Úrval - 01.02.1967, Page 105

Úrval - 01.02.1967, Page 105
HLAUPTU BURT, LITLA STÚLKA 103 hafa líka sínar sérstöku þarfir og vandamál. Hvernig geta foreldrar fórnað allri fjölskyldunni vegna eins barns, sem illa er á vegi statt?“ „Sé eitthvert barn innan fjöl- skyldunnar illa á vegi statt, sé það sært og í nauðum statt“, svarið hr. Doman, “er öll fjölskyldan þeg- ar í nauðum stödd. Reynist unnt að lækna hið nauðstadda barn og koma því til heilsu, verður öll fjölskyld- an jafnframt heiibrigðari á allan hátt. Getið þið gefið hinum börnun- um ykkar stærri gjöf en þá að veita þeim tækifæri til að skapa bróður eða systur skilyrði til þess að lifa hamingjusömu lífi?“ Sama hugsunin bjó í hug okkar þriggja, er við yfirgáfum salinn. Debbie yrði aðalstjarna Doman- stofnunarinnar, ef velgengni okkar byggist á því, að við legðum fram alla orku okkar og óskipta krafta í þessari tilraun. Geysilegt átak .... og lojorð. Þegar við fórum í þriðju heim- sóknina til stofnunarinnar, urðum við vör við, að andrúmsloftið var skyndilega orðið allt annað. í tveim fyrstu heimsóknunum höfðu allir foreldrarnir verið svo algerlega bundnir hugsuninni um, hverja batamöguleika þeirra eigin börn hefðu, að þeir gerðu sér alls enga grein fyrir vandamálum allra hinna foreldranna. Þeir skynjuðu þau varla. Nú vorum við öll á sama báti og stefndum að nýju takmarki. Við óskuðum hvert öðru alls hins bezta í því efni af heilum hug. Debbie hélt sér dauðahaldi í háls mér með litlum fingrum, sem voru krepptir af taugaæsingi, þegar við gengum inn í viðtalsherbergið. Starfsstúlka ein kastaði á okkur kveðju og rétti okkur spjald, sem á átti að færast allt, er snerti þjálf- un og þroskaaukningu Debbie. „Þetta verður nokkurskonar „markatafla“ Debbie litlu, meðan á þjálfuninni stendur", útskýrði hún. „Þarna getur að líta nokkurs konar vog, þar sem annars vegar er um að ræða raunverulegan aldur barns- ins, en hins vegar er borinn saman við hann sá aldur, sem kalla mætti þroskaaldur taugakerfis hennar. Miðað við hinn raunverulega aldur Debbie, sem er 33 mánuðir, er hann aðeins 24 mánuðir. Mesti vanþroski hennar er á hreyfisviðinu, en hvað snerti þann þátt þroskaaldurs tauga- kerfis hennar, er hún aðeins 8 vikna. Markmið okkar með þessari þjálf- un er að samhæfa smám saman þroskaaldur taugakerfisins raun- verulegum aldri hennar á öllum sviðum heilastarfseminnar. Nú eig- ið þið að fara með Debbie til ým- issa þjálfunarsérfræðinga, og þeir munu hver um sig skýra nánar fyrir ykkur, hvað gera skal til þess að beina hinum ýmsu þáttum þroska hennar að þessu marki.“ Debbie hafði „fengið góða eink- unn“ á tveim sviðum heilastarfsem- innar, þ.e. hvað snerti mál og snerti- skyn. Nú átti ég fyrst og fremst að lesa fyrir hana og tala við hana til þess að auka málgetu hennar og málskilning og veita henni jafn- framt næg tækifæri til þess að tala við aðra. Til þess að styrkja snertiskyn hennar og getu á því sviði, átti ég að setja nokkra smá-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.