Læknaneminn - 01.09.1981, Síða 25

Læknaneminn - 01.09.1981, Síða 25
Mynd 4 sýnir á einjaldan hátt hvaða rœtur eru jyrir hvaSa sinaviSbrögð: M. delloideus C-5, M. brachialis C-5 + C-6, M. brachiorudialis C-6, M. triceps brachii. C-7. ræturnar eru 8, en cervical hryggjarliðirnir eru 7 talsins.) C-6 taugarót: Vöðvarnir deltoideus, brachioradials, biceps, triceps og extensorar, auk pronatora íramhandleggs. C-7 taugarót: Vöðvarnir triceps, extensorar og pro- natorar framhandleggs, stundum pectoralis maj- or (sjá jafnframt myndir 3, 4 og 5). Skemmdir í liðþófum á lumbal-svœði Af hverjum tíu sjúklingum með útliungun á lið- þófum eru níu með einkenni frá útbungun á lumbal- svæðinu. Hún er oftast milli hryggjarliða L-4 og L-5, eða milii L-5 og S-1 (u. þ. b. hlutfallið 2:3). 1 þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa nokkur alriði úr líffærafræðinni í huga. Fyrir neðan cervi- cal-svæði hryggjarins fer samnefnd taug út fyrir neðan samnefndan hryggjarlið, þannig að L-1 taug fer út fyrir neðan L-1 hryggjarlið o. s. frv. Mænan vex hægar en hryggsúlan, eftir að fóstrið hefur náð þriggja mánaða aidri. Hún endar í fullvöxnum ein- staklingi við neðri brún fyrsta lumbal hryggjarliðs. Þess vegna liggja taugaræturnar með sívaxandi halla niður á við í mænugöngunum. Allt frá því að fara nanasl lárétt út á eervical-svæðinu, í það að ferðast lóðrétl niður mænugöngin lil að fara út á viðeig- andi svæði (t. d. sacral taugarætur). Ef tekið er sem dæmi L-5 tugarót, þá kemur hún frá mænunni í hæð við bol fyrsta lumbal hryggjarliðs (sjá mynd 5). Hún fer síðan niður mænugöngin og út um foramen Mynd 5. AjstöSumynd aj lumbal-svœSi, séS frá hliS. intervertebrale milli L-5 og S-l hryggjarliða, sem þó liggur örlítið fyrir ofan liðþófann þarna á milli, þannig að L-5 rótin er farin út áður en komið er að liðþófanum milli L-5 og S-1 hryggjarliða. Þessi taugarót fer aftur á móti fram hjá liðþófanum milli L-4 og L-5 hryggjarliða, þannig að útbungun á þeim liðþófa getur þrýst á L-5 taugarótina. Utbungun á ákveðnum liðþófa á lumbal-svæði þrýstir því á taugarót sem fer út um foramen intervertebrale ein- um hryggjarlið neðar (sjá mynd 6). Þ. e. útbungun á liðþófa milli L-3 og L-4 þrýstir á rót L-4; útbung- un á liðþófa milli L-4 og L-5 þrýstir á rót L-5; út- bungun á liðþófa milli L-5 og S-1 þrýstir á rót S-l. Staðsetning útbungunar getur verið t. d. í dorsal miðlínu og náð að þrýsta á fleiri en eina taugarót sem þar fer fram hjá. Þrenging á foramen inter- vertebrale veldur aftur á móti þrýstingi á þá taugarót sem þar fer út. Hugtakið ischiaticus-verkur, eftir samnefndri taug, er oft notað yfir einkennin. Ischiaticus-verkur er verkur sem byrjar í mjóbaki og dreifist niður aftan- verðan ganglim, niður á ökla. Eykst við hósta, rembing og hnerra. Oft eru breytingar á vöðvum, húðskyni og sinaviðbrögðum. Einkennin koma venjulega hægfara. Aðdragand- inn er þá löng saga um verk í mjóbaki (lumbago). Algengasl er að útbungun á imbal-svæði komi i kjölfar einhvers áverka. Þá er oftast saga um snöggt álag, t. d. við að lyfta þungum hlut boginn í baki. læicnaneminn 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.