Úrval - 01.02.1967, Síða 48

Úrval - 01.02.1967, Síða 48
46 aðgerðir, geislaaðgerðir og áður þekkt lyf. Nú verður lítillega rakin sú þró- un, sem liggur að baki þessa bólu- efnis, sem menn binda vonir við þrátt fyrir allt. Einn er sá möguleiki, sem ásamt fjölmörgum öðrum hefur verið á baugi hjá vísindamönnum, sem fást við krabbameinsrannsóknir, að krabbamein sé veirusjúkdómur. Þeir sérfræðingar, sem hafa trúað, að veira sé sjúkdómsorsökin hafa unnið ötullega að því að sanna þá skoðun sína og margt komið í ljós við rannsóknir þeirra. Einn þeirra fréttamanna New York Times, sem fæst við að rita vísindafréttir, sagði nýlega: — Ef þú vilt vita, hvað er nýjast á baugi í krabbarannsóknum, þá skaltu ekki leggja leið þína á þing krabbameinssérfræðinga heldur í rannsóknarstofur þeirra, sem fóst við veirurannsóknir og lífefnafræði- rannsóknir." Þessir menn, sem álíta veiru valda sjúkdómnum, telja að krabba- veiran leynist í líkama mannsins, svo árum skipti og sé jafnvel arf- geng í því ástandi. Einstaklingur sem hefur þessa veiru fólgna í sér verður hennar ekki var árum sam- an og getur verið eðlilega heilbrigð- ur, þar til einn daginn, að þessi sofandi lífveira vaknar af dvalan- um og upphefur hinn banvæna vöxt sinn. Einhverskonar vaki, eins og til dæmis vindlingareykingar eða sót í borgum, geti verið að verki, þegar veiran hrekkur upp af dvalanum. Einnig geti vakinn verið illkynjuð veikindi af öðru tagi eða erting og ÚRVAL núningur eða taugaæsingur. Þegar veiran hefur verið vakin af dval- anum, byrjar hún eyðileggingar starf sitt og hættir ekki fyrr en hún hefur eyðilagt þann sem hýsir hana. Alyktunin, sem þessir menn draga af kenningu sinni er: Ef það reyn- ist rétt að veiran orsaki krabba- myndun, þá er sá möguleiki fyrir hendi, að hægt sé að mynda and- bóluefni við sjúkdómnum. Þessi ályktun er byggð á þeirri vísindalegu staðreynd, að í blóði sjúklinga, sem haldnir eru þekktum veirusjúkdómum myndast efni, sem sjúkdómnum valda og gera sjúkl- inginn ónæman fyrir sjúkdómnum. Þetta hefur verið þekkt stað- reynd alla tíð síðan enski læknir- inn, Edward Jenner fann upp bólu- efni gegn hlaupabólunni, árið 1796 og síðan hafa fundizt margskonar bóluefni, sem bjargað hafa fjölda mannslífa, og fengin eru úr dauðum eða veikum líffærum af völdum sjúkdómsins. Alkunn bóluefni af þessu tagi eru bóluefni við háls- bólgu, hundaæði, influensu, misl- ingum og lömun. Af hverju skyldi þá ekki vera hægt að uppgötva bóluefni gegn krabbameini, ef það er veirusjúk- dómur. Miklar og víðtækar rannsóknir hafa átt sér stað, sem fyrr segir til að sanna eða afsanna, að krabbi sé veirusj úkdómur og er of langt að rekja það hér. Að endingu ber að endurtaka það álit lækna, að enn sé of snemmt að gleðjast yfir því að fundið sé bólu- efni gegn krabbameini, en þrátt fyrir það sé full ástæða til að fylgj-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.