Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 66

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 66
64 ÚRVAL án afláts, og aðferðirnar eru alltaf að batna, og nýjar aðferðir finn- ast. Og er því engin furða þó að eitthvað hljóti undan að láta (nema að því er snertir sígarettureykj- endur). Bezta ráðið er samt að finna sjúkdóminn í byrjun, og mxm ætíð verða. Þegar krabbamein er farið að vaxa, er miklu, miklu verra við það að ráða. Að því verður aldrei of vel gætt. Margir aðrir sjúkdómar eru nú ýmist horfnir eða ekki orðnir jafn hættulegir og algengir og áður var, og valda því hin ágætu læknislyf, sem fundizt hafa á síðustu áratug- inn, og framfarir í meðferð sjúkra, eftirlit með farsóttum, o.fl. Við sjá- um að hverju gagni þessi nýju efni koma, en vitum minna um það, hverjar hættur kunna að fylgja þeim. Efni sem höfð eru til varð- veizlu matvæla, htirnir, sem þau eru lituð með, bleikiefnin, sem sett eru í hveiti, reykurinn af dieselvélaolíu, efni sem drepa illgresi, allt berst þetta inn í líkamann og situr þar. Enginn veit enn með vissu nema þetta geti unnið tjón. Til þess að allir geti haft næg matvæli allt árið, verður ekki hjá því komizt að geyma þau um lengri eða skemmri tíma. En við þetta fer ýmislegt forgörðum, sem hollusta er að. Við þessu verður ekki gert, og þá er líka unnt að flytja þurr- mjólk til Norðurpólsins, og niður- soðna steik til heitra landa, og hafa freðnar baunir og niðursoðna ávexti allt árið. Þannig er þessu varið, en auk þess er stundum of mikið að því gert að fara svona með matvæli. Stundum ráða því gróðasjónarmið, stundum vondur ávani. Englending- ar eru fastheldnir við siði sína. Ef þeim er sagt að hætta að reykja éða breyta mataræðinu, munu þeir heimta skýrar sannanir fyrir því að þetta sé þeim hollara. Við skuium taka dæmi af brauði. Ekki er ýkja langt síðan hýði var látið fylgja með þegar korn var malað, og brauð síðan bökuð úr þessu eins og það kom fyrir. En svo var farið að sigta hýðið frá, þannig að eftir varð áttatíu og fimm af hundraði af upphaflegri þyngd, og enn var bragðið líkt og af hveiti, sem ekkert hafði verið tekið úr. Þá datt einhverjum það snjallræði í hug, að sigta hveitið enn betur, og taka allt úr því nema sterkjuna, og ríka fólkinu þótti þetta fyrirtaks fínn matur og sér samboðinn. Mal- arar og bakarar urðu þess svo var- ir, að þetta hvíta hveiti hélt sér miklu betur en hið ósigtaða. Engin skordýr leituðu í það, og ekki vildi það mygla, og rottur litu ekki við því, enda drápust þær ef þær neyddust til að éta það eintómt. Til þess að geyma óafhýtt korn þurfti að hafa rottuheldar hlöður, kornið varð að vera hreint, eng- inn raki mátti koma að því og ekki mátti vera heitt á því. Þetta var kostnaðarsamt. Og tóku nú tízka og gróðahyggja höndum saman um að framleiða og hafa til sölu hvítt hveiti, sem öll vítamín, fita, járn og dýrmæt eggjahvítuefni höfðu verið tekin úr. Hvað hlauzt svo af þessu? Fyrir- ir 1939 úði og grúði í lækningablöð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.