Úrval - 01.02.1967, Side 112

Úrval - 01.02.1967, Side 112
110 Það var einfaldara að fá Debbie til þess að vera á grúfu en ég hafði búizt við. í fyrsta skipti sem Debbie velti sér á bakið, velti ég henni aft- ur á grúfu. „Þú mátt ekki velta þér við“, sagði ég ákveðinni röddu. Debbie velti sér þá strax við og skellihló. Ég tók þá mælistiku og batt hana við bakið á henni. „Ég vil ekki hafa þetta“, sagði Debbie kvörtunarrómi. „Taktu þetta af mér.“ Ég gerði tilraun til þess að út- skýra þetta fyrir henni og sagði: „Debbie, ég festi spýtuna á þig, til þess að þú mundir ekki velta þér á bakið. Ef þú ert kyrr á grúfu, þurfum við enga spýtu.“ Og hið furðanlega gerðist. Debbie lét und- an. Hún var ánægð yfir því að losna við mælistikuna, og hún hætti að velta sér á bakið. Og innan viku hafði Debbie lærzt að taka þjálfuninni án möglunar. Nokkrar vinkonur mínar skruppu til mín til þess að hjálpa mér, og June systir mín var alltaf hjá mér með annan fótinn. Debbie naut allr- ar þessar eftirtektar og umhyggju í ríkum mæli og sýndi vaxandi á- huga á því, sem fram fór. Þegar Bob kom aftur í heimsókn til okkar í vikulokin, var hann alveg furðulostinn yfir árangrinum. „Já, þessi litla dama hefur sannarlega skipt um skoðun“, sagði hann. „Hvernig tókst þér að vekja áhuga hennar á þessari þjálfunarhug- mynd?“ „Ég býst við, að hún hafi bara séð, að geti maður ekki ráðið við andstæðinga sína, verður maður IJRVAL bara að ganga í lið með þeim“, svaraði ég. Fagnaðarefni. Við höfðum ákveðið að eyða heil- um mánuði í leyfi í bænum Green- brier í Vestur-Virginíufylki, áður en þjálfun Debbie hófst. En fyrstu þrjár vikurnar þar voru samt mjög erfiðar. Við vorum ekki fyrr búin að slengja frá okkur farangrinum, en börnin voru þotin af stað upp næsta fjallastíg, en ég var skilin eftir með Debbie. Mig langaði til að þjóta á eftir þeim. Mig langaði til þess að gleyma allri þjálfun. Mig langaði til þess að verða áhyggju- laust barn, sem eltir risafiðrildi upp fjallshlíð. Og ég tók að efast um árangurinn af þjálfuninni, er ég tók til að æfa Debbie í litla sumarhúsinu, sem við höfðum tekið á leigu. Hvaða sann- anir hafði ég fyrir því, að allt gengi vel og einhver árangur yrði af þessu? Og jafnvel þótt svo yrði, mundi ég hafa þrek og þolinmæði til þess að halda þessu áfram átta tíma á dag alla sjö daga vikunnar, einnig alla hátíðisdaga og hvern dag hvers einasta sumarleyfis? Fyrsta starfsvika okkar Debbie var nú á enda, og samt var ég nú þegar útauguð og líkt og yfirbuguð, eins og ég væri þegar búin að bíða ó- sigur. Og hvernig yrði þetta þá eftir margra mánaða stöðugt starf .... jafnvel margra ára strit? Þetta ástand mitt vildi ekki lag- ast, heldur fór það síversnandi allt sumarið. Vonbrigði mín vegna þess- arar afstöðu minnar gerðu það að verkum, að ég varð uppstökk gagn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.