Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 46

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 46
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 46 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 en ekki var munur á milli hópa. Ekki var marktækur munur á verkjum við þrýstipróf á hásinum né í ómunarmælingum. Ályktanir: Þrýstinudd er nýtt og gagnlegt meðferðarform fyrir AT, metið með VISA-A-IS. Það skilar sambærilegum árangri og eksentrískar æfingar. Ekki bætir meðferðina að blanda meðferðarformum saman. Hreyfiferill í ökkla jókst sem bendir til minni vöðvastífleika í kálfavöðv- um. Verkir við þrýsting á hásinar og ómun breyttust ekki en verkjaupp- lifun einstaklinganna batnaði. Þetta gæti bent til að verkjaupplifun einstaklinga með AT hafi önnur upptök en frá skemmdinni í hásininni. E 123 Áhrif álagsléttandi hnéspelku Freyja Hálfdanardóttir¹, Þorvaldur Ingvarsson², Kristín Briem¹ ¹Rannsóknastofu í hreyfivísindum, læknadeild Háskóla Íslands, ²Össur ehf. frh8@hi.is Inngangur: Álagsléttandi hnéspelkur eru notaðar til að draga úr einkennum slitgigtar í hné. Ráðleggingar um hve mikið skuli nota slíkar spelkur eru að mestu byggðar á klínískri reynslu. Áhrif mismikillar notkunar hafa lítið verið rannsökuð, vísbendingar eru um að betri ár- angur náist með meiri notkun. Til að veita markvissa meðferð þarf að meta hverjir eru líklegir til að hafa gagn af spelkunni og hversu mikil notkun skal ráðlögð. Efniviður og aðferðir: Gerð var þrívíddar göngugreining ásamt mæl- ingu á vöðvavirkni kringum mjaðmaliði á 17 körlum við upphaf með- ferðar með UnloaderOne spelku vegna slits í miðlæga hluta hnjáliðar og aftur að fjórum vikum liðnum. Spelkunotkun hjá 13 þeirra var metin með iButton hitaskynjurum, færni og einkenni frá hné var metin með spurningalistum (KOOS og KOS-ADLS). Niðurstöður: Þátttakendum var skipt í Responder (R) og Nonresponder (NR) hópa samkvæmt skilgreiningu OARSI á klínískt marktækum breytingum á færni og einkennum á meðferðartímabilinu. Í upphafi rannsóknar var R-hópur með meiri færniskerðingu, einkenni og verki (p<0,001), í lok rannsóknartímabils var ekki munur milli hópanna á þessum þáttum. Hvorki fannst marktækur munur á daglegri notkun (klst/dag±SD) milli R (6,76±4,39) og NR (3,54±2,42) á fjögurra vikna tíma- bili né fylgni milli magns spelkunotkunar og hlutfallslegra breytinga á færni og einkennum. Ályktanir: Í upphafi var R-hópur með meiri færniskerðingu og verki og hafði því meira gagn af spelkunni, stærri rannsókn þarf til að greina hvaða þættir hafa forspárgildi um árangur. R-hópurinn virðist einnig hafa notað spelkuna meira þó sá munur sé ekki tölfræðilega marktækur. E 124 Streita og líðan starfsfólks á krepputímum Birna G. Flygenring1, Herdís Sveinsdóttir1,2 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Landspítala bgf@hi.is Inngangur: Niðurskurður og endurskipulagning á heilbrigðisstofnum í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 hefur haft í för með sér aukið vinnu- álag og streitu meðal hjúkrunarfræðinga sem hefur áhrif á heilsu þeirra og líðan í starfi. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða megindlega rannsókn með lýsandi könnunarsniði. Úrtak rannsóknarinnar náði til 221 hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða sem störfuðu á Kragasjúkrahúsunum vorið 2011. Póstsendur var spurningalisti sem auk bakgrunnsspurninga innihélt spurningar um starfsánægju, streitu, vinnuálag, heilsufar, sjálfsmetin áhrif kreppunnar 2008 og stuðning í starfi. Niðurstöður: Svörunin var 64,7% (n=143; hjúkrunarfræðingar=46%, sjúkraliðar=54%). Flestir þátttakenda (69%) voru eldri en 45 ára, voru í 50-90% starfshlutfalli (85%), störfuðu á lyf- eða handlækningadeildum og höfðu starfað í meira en 10 ár á núverandi stofnun. Þátttakendur fundu til talsverðrar streitu í starfi og fundu hjúkrunarfræðingar fyrir meiri heildarstreitu en sjúkraliðar. Áhrif kreppunnar á streitu í starfi voru mikil hjá 30,5% og á streitu í einkalífi hjá 22,1%. Ekki var munur á starfshópunum. Þau atriði sem spáðu mest fyrir um streitu voru; starfs- ánægja, líkamleg streitueinkenni, að íhuga að hætta núverandi starfi ef starf býðst á annarri stofnun, að komast ekki úr vinnu á réttum tíma vegna álags og áhrif kreppunnar á streitu í einkalífi. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að stjórnendur verða að vera meðvitaðir um að niðurskurður og endurskipulagning á heil- brigðisstofnunum getur haft neikvæð áhrif á vinnutengda streitu og líðan starfsmanna. Því er afar mikilvægt að þeir styðji markvisst við bakið á starfsfólki til að hafa jákvæð áhrif á þessu sviði. E 125 Recruitment in a family-partnership-based self-management nursing practice intervention Helga Jónsdóttir Hjúkrunarfræðideild, Háskóla Íslands og Landspítala Introduction: Recruitment in family nursing intervention studies is an on-going challenge. In a RCT, partnership-based self-management nursing practice intervention for families whose member has a beginn- ing chronic obstructive pulmonary disease (COPD), a theoretical fram- ework which had been developed for families whose member has an advanced disease, was modified and implemented in a primary care context. Research question: What are recruitment rates in the respective studies and what explains the difference between them? Methods and data: Exploratory descriptive design. A total of 291 individuals with a potential COPD were invited along with a family member. One fourth refused invitation and one third were excluded or dropped out with 41% entering the study. Of those entering the study one fourth were accompanied by a family member. About two thirds had COPD on GOLD stage I and II (n=82) while one third had GOLD stage III and IV (n=37). The drop-out rate of individuals with COPD was 16% while it was 40% for family members. Results: For half of the patients rejecting participation there was no expl- anation for the rejection. The main reason given was that patients with COPD didn’t want to have anybody joining them. Those who had quit smoking were more often accompanied by a family member compared to those who hadn’t quit. Conclusions: The high rejection rate of patients with COPD to partici- pate in a self-management study is similar to other studies. Recruitment of family members to intervention studies on COPD has not been described before. Explanations need to be sought. E 126 Implantabrýr í munni fatlaðs einstaklings Ellen Flosadóttir Tannlæknadeild Háskóla Íslands ef@hi.is Inngangur: Sjúklingurinn er lamaður í hægri helmingi líkamans í kjölfar mótorhjólaslyss. Hann tekur mikið af lyfjum sem hafa valdið munn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.