Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 41

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 41
E 106 Tíðni forréttinga meðal almennra tannlækna Sigurbjörg Inga Björnsdóttir, Apríl Sól Salómonsdóttir, Teitur Jónsson Tannlæknadeild Háskóla Íslands tj@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um for- réttingar meðal almennra tannlækna; hversu algengt það sé að þeir geri forréttingar og hvaða aðferðir eða tæki séu helst notuð. Einnig var skoðað hvort kyn, aldur, starfsaldur eða fjarlægð til næsta tannréttinga- sérfræðings skipti máli þegar tekin er ákvörðun um forréttingu. Efniviður og aðferðir: Rafrænn spurningalisti með 14 spurningum var sendur til allra félagsmanna Tannlæknafélags Íslands (TFÍ), samtals 284 manns, en 273 þeirra eru starfandi. Svarhlutfallið var 45,4% þar sem 124 svör bárust, þar af 99 frá starfandi almennum tannlæknum. Einnig var stuðst við upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) um fjölda þenslugóma sem fengust endurgreiddir á fimm ára tímabili. Niðurstöður: Mikill meirihluti almennra tannlækna á Íslandi sinnir for- réttingum að einhverju leyti. Tíðni forréttinga hafði nokkra fylgni við kyn, en ekki fannst samband við aldur eða starfsaldur tannlækna og ekki við aðgang að tannréttingasérfræðingi í sveitarfélaginu. Tölur frá SÍ um fjölda umsókna eru mun lægri en niðurstöður rannsóknarinnar og benda til þess að hluti þenslugóma sem gerðir eru árlega sé ekki endur- greiddur eða að fjöldi þeirra sé ofmetinn í könnuninni. Ályktanir: Meirihluti almennra tannlækna sinnir forréttingum að einhverju leyti, en fáir í miklum mæli. Kvenkyns tannlæknar drógu marktækt oftar úr barnatennur en karlar, Helstu tannréttingatæki sem smíðuð eru á tannsmíðaverkstæðum eru gómplötur með framfærslu- fjöður/fjöðrum, þenslugómar og bithækkunarplötur. E 107 Dánartíðni vegna blóðþurrðarhjartasjúkdóma á Íslandi, Norður- og Eystrasaltslöndum árin 1981-2009 Elías Freyr Guðmundsson1, Thor Aspelund1,2, Vilmundur Guðnason1,3 1Hjartavernd, 2lýðheilsuvísindi, heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 3heilbrigðisvísindasviði, læknadeild Háskóla Íslands elias@hjarta.is Inngangur: Blóðþurrðarsjúkdómar eru enn eitt algengasta dánarmeinið í vestrænum löndum þó dánartíðni vegna þeirra hafi lækkað umtals- vert síðustu áratugi. Lækkunina má að miklu leyti rekja til jákvæðrar þróunar í lífsstílsþáttum er varða reykingar, mataræði og hreyfingu. Markmið rannsóknarinnar var að greina breytingar í dánartíðni vegna blóðþurrðarsjúkdóma á Íslandi árin 1981-2009 hjá 25-74 ára ein- staklingum og að meta hvort þær hafi verið samhliða breytingum á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um blóðþurrðardauða og heildar- íbúafjölda eftir aldri og kyni voru sóttar í dánarmeinagagnagrunna WHO og Hagstofu Íslands. Reiknuð var aldursleiðrétt dánartíðni fyrir hvert land með tölfræðiforritinu Joinpoint sem getur tímasett marktæk- ar breytingar í tíðni og leyfir samanburð á leitni tíðniferla milli landa. Leiðrétt var fyrir ólíkri aldurssamsetningu landa með aldursstöðlun út frá evrópsku staðal-aldurssamsetningunni (European Standard Population 2013). Niðurstöður: Dánartíðni vegna blóðþurrðarsjúkdóma lækkaði í öllum löndunum en mishratt. Tíðnin á Íslandi lækkaði um 81% hjá körlum (úr 324 í 63/100.00 íbúa á ári) og um 89% hjá konum (úr 108 í 12/100.000 íbúa á ári). Íslandi bar vel saman við Norðurlöndin, bæði varðandi dánartíðni og hlutfallslega breytingu í tíðni á ári. Tíðni í Eystrasaltsríkjunum var mun hærri en á Norðurlöndunum, að jafnaði fjórfalt hærri en hjá ís- lenskum körlum og fimmfalt hærri en hjá íslenskum konum. Tíðnin í Eystrasaltsríkjunum lækkaði minna á tímabilinu. Ályktanir: Dánartíðni vegna blóðþurrðarsjúkdóma hefur lækkað mikið á Íslandi. Þróunin á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er mjög svipuð meðan Eystrasaltsríkin sitja eftir með mun hærri tíðni og hægari breytingu til góðs. E 108 Fellibelgsvefjaþunganir á Íslandi árin 1991-2010 Ásdís Braga Guðjónsdóttir1, Jens A. Guðmundsson1, 2, Karl Ólafsson1,2, Kristrún R. Benediktsdóttir1,3, Reynir Tómas Geirsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2kvenna- og barnasviði Landspítala, 3rannsóknastofu meinafræðideildar Landspítala abg23@hi.is Inngangur: Fellibelgsvefjaþunganir (e. gestational trophoblastic di- seases, GTD) er hópur sjúkdóma sem eru tilkomnir vegna ofvaxta fylgjuvefs í kjölfar óeðlilegrar eða eðlilegrar þungunar. Algengasti sjúkdómurinn innan GTD er blöðruþungun (e. hydatidiform mole), þær skiptast í fullkomnar og ófullkomnar. Meðferð við blöðruþungunum felst í legtæmingu og eftirlit er gert með reglulegum mælingum á β-hCG hormóni í blóði. Fellibelgskrabbamein (e. choriocarcinoma) getur komið í kjölfar blöðruþungunar. Nýgengi þessara sjúkdóma hefur aldrei verið kannað á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra kvenna á Íslandi sem höfðu fengið viðeigandi greiningu á tímabilinu 1991 til 2010. Leitað var eftir greiningarnúmerum í gagnagrunni Landspítala og skráður var aldur kvenna við greiningu, vefjagrein- ingarsvar, fjöldi þungana, fjöldi fæðinga fyrir og eftir greiningu, með- göngulengd við greiningu, lengd eftirlits í vikum, athugað var hlutfall kvenna sem fengu lyfjameðferð með Methotrexate og afdrif þeirra. Niðurstöður: 165 tilfelli af blöðruþungunum fundust á rannsóknar- tímabilinu, þar af 34 fullkomnar, 112 ófullkomnar og 19 óskilgreind. Nýgengi blöðruþungana var 1,29/10000 konur á frjósemisskeiði á ári eða 19,2/10000 fæðingar á ári. Meðalaldur við greiningu var 29 ára. Skráð eftirlit var aðeins hjá 102 konum. Upplýsingar um eftirlit lá ekki fyrir í 38% tilvika. Aðeins þrjár konur voru greindar með fellibelgskrabbamein á 20 ára tímabili, tvær létust úr sjúkdómnum. Nýgengi er 0,024/10000 konur á frjósemisskeiði á ári og dánartíðnin er 0,016/10000 konur á frjósemisskeiði á ári. Ályktanir: Nýgengi blöðruþungana á Íslandi er sambærilegt við ná- grannalönd og aðrar Evrópuþjóðir. Sama gildir um nýgengi fellibelgs- krabbameins. Skráning meðferðar og eftirlits er ekki fullkomin. Þörf er á miðlægri skráningu á Íslandi. E 109 Eiturpróteinið Pasteurella multocida toxín í bakteríum einangruðum úr íslensku sauðfé Þorbjörg Einarsdóttir, Sigríður Hjartardóttir, Ólöf G. Sigurðardóttir, Einar Jörundsson, Vala Friðriksdóttir, Eggert Gunnarsson Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum thorbje@hi.is Inngangur: Pasteurella multocida toxín (PMT) er helsti meinvirkniþáttur P. multocida bakteríunnar. Algengt er að P. multocida bakteríur í svínum beri PMT genið (toxA), en talið er að bakteríur einangraðar úr öðrum dýrategundum beri það yfirleitt ekki. Þó eru til dæmi um að toxín- genið hafi verið greint í bakteríum úr fuglum, geitum, kindum og fleiri X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið 2011/97 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.