Úrval - 01.02.1967, Page 113

Úrval - 01.02.1967, Page 113
HLAUPTU BURT, LITLA STÚLKA vart börnunum. Ég gagnrýndi þjálf- unaraðferðir þeirra, þótt ég vissi, að þau væru að gera sitt bezta. Ég hundskammaði þau fyrir að koma seint heim, þótt mér væri fullkunn- ugt um töfra fjallastíga. Ég hafnaði boði þeirra að vera heima hjá Debbie, svo ég gæti farið eitthvað, og svo kom ég því til leiðar, að þau fundu til sektarkenndar fyrir að hafa farið burt frá mér. En viðhorf mitt gerbreyttist, þeg- ar foreldrar mínir komu til okkar til vikudvalar. Þau voru alveg him- inlifandi, þegar þau sáu Debbie. „Hún lítur alveg stórkostlega út!“ hrópaði pabbi og kastaði henni upp í loftið. „Hryggur hennar er styrk- ari, hún er ekki nærri eins rang- eygð, og heyrið þið bara, hvað rödd hennar er hærri og styrkari." Ég hafði í rauninni ekki vikið hársbreidd frá Debbie allan þenn- an tíma og hafði því ekki tekið eftir þessum breytingum, en mamma og pabbi voru alveg stór- hrifin. Þau báðu Mike að kenna sér þjálfunaræfingarnar og voru tímun- um saman að æfa sig á þeim. Og héldu áfram að lýs undrun sinni og gleði vegna framfara Debbie. Hrifning þeirra og áhugi var smitandi. Fjöllin gæddust tign að nýju, grenitrén ilmuðu yndislega og þjálfunarkerfið varð að stórkostleg- ustu hugmynd allrar tuttugustu aldarinnar. Síðasta daginn, sem við dvöldum í kofanum, urðum við svo önnum kafin við að ganga frá öllum hinum geysilega farangri okkar, að Debbie var skilin ein eftir úti á miðju gólfi og látin sjá um sig sjálf. 111 Allt í einu hrópuðu þær mamma og Betty báðar samstundis: „Lítið á Debbie! Hver lét hana setjast upp?“ Okkur til mikillar furðu svaraði enginn þessari spurningu. Við spurðum börnin hvert af öðru. Þau höfðu alls ekki snert við henni. „Ég settist sjálf upp“, tilkynnti Debbie þá skyndilega með stolti 1 röddinni. Og sumardvöl okkar í fjöllunum lauk þannig með fögnuði. Stór, rauð orð. Það hafði verið ákveðið, að við færum með Debbie til Domanstofn- unarinnar á tveggja mánaða fresti. Og nú var kominn tími til þess að halda þangað aftur. En nú var andrúmsloftið þar sannarlega breytt til hins betra. Sérhverju barnanna hafði farið fram, og allir foreldrarn- ir voru alveg ólmir í að sýna það svart á hvítu, að það miðaði á- fram. Strax og við komum inn í bið- stofuna, settum við Mike Debbie litlu á gólfið hjá tveim öðrum börn- um, og hún mjakaði sér yfir til þeirra og fór að leika sér við þau án alls hiks. í fyrstu ýttu þau öll brunabíl fram og aftur og töluðu í brotinn síma, en svo kom Debbie auga á tuskubrúðu undir stólnum og dró hana til sín. Og skyndilega fóru allir foreldrarnir að hlægja. Börnin þrjú höfðu raðað sér kring- um tuskubrúðuna og voru að þjálfa hana af mesta kappi. Á þessum tveim mánuðum, frá ágúst til október, hafði þroskaald- ur taugakerfis Debbie aukizt um heila fimm mánuði. Bilið hafði sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.