19,9% pilta og 11% stúlkna p<0,001) og 30,7% 15 ára barna (38,3% pilta, 22,7% stúlkna p<0,001) Aðeins 1,5% 12 ára pilta og 0,8% 15 ára pilta greindust með glerungseyðingu á öðrum tönnum en ekki jöxlum í neðri góm. Sé glerungseyðing á fyrstu jöxlum neðri góms notuð sem greinandi próf á glerungseyðingu verður næmi/sértæki (SN/SP) slíks prófs 98,2%/100% fyrir 15 ára og 93,8%/100% fyrir 12 ára börn. Ályktanir: Glerungseyðing tvöfaldaðist frá 12 til 15 ára aldurs og var marktækt meiri hjá piltum en stúlkum. Glerungseyðing á fyrstu jöxlum í neðri gómi gefur auðvelda og áreiðanlega mælingu á tíðni glerungs- eyðingar hjá unglingum. E 100 Metabolic disorders and risk factors for normal weight obesity in adolescents Anna Sigríður Ólafsdóttir1, Jóhanna Eyrún Torfadóttir2,3, Sigurbjörn Árni Arngrímsson1 1Research Center for Sport and Health Sciences, University of Iceland, 2Educational Research Institute, University of Iceland,3Unit for Nutrition Research, Faculty for Food Science and Nutrition, University of Iceland annaso@hi.is Introduction: The aim is to explore metabolic disorders in normal weigh obese (NWO) adolescents as well as risk factors. Methods and data: Randomly selected 18 year old students (n = 191) from three highschools in the capital area in Iceland, with body mass index (BMI) within normal range (BMI, 18.5-24.9 kg/m2) participated. Waist circumference was measured and bodycomposition assessed with dual energy X-ray absorptiometry (DXA). Aerobic fitness was measured with maximum oxygen uptake test on treadmill. Dietary habits were evaluated with 24-hour recall and questionnaires about diet and lif- estyle, and blood samples were taken. NWO was defined, according to Lohman’s criteria; BMI within normal range and percentage body fat above 17.6% in males and above 31.6% in females. Results: Among normal weight participants, 40% (n=76) were defined as NWO, thereof 60% (n=46) were male participants. Fewer participants with NWO ate breakfast on a regular basis, consumed vegetables fre- quently, slept enough, and were physically active compared with participants without NWO. No difference was detected between the two groups in energy-, macronutrient- or micronutrient intake. The mean difference in aerobic fitness was 3.4 ml/kg/min between the groups in favor of the non-NWO group (P=0.01). NWO was positively associated with having one or more risk factors for metabolic syndrome (Odds Ratio OR=2.2; 95% confidence interval CI: 1.2, 3.9) and high waist circumference (OR=7.4; 95%CI: 2.1, 25.9). Conclusions: High prevalence of NWO was observed in the study group. Promoting healthy lifestyle with regard to nutrition, sleep and physical activity in early life should be emphasized. E 101 Óframkvæmd hjúkrun: Atvik vegna vanrækslu á sjúkrahúsum á Íslandi Helga Bragadóttir Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala helgabra@hi.is Inngangur: Óframkvæmd hjúkrun er skilgreind sem hjúkrunarmeð- ferð sem sjúklingur þarfnast, en er sleppt eða seinkað að hluta til eða að öllu leyti og má flokka sem atvik vegna vanrækslu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á óframkvæmda hjúkrun á sjúkrahúsum á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Um þversniðsrannsókn var að ræða með þátttöku hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á legudeildum lyflækninga, skurð- lækninga og gjörgæslu á öllum sjúkrahúsum á Íslandi (N=864). Notaður var skriflegur spurningalisti sem spurði um lýðfræðilega og bakgrunns- þætti, óframkvæmda hjúkrun og teymisvinnu. Svarhlutfall var 69,3%. Niðurstöður: Hjúkrunarathafnir sem flestir þátttakendur sögðu óframkvæmdar á sinni deild voru: aðstoð við hreyfingu þrisvar á dag eða samkvæmt fyrirmælum, þverfaglegir fundir alltaf sóttir, og sjúklingar fræddir um sjúkdóm, próf og greiningarannsóknir. Helstu ástæður óframkvæmdrar hjúkrunar tengdust mönnun og var algengasta ástæðan ófyrirséð fjölgun sjúklinga/aukin hjúkrunarþyngd á deildinni. Óframkvæmd hjúkrun og ástæður tengdar mönnun, aðföngum og samskiptum voru marktækt algengari á kennslusjúkrahúsum en öðrum sjúkrahúsum (tíðni óframkvæmdrar hjúkrunar p<0,001; ástæður tengdar mönnun p<0,05; ástæður tengdar aðföngum og ástæður tengdar samskiptum p<0,001). Óframkvæmd hjúkrun var marktækt algengari á deildum lyflækninga og skurðlækninga en gjörgæslu og blönduðum deildum (p<0,001). Hjúkrunarfræðingar töldu hjúkrun marktækt oftar óframkvæmda en sjúkraliðar (p<0,001) og að ástæður tengdust mönnun (p<0,001). Hjúkrun var síður óframkvæmd þar sem teymisvinna var betri að mati þátttakenda (p<0,001). Ályktanir: Niðurstöður sýna að verið er að vanrækja grunnhjúkrun í nokkrum mæli á íslenskum sjúkrahúsum. Í því sambandi þarf að huga betur að mönnun og skipulagi aðfanga, auk samskipta og teymisvinnu, sérstaklega á kennslusjúkrahúsum á legudeildum lyflækninga og skurðlækninga. E 102 Samband hróss hjúkrunardeildarstjóra við líðan hjúkrunarfræðinga og mat þeirra á vinnuumhverfi sínu Herdís Sveinsdóttir1,2, Erla Dögg Ragnarsdóttir1, Katrín Blöndal1 1Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands herdis@hi.is Inngangur: Hrós hjúkrunardeildarstjóra virðist skipta sköpum fyrir líðan starfsfólks. Markmiðið var að skoða samband hróss við starfs- ánægju, starf, vinnuálag, vinnuumhverfi og trúnað við stofnun. Efniviður og aðferðir: Gagna var aflað með rafrænum spurningalista og var úrtakið hjúkrunarfræðingar starfandi á skurðsviði Landspítala (n=383). Svörun var 49%. Niðurstöður: Tæpum þriðjung þátttakenda (31,6%) var hrósað oft eða mjög oft. Samanborið við hjúkrunarfræðinga sem var hrósað sjaldan/ mjög sjaldan (33,3%) voru þeir líklegri til að haldast í vinnu á sinni deild (OR=15.487), töldu sig fá faglega viðurkenningu (OR=11.029), töldu samskipti á deildinni ánægjuleg (OR=3860) og virtu mikils faglegt sam- starf (OR=3719) og að hafa möguleika á faglegu samstarfi (OR=0,581). Ályktanir: Hrós er ódýrt og árangursríkt. Það hefur áhrif á starfsánægju hjúkrunarfræðinga og mat þeirra á starfsumhverfi sínu og því skiptir X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið 2011/97 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.