Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Qupperneq 74

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Qupperneq 74
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 74 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 Efniviður og aðferðir: Gagnasöfnun fór fram á Karolinska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi og gögn voru fengin úr sjúkraskrám þaðan. Farið var yfir öll beinmergssvör (N=1500) einstaklinga sem greindust með mergæxli á tímabilinu 2003-2011. Gerð var ferilrannsókn þar sem metið var algengi bandvefsmyndunar í beinmerg við greiningu mergæxlis. Sjúklingar með bandvefsmyndun voru paraðir við sjúklinga án bandvefsmyndunar af sama kyni, greiningarári og fæðingarári svo framarlega sem unnt var. Metin var lifun milli hópa með Kaplan- Meier- aðferð og Cox-líkani. Niðurstöður: Alls greindust 586 einstaklingar með mergæxli á Karolinska sjúkrahúsinu á árunum 2003-2011 en af þeim höfðu 223 (38%) bandvefsmyndun í beinmerg við greiningu. Borið saman við paraða sjúklinga án bandvefsmyndunar (N=217) höfðu sjúklingar með bandvefsmyndun marktækt verri lifun (p=0,0485). Munurinn var mestur hjá karlmönnum og sjúklingum yngri en 65 ára. Jafnframt voru lífs- horfur verri eftir því sem bandvefsmyndunin var meiri. Ályktanir: Bandvefsmyndun í beinmerg er algeng hjá sjúklingum með mergæxli og hefur slæm áhrif á horfur. Kanna þarf betur undirliggjandi ástæður þessa til dæmis svörun meðferðar, fylgikvilla og tengsl við aðra þætti sem hafa áhrif á horfur. V 54 Kítínasavirknimæling í heila- og mænuvökva Unnur Diljá Teitsdóttir1, Jón Snædal2, Pétur Henry Petersen1 1Rannsóknastofu í taugalíffræði, Lífvísindasetri Háskóla Íslands, 2öldrunarlækningadeild Landspítala udt1@hi.is Inngangur: Chitotriosidase (Chit1) er virkur kítínasi og er talinn hafa hlutverki að gegna í bólguviðbragði. Chit1 er aðallega seytt af átfrumum utan miðtaugakerfis og microglial frumum í heila. Nýlegar rannsóknir hafa gefið til kynna að mæling á virkni ensímsins í heila- og mænuvökva nýtist til forspár á framvindu sjúkdóma miðtaugakerfis á borð við Alzheimer. Markmið þessarar rannsóknar var tvenns konar. Annars vegar að staðfesta næmni og sértækni mælingaraðferðarinnar og hins vegar að kanna hvort greinilegs breytileika gæti í virkni ensímsins milli einstaklinga. Efniviður og aðferðir: Heila- og mænuvökvasýni komu frá þátttakend- um úr MCI rannsókn á vegum öldrunarlækningadeildar Landspítalans og leitað höfðu til Minnismóttöku.Virkni Chit1 var mæld með því að blanda 10 µl af hverju heila- og mænuvökvasýni saman við 100 µl af 0,022 mM 4-methylumbelliferyl β-D-N,N′,N”-triacetylchitotrioside í 0,1 M/0,2 M citrate/phosphate lausn (pH 5,2). Eftir 30 mínútna bið við 37 °C var efnahvarfið stoppað með 120 µl af 1 M glycine/NaOH lausn (pH 10,6) og flúorljómun mæld í ljósmæli (örvun: 360 nm, útgeislun: 450 nm). Niðurstöður: Efnahvarfið var línulegt eftir tíma og eyða mátti kítínasavirkni með hitun við 80 °C eða með samkeppnishindrum. Meðalensímvirkni í heila- og mænuvökva mældist 5,3 nmól/ml/klst, staðalfrávik 3,6 nmól/ml/klst og spönn gilda var á bilinu 1,1 - 10,6 nmól/ ml/klst. Ályktanir: Sértæk virkni Chitotriosidase ensímsins var mælanleg í heila- og mænuvökva, auk þess sem nokkur breytileiki mældist milli einstaklinga. Hér er um frumrannsókn að ræða en á grundvelli þessara niðurstaða er stefnt að frekari mælingum á ensíminu í lífsýnum úr ein- staklingum með minnisglöp ásamt öðrum sjúklingahópum. V 55 Umbótastarf og mat á gæðum heimahjúkrunar á Selfossi: Íhlutunarrannsókn Unnur Þormóðsdóttir1, Ingibjörg Hjaltadóttir2, Sólveig Ása Árnadóttir3 1Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands unnur@hsu.is Inngangur: Öldruðum fer fjölgandi ár frá ári og hefur þörfin fyrir þjón- ustu í heimahúsi aukist í takt við það. Krafan um að heilbrigðisstofnanir veiti gæðaþjónustu og fé sé vel varið er mikil og eykst stöðugt. Með tilkomu gæðavísa Resident assessment insturment – Home Care (RAI-HC) matstækisins opnast möguleikar á að meta gæði þjónustunnar hvernig má auka þau. Tilgangurinn var að rannsaka hvort hægt væri að hafa áhrif á gæði þjónustu með því að veita starfsfólki fræðslu sem unnin hafði verið fyrir matstækið . Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var megindleg íhlutunarrannsókn sem fylgdi fyrir- eftir rannsóknarsniði án samanburðarhóps. Gögnin voru byggð á upplýsingum úr RAI-HC gagnagrunninum frá 31 skjól- stæðingi heimahjúkrunar. Skoðaðar voru vísbendingar um gæði heimahjúkrunar, fyrir og eftir íhlutun. Starfsfólk tók þátt í ákvörðunum varðandi val á gæðavísum. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda í rannsókninni var 79,2 ár, lægsti aldur var 60 ár og hæsti aldur 94 ár, meirihlutinn var konur og bjuggu 51,6% einir. Meðaltími skjólstæðinga í heimahjúkrun var tvö ár og 5 mánuðir. Niðurstöður gáfu vísbendingar um að hægt væri að hafa áhrif á hluta gæðavísanna með fræðslu, eina marktæka niðurstaðan sem birt- ist var í tilfelli gæðavísisins algengi bylta. Hinir tveir gæðavísarnir sem íhlutun beindist sérstaklega að lækkuðu hlutfallslega þó að munurinn væri ekki marktækur. Sjö af þeim 10 gæðavísum sem íhlutun beindist ekki að sýndu vísbendingar um breytingar til hins betra. Ályktanir: Það virtust vera vísbendingar í gögnunum um að fræðsla hefði áhrif á gæði þjónustunnar til hins betra og hjálpaði til við umbótar- vinnu. Það var áhugavert að sjá að vísbendingar voru um að fræðslan hefði áhrif á aðra gæðavísa en hún beindist sérstaklega að. Starfsfólk var áhugasamt og vildi taka þátt og hafa áhrif á sína vinnu til hins betra. Niðurstöður gáfu vísbendingar sem gætu nýst fleiri heilsugæslu- stöðvum við sína umbótavinnu. V 56 Þróun á doxýcýklín hlaupi til meðferðar á sáramyndun í munnholi Venu Gopal Reddy Patlolla, Þórdís Kristmundsdóttir Lyfjafræðideild Háskóla Íslands vgr1@hi.is Inngangur: Sáramyndun í munnholi (recurrent aphthous somatitis) er vandmál sem hrjáir marga. Rannsóknir hafa sýnt að tetracýklín og afleiður þess hafa hemjandi virkni á matrix-metallópróteinasa ensím (MMP) sem eru hluti af bólgusvörun og taka einnig þátt í niðurbroti vefs í sárum. In vitro rannsóknir hafa sýnt að tetracýklínafleiðan dox- ýcýklín hemur MMP ensím við mun lægri styrk en þarf til að ná fram bakteríuhemjandi virkni lyfsins. Doxýcýklín hefur aðallega verið notað sem systemískt sýklalyf en nýlegar rannsóknir hafa beinst að staðbund- inni verkun lyfsins í munnholi gegn tannholdssjúkdómum. Doxýcýklín hefur takmarkað geymsluþol í lausn þar sem það oxast auðveldlega. Markmið verkefnisins var að þróa doxýcýklinlausn sem myndar hlaup á munnslímhúð (in situ hlaupmyndun) í þeim tilgangi að meðhöndla sár í munnholi. Miðað var við að lausnin væri stöðug við geymslu í a.m.k. 12 mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.