Úrval - 01.02.1967, Síða 51

Úrval - 01.02.1967, Síða 51
TÓNLISTARLÆKNINGAR FYRIR 49 ýmsum stöðum nýlega með þess- háttar geðlækningar. Það eru meira en tvö þúsund ár síðan Kínverjum var orðið það ljóst, að tónlist er manni holl og að hana má hafa til lækninga. Þetta stend- ur í gömlum kínverskum bókum frá upphafi tímatals okkar. Hið sama sögðu grískir og rómverskir læknEir, og gerðu þeir nánari grein fyrir þessu en hinir kínversku. Fylgjendirr Pyþagórasar vildu hreinsa likamann með lyfjum og sálina með tónlist. Þeir sömdu lög gagngert í þeim tilgangi að hafa til lækninga handa þeim sem trufl- azt höfðu á geðsmunum. Askle- píades, sem uppi var á annarri öld f. Kr., og brautryðjandi var í ýms- um greinum lækninga, hafði til þess tónlist og vín saman blandað, að lækna þá sem þjáðust af svefnleysi. Múhameð spámaður leit öðru vísi á tónlistina. Hann skoðaði hana sem verkfæri í hendi fjandans til að spilla mannfólkinu. En ekki eru allir fylgjendur hans á sama máli, né hafa verið, og þegar Arabía varð menningarmiðstöð og hafði tekið forustu í lækningum og læknis- fræði, komst tónlistin aftur til vegs og virðingar sem læknislyf. Á seytjándu öld kom upp dans- æðið mikla, tarantúludansinn, og fór sem logi yfir akur Suður-ítalíu. Sumir fræðimenn hafa álitið að þetta hafi verið faraldur svipaður liðagigt. En flestar líkur benda til þess að þetta hafi, að minnsta kosti að nokkru leyti, verið múgæði, og var haldið að þeir einir yrðu undir- orpnir þessu, sem bitnir hefðu ver- ið af tarantúlu. En tarantúla heit- ir könguló nokkur sem engum manni getur gert neitt mein. Dansinn átti að bæta ástandið, tar- antella, þessi fjörugi dans. Þannig átti ein tegund af múgsefjun að ráða bót á annarri, og munu sál- fræðingar nútímans kannast við eitthvað áþekkt, að því er snertir tónlistarlækningar. En bítilæði nú- tímans má fremur kallast að vera sprottið af tónlist bítlanna en að hún lækni það (né nokkuð annað). Hví skyldi nú þurfa á sérstakri tónlist að halda til geðlækninga, úr því hún er alls staðar til stað- ar, glymur í eyrum okkar úr öll- um áttum nótt og nýtan dag, svo engin leið er að verjast þessu: Það kemur frá transistortækjum, skemmtistöðum, kveður við um leið og við setjumst í bílinn, þagn- ar ekki í heimahúsum, o.s.frv., en samt er það svo að mjög fáir hlusta á þetta með nokkurri athygli, nema þá stund og stund. En jafnvel þó að vel væri hlustað, og jafnvel þó að maður tæki virkan þátt í tón- listinni, væri það ekki nein trygg- ing fyrir geðlækningum af völdum hennar. Sálarfræði tónlistarinnar hefur gaumgæfilega verið rannsökuð á síðustu árum. Margar gamlar hug- myndir um töframátt tónlistarinn- ar hafa reynzt rangar. í staðinn hafa komið nýjar kenningar um lækningamátt tónlistar, en þær eru lítið þekktar enn sem komið er og ekki viðurkenndar heldur. Hverjum geðsjúkum manni er mikil nauðsyn á lækningum, sem gagn sé að. H.u.b. helmingur allra sjúklinga, sem dveljast á sjúkra-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.