Læknaneminn - 01.09.1981, Page 25

Læknaneminn - 01.09.1981, Page 25
Mynd 4 sýnir á einjaldan hátt hvaða rœtur eru jyrir hvaSa sinaviSbrögð: M. delloideus C-5, M. brachialis C-5 + C-6, M. brachiorudialis C-6, M. triceps brachii. C-7. ræturnar eru 8, en cervical hryggjarliðirnir eru 7 talsins.) C-6 taugarót: Vöðvarnir deltoideus, brachioradials, biceps, triceps og extensorar, auk pronatora íramhandleggs. C-7 taugarót: Vöðvarnir triceps, extensorar og pro- natorar framhandleggs, stundum pectoralis maj- or (sjá jafnframt myndir 3, 4 og 5). Skemmdir í liðþófum á lumbal-svœði Af hverjum tíu sjúklingum með útliungun á lið- þófum eru níu með einkenni frá útbungun á lumbal- svæðinu. Hún er oftast milli hryggjarliða L-4 og L-5, eða milii L-5 og S-1 (u. þ. b. hlutfallið 2:3). 1 þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa nokkur alriði úr líffærafræðinni í huga. Fyrir neðan cervi- cal-svæði hryggjarins fer samnefnd taug út fyrir neðan samnefndan hryggjarlið, þannig að L-1 taug fer út fyrir neðan L-1 hryggjarlið o. s. frv. Mænan vex hægar en hryggsúlan, eftir að fóstrið hefur náð þriggja mánaða aidri. Hún endar í fullvöxnum ein- staklingi við neðri brún fyrsta lumbal hryggjarliðs. Þess vegna liggja taugaræturnar með sívaxandi halla niður á við í mænugöngunum. Allt frá því að fara nanasl lárétt út á eervical-svæðinu, í það að ferðast lóðrétl niður mænugöngin lil að fara út á viðeig- andi svæði (t. d. sacral taugarætur). Ef tekið er sem dæmi L-5 tugarót, þá kemur hún frá mænunni í hæð við bol fyrsta lumbal hryggjarliðs (sjá mynd 5). Hún fer síðan niður mænugöngin og út um foramen Mynd 5. AjstöSumynd aj lumbal-svœSi, séS frá hliS. intervertebrale milli L-5 og S-l hryggjarliða, sem þó liggur örlítið fyrir ofan liðþófann þarna á milli, þannig að L-5 rótin er farin út áður en komið er að liðþófanum milli L-5 og S-1 hryggjarliða. Þessi taugarót fer aftur á móti fram hjá liðþófanum milli L-4 og L-5 hryggjarliða, þannig að útbungun á þeim liðþófa getur þrýst á L-5 taugarótina. Utbungun á ákveðnum liðþófa á lumbal-svæði þrýstir því á taugarót sem fer út um foramen intervertebrale ein- um hryggjarlið neðar (sjá mynd 6). Þ. e. útbungun á liðþófa milli L-3 og L-4 þrýstir á rót L-4; útbung- un á liðþófa milli L-4 og L-5 þrýstir á rót L-5; út- bungun á liðþófa milli L-5 og S-1 þrýstir á rót S-l. Staðsetning útbungunar getur verið t. d. í dorsal miðlínu og náð að þrýsta á fleiri en eina taugarót sem þar fer fram hjá. Þrenging á foramen inter- vertebrale veldur aftur á móti þrýstingi á þá taugarót sem þar fer út. Hugtakið ischiaticus-verkur, eftir samnefndri taug, er oft notað yfir einkennin. Ischiaticus-verkur er verkur sem byrjar í mjóbaki og dreifist niður aftan- verðan ganglim, niður á ökla. Eykst við hósta, rembing og hnerra. Oft eru breytingar á vöðvum, húðskyni og sinaviðbrögðum. Einkennin koma venjulega hægfara. Aðdragand- inn er þá löng saga um verk í mjóbaki (lumbago). Algengasl er að útbungun á imbal-svæði komi i kjölfar einhvers áverka. Þá er oftast saga um snöggt álag, t. d. við að lyfta þungum hlut boginn í baki. læicnaneminn 23

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.