Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 72

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 72
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 72 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 fyrir varanlegum skaða af völdum súrefnisþurrðar. Enginn munur var á hópunum hvað varðar eftirlit og innlagnir á vökudeild. Ályktanir: Börnum í sitjandastöðu vegnaði betur í fæðingu ef fyrir- huguð var fæðing með valkeisara en ef fæðing var fyrirhuguð um leg- göng. Þau urðu síður fyrir súrefnisþurrð. Ef fæðing var fyrirhuguð um leggöng vegnaði þeim börnum þó einnig vel og þurftu ekki meira eftirlit eða meðferð og urðu ekki fyrir varanlegum skaða. Frekari rannsókna er þörf til þess að skera úr um hvaða fæðingarmáti er öruggastur við sitjandastöðu. V 47 Jákvætt IgE fyrir jarðhnetum og jarðhnetupróteinum í ImmunoCap prófi og tengsl við klínísk einkenni Helga Magnúsdóttir1,2, Anna Guðrún Viðarsdóttir2, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2, Michael Clausen3, María I. Gunnbjörnsdóttir4, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2ónæmisfræðideild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, 4göngudeild ofnæmissjúkdóma Landspítala veiga@lsh.is Inngangur: Jarðhnetuofnæmi er algengt og oft á tíðum hættulegt fæðuofnæmi. Jarðhnetupróteinin Ara-h-1, -2 og -3 eru meginofnæmis- vakarnir í jarðhnetum. Ara-h-8 er með sambærilega byggingu og Bet- v-1 sem er mikilvægur ofnæmisvaki í birki, og útskýrir mögulega jarð- hnetunæmi hjá einstaklingum með birkiofnæmi. Markmiðið var að meta hve stórt hlutfall þeirra einstaklinga sem eru með næmi fyrir jarðhnetum en ekki Ara-h-2 jarðhnetupróteini eru næmir fyrir birki (Bet-v-1-IgE). Einnig að skoða klíníska mynd einstaklinga með IgE gegn jarðhnetum og hvort þeir hafi farið í þolpróf fyrir jarðhnetum. Efniviður og aðferðir: Serumsýni frá 220 einstaklingum sem voru með jákvætt jarðhnetu-IgE á tímabilinu 01.11.11-01.12.13 voru notuð til að mæla með ImmunoCap aðferð, IgE gegn Ara-h-1, -2, -3 og -8, auk Bet-v- 1. Upplýsingar um aldur við blóðtöku, kyn, sögu um ofnæmissjúkdóma, fjölskyldusögu og niðurstöður húðprófa og þolprófa voru fengnar úr sjúkraskýrslum þriggja sjúkrahúsa og sérfræðingastofa í Reykjavík. Niðurstöður: Af 220 sýnum voru 52,3% neikvæð fyrir Ara-h-2-IgE. Af þeim voru 22,6% jákvæð fyrir Bet-v-1-IgE. Tólf af 220 einstaklingum höfðu farið í jarðhnetuþolpróf þar sem 9 voru með neikvætt próf. Í heild höfðu 71% einstaklinganna sögu um exem, 67% sögu um astma og 63% sögu um ofnæmiskvef. Þeir sem voru jákvæðir fyrir birki voru marktækt eldri, fleiri konur og höfðu frekar sögu um frjókorna-og/eða dýraofnæmi en þeir sem voru neikvæðir. Ályktanir: Helmingur þeirra sem mælast með ofnæmismótefni gegn jarðhnetum eru neikvæðir fyrir Ara-h-2 sem bendir til hættulítillar næm- inga. Að hluta gæti jákvætt jarðhnetupróf skýrst af loftbornu ofnæmi t.d. fyrir birki. Fæðuþolpróf, sem er stórlega vannýtt hérlendis, myndi skera úr um hvort þessir einstaklingar geti neytt jarðhneta. V 48 Fiskprótein í próteinstangir Sóley Ósk Einarsdóttir1, Margrét Geirsdóttir2 1Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, 2Matís soloein@gmail.com Inngangur: Markmið verkefnisins var að þróa nýja afurð, prótein- stangir, með fiskpróteinum og nýta þannig aukaafurðir fiskvinnslu og auka verðmæti fisksins. Fyrirtækið MPF á Íslandi hefur þróað aðferð við einangrun á fiskpróteinum með pH hliðrunarferli og frostþurrkun úr þorskroði og beinum. Eftirspurn eftir heilsufæði hefur aukist mikið síð- ustu ár og slíkar vörur eru að seljast á háu verði. Aðal umhugsunarefnið var að ná fram góðu bragði og áferð og að hafa nægt magn próteina í hverri stöng. Efniviður og aðferðir: Í rannsókninni voru þrjár mismunandi uppskrift- ir prófaðar. Sumar uppskriftir voru bakaðar í ofni en aðrar einungis frystar án bökunar. Athugað var hvaða áhrif mismunandi hitastig í ofni og mismunandi bökunartími myndi hafa. Farið var með eina uppskrift í neytendakönnun í Borgartún með þremur ólíkum samsetningum af próteinum, 1: 10% fiskprótein, 2: 10% undan- rennuduft og 3: 5% fiskprótein á móti 5% af fiskpróteinum. 80 manns tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöður: Uppskriftirnar komu misvel út. Uppskriftin sem var ekkert bökuð, eingungis fryst kom best út bragðlega séð samkvæmt óformlegri bragðprófun af starfsfólki í Matís. Fiskpróteinin brunnu í ofninum og það kom mikil fisklykt og bragð. Í neytendakönnun kom best út stöngin sem innihélt 10% undanrennuduft og ekkert fiskprótein. Stöngin sem innihélt 10% fiskprótein kom verst út og nokkrir nefndu fiskbragð í athugasemdum. Fiskpróteinið gefur alltaf fiskbragð sem erfitt er að fela og er ófyrirgefanlegt í vöru sem þessari. Ályktanir: Erfitt væri að markaðssetja þessa vöru þar sem hún þyrfti að geymast í kæli/frysti til þess að bragðið kæmi best út. Einnig þyrfti að ná að fela fiskbragðið alveg. V 49 Meningeal melanocytes in the mouse: Distribution and dependence on MITF Stefán Árni Hafsteinsson1,2, Diahann Atacho1,2, Veronique Delmas3, Lionel Larue3, Eiríkur Steingrímsson2, Petur Henry Petersen1 1Department of Anatomy, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Biochemistry and Molecular Biology, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Normal and Pathological Development of Melanocytes, Institute Curie stefan.hafsteinsson@gmail.com Introduction: Melanocytes are pigment producing cells derived from the neural crest. They are primarily found in the skin and hair follicles but also in other tissues including the choroid of the eye, the inner ear and the heart. Here we describe the distribution of melanocytes in the mouse meninges. Methods and data: C57BL/6J and Mitfmi-vga9 mice were examined for meningeal melanocytes after dissection. Meningeal melanocytes were further characterized using histochemical and immunohistochemical techniques. Results: Melanocytes can be found in six distinct areas in the meninges of wild type mice of the C57BL/6J strain: On top of the olfactory bulb, underneath the olfactory bulb, between the olfactory bulb and the cortex, anteriorly around the optic and trigeminal nerves, around the pterygopalantine and middle meningeal artery at their junction and between the cerebellum and the cortex. These cells depend on the master regulator of melanocyte development, MITF, since melanocytes are not present in any of the above areas in homozygous Mitfmi-vga9 mice, which lack MITF expression. In Mitfmi-vga9 heterozygous mice, fewer meningeal melanocytes were present underneath the olfactory bulb and between the olfactory bulb and the cortex. They were absent from other areas. Histochemical staining showed that the melanocytes are located in the subarachnoid space. Immunohistochemistry of B6-TYRc-2J/J mice shows that the meningeal melanocytes are positive for MITF. Conclusions: The location of meningeal melanocytes is consistent with the location of meningeal melanoma found in an NRAS driven mouse model for meningeal melanoma, supporting the claim that the neoplasms observed in this model are indeed primary neoplasms. The
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.