Úrval - 01.02.1967, Qupperneq 74

Úrval - 01.02.1967, Qupperneq 74
72 ÚRVAIi unarinnar." Það kom þeim fulltrú- unum á óvart, hve lítið varð um andmæli. Margir foreldrar viku sér að þeim og sögðust sjálfir gjarnan hafa viljað veita börnum sínum þessa fræðslu, en átt erfitt með að koma orðum að því við þau. Þegar kom fram á árið 1964 voru margir unglingaskólar í Los Angel- es svæðinu farnir að veita fræðslu um samræðissjúkdóma. Og nú er svo komið, að nálega allir slíkir skólar þar veita hana á stuttum námskeið- um. Hver skyldi árangurinn vera? Hann er sá, að á árunum 1964 til 65 lækkaði smitunartalan um nærri þriðjung meðal ungmenna í Los Angeles, samtímis því sem hún fór síhækkandi annarsstaðar. Og síðan 1963, að byrjað var á fræðslunni, hefur smitun unglingana í Los Ang- elesvsæðinu lækkað um 58 af hundraði. DÝRKEYPT AÐGERÐARLEYSI. Annar mikilsverður árangur fræðslunnar var sá, að unglingarn- ar, sem sýktust, leituðu læknis miklu fyrr en áður, og gat það oft flýtt fyrir lækningum. Pilt- ur nokkur 17 ára gamall kom til læknis á öðrum degi eftir að fyrstu einkenna varð vart, en það var viku eftir að hann hafði verið með „skvísu“, sem býsna lítið taaumhald hafði á sér. Það kom í ljós, eftir því sem Lugar sagði, að stúlkan hafði verið með þremur þess á milli. Hefði pilturinn látið þetta dragast eins lengi og meðal- talið árið 1962 var, þá hefði þessi sama stúlka líklega náð að smita fjóra til viðbótar. Skyldu nú þessar breytingar hafa getað verið tilviljunarkenndar eða stafað af öðrum orsökum en fræðsl- unni? Til þess að komast eftir því, var farið yfir skýrslur af öllu Los Angeles landssvæðinu og borið sam- an við niðurstöður þeirra tveggja borga, sem neitað höfðu upp- fræðslutillögunum. í Pasadena, en þar höfðu andstæðingar tillagnanna ýmist haldið því fram að ungling- unum mundi verða of mikið um þetta eða það mundi ala á lausung, fimmfaldaðist smitunartalan frá 1964 til 1965. í Long Beach sjöfald- aðist hún. Sumir sem eru á móti fræðsl- unni, bera því við, að unglingarnir muni hvorki kæra sig um hana né muna það, sem þeim er kennt. Stað- reyndirnar tala öðru máli. Heil- brigðismálaráðunautar komu ný- lega upp „fræðsluborði“ um þessi mál á sýningu þar sem mikill fjöldi unglinga kom. Á einni viku þyrptust 300.000 að fræðsluborðinu. Þúsundir þeirra fengu spurningalista um sam- ræðissj úkdóma. Þeir sem höfðu notið fræðslunn- ar sýndu, að þeir höfðu ekki týnt henni niður, því að 80—90 af hundr- aði svöruðu aðalspurningunum rétt. En af þeim, sem ekki höfðu notið skólafræðslu, vissi aðeins fimmti hver, að blóðrannsókn gæti skorið úr um sárasóttarsýkingu, ekki full- ur þriðjungur vissi, að eftir nokk- urn tíma mundu hin ytri einkenni hverfa, en sjúklingurinn vera hættulega veikur eftir sem áður, og meir en helmingur hélt að algengt væri, að menn smituðust á almenn- ingssalernum og af handklæðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.