Úrval - 01.02.1967, Page 59

Úrval - 01.02.1967, Page 59
PERÚ 57 verið vaktir af aldasvefni með flug- samgöngum. GRIÐNÍÐINGURINN PÍZARRÓ. Ferðalangurinn getur fengið sér bað í brimgarðinum við Líma um tíuleytið, og verið þó kominn hærra upp í fjöllin á bíl sínum en hæstu Alpafjöll um hádegið. Það er stór- lega áhrifamikið að fara leiðina frá Líma „upp brekkuna" í bifreið eða járnbrautarlest. Það er ekið eftir blágráu slitlagi vegarins um jarðgöng og fjallaskörð, þar sem bert bergið blasir við í hinum fjöl- breyttustu litum. Það sem þarna rík- ir er einhver ómælanlegur og hrjóstrugur tómleiki, svo að það er eins og maður sé kominn á ein- hverja tunglslega auðn með ryð- brunnu grjóti. Á einum 140 km. akstri er komizt upp í um 5000 metra hæð. Þeim sem fer út úr vagninum þarna á háfjallinu, og ætlar að rétta úr sér eða ganga lít- inn spöl mun verða nóg boðið, því að ógurlegur hávaði mun þá drynja fyrir eyrum hans — vegna loft- þyngdarbreytingarinnar, sem verk- ar svona á eyrun. Hérna uppi á háfjöllum Perú, bjuggu Inkar á blómaskeiði sínu á 12. öld, tengdu saman ríki sitt með steinlögðum vegum, og reistu mannvirki eins og hinn mikilfeng- lega kastala í Machu Pichu, en hann er sambærilegur við pýramida Egyptalands. Þegar Inkaríkið stóð í sem mestum blóma, var það að flatarmáli á við þriðjung Banda- ríkjanna, og eftir því sem margir telja, voru íbúarnir allt að 12 millj- ónir. Inkar höfðu ekki ritmál og skildu ekki eftir sig ritaðar heimildir, en þeir voru einhverjir hinir snjöllustu skipuleggj arar, sem uppi hafa verið. Þriðjungur af uppskerunni fór til guðsins, þriðjungur til ríkisins, þriðjungur til þeirra sem unnu, og matarforði var geymdur í sérstök- um birgðastöðvum til þess að grípa til ef uppskerubrestur yrði. Lítið var um fátækt og engin ör- birgð. Inkar voru ógrimmari en Aztekar og Indíánar, og tíðkuðu ekki mannablót. Inkahöfðinginn æðsti var talinn sonur sólarinnar, líkt og keisararnir í Japan. Síðasti höfðinginn yfir veldi Inka var Atahualpa. Þegar Pízarró og spönsku Konkvistadorarnir komu til landsins 1532, náðu þeir Atahualpa á sitt vald, en lofuðu honum frelsi ef hann léti fylla fyrir þá fullt her- bergi af gulli og silfri. Hann gerði það — og lét Pízarró þá óðara myrða hann. Pízarró var morðhundur, en það verður að dást að framkvæmd hans á herferðinni. Hann vann Inkaríkið með 180 mönnum og 27 hrossum. UPPI Á HÁLENDINU. Hin forna höfuðborg Inkalýðveld- isins, Cuzco, er í dal milli hárra fjalla og í nærri 4000 metra hæð. Hún er frægust að fornminjum allra borga í Suðurameríku. Hvarvetna sjást hálfhrundir steinveggir frá tímum Inka. Inkar byggðu úr afar- stórum tilhöggnum steinum, án þess að nota nokkurskonar steinlím, að því bezt verður vitað. Samt falla hleðslusteinarnir svo vel saman, að jafnvel nú á dögum gengur ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.