Úrval - 01.02.1967, Síða 53

Úrval - 01.02.1967, Síða 53
TÓNLISTARLÆKNINGAR FYRIR 51 til að laga sig eftir því sem að höndum ber. Það er eftirtektarvert hve fram- farir í sálgreiningalækningum eru hægar. Því kann að valda skortur á húsrými, tíma, mannafla og fjár- afla, en til að bæta úr því er ekkert líklegra en að taka hóp til með- ferðar í einu. Við handleiðslu sál- greiningalæknis kemst sjúklingur- inn til skilhings á sjálfum sér og að- stöðu sinni, og fær vitneskju um það hvernig á því stendur að hann mæt- ir erfiðleikum á ófullnægjandi hátt. Smátt og smátt fer honum svo að takast að laga sig eftir umhverfi sínu. Það er ákaflega seinlegt að lækna með þessari aðferð, og eftir því kostnaðarsamt, svo að full þörf er á að finna fljótvirkari og hagkvæm- ari aðferðir. En ekki dugir að taka marga til meðferðar í einu, því það mundi koma í veg fyrir að sjúkl- ingarnir segðu frá sínum leyndustu hugsunúm, en til þess er leikurinn gerður. Til þess að losa um mál- beinið hjá sjúklingum, og fá þá til að segja frá einkamálum sínum í viðurvist ókunnugra, hefur verið reynt að nota sérstaka tegund af lækningum með tilhjálp tónlistar. Sjúklingarnir eru látnir hitta lækni sinn vikulega og margir í einu og hlusta á þá tónlist sem þeir hafa ekki heyrt áður og ekki nema í þrjár eða fjórar mínútur í einu. Síðan eru þeir spurðir hvað þeim hafi fundizt um þetta. Þeir eru óragir að leysa frá skjóðunni, en svörin eru að jafnaði lituð af lífsreynslu hvers einstaks, viðhorfum og lunderni. Það er hlutverk læknisins að finna af tali þeirra hvað þeim er niðri fyrir, og ganga þar á lagið seinna með það fyrir augum að finna hvað amar að. Þessháttar geðsjúkdómalækning- ar eru ekki orðnar almennar, en ég hef fylgzt gaumgæfilega með þró- un þeirra. Þær stuðla að því að auð- velda sjálfa lækninguna, eins og ég hef tekið fram, og ég vona að þeim aukist brátt almennt fylgi. En svo eru til aðrar tegundir af lækningum geðsjúkra með þessum hætti, sem eru allrar athygli verðar. T.d. mundi mega létta lífið mörgum gömlum manni, sem dvelst á tauga- eða geðsjúkdómahæli með því að flytja þeim tónlist þannig að þeir taki eftir. Þessir menn þarfnast á- kaflega sárt einhvers sem lyftir þeim upp úr sinnuleysismókinu, ella er hætt við að þeir verði að fullkomnum aumingjum. Ekki tekst alltaf að fá þá til að taka eftir því sem nýtt er, en flestir þekkja eldri tónlist að einhverju leyti. Þessi gömlu lög sem þeir kunna og geta tekið undir, eru til valin, áður en varir eru þeir sjálfir farnir að syngja. Við það örvast andardráttur- inn og lungun hreinsast og styrkj- ast, auk þeirrar gleði sem það kann að veita, að taka þátt í söng með öðru fólki. Ung börn þarfnast líka tónlistar, en hvernig og hverrar, það er ekki fyllilega rannsakað enn. Bráðgáfuð börn geta oft haft fullt gagn af tón- list og einnig iðkað hana, en sjaldan geta þau leikið í hljómsveit. Þeim þykir gaman að berja bumbur og annað álíka. Sum börn geta samt lært að fara með vandasamari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.