Úrval - 01.02.1967, Síða 128

Úrval - 01.02.1967, Síða 128
126 ÚRVAL En samt var sá dagur dýrlegastur þeirra allra, þegar við flugum heim aftur. Þegar ég horfði í andlit harn- anna hvert af öðru við heimkom- una, fann ég bæði til djúprar gleði og öryggiskenndar. Jú, þau höfðu verið ósköp einmana, en þeim hafði gengið alveg prýðilega án okkar hjálpar! Það hvarflaði að mér hugs- un sem leiftur. Hinzta markmið allra foreldra er að þurrka að síð- ustu út foreldrahlutverk sitt. En ég hafði ekki langan tíma til heim- spekilegra hugsana, því að yfir mig helltist heill hafsjór af kossum, faðmlögum, spurningum og frá- sögnum. Kannske hafði börnunum gengið ágætlega án okkar, en það var samt alveg dásamlegt að vera kominn heim aftur! „HLAUPTU BURT, LITLA STÚLKA!“ Það, sem ég hefði helzt haft þörf fyrir næstu dagana, hefðu verið þrenn aukaeyru. Öll börnin höfðu safnað heilmiklum birgðum af frá- sögnum og spurningum, og þau létu dæluna ganga allan daginn. Að lokum tókst mér að friða þau sem allra snöggvast, svo að mér gæfist tækifæri til þess að hringja í nýja kennarann hennar Debbie í leik- skólanum. „Hvernig gengur Debbie í skólanum?" spurði ég, þegar ég hafði rétt aðeins gefið mér tíma til þess að kasta á hana kveðju. „Debbie gengur vel,“ svaraði frú Weisman, „en hún hefur skapað heilmikið vandamál hjá okkur.“ Vandamál?" spurði ég mjög kvíðin. „Já, alvarlegt vandamál," svaraði frú Weisman, en ég greint glettn- ina í rödd hennar. „Allir drengirn- ir og telpurnar berjast blátt áfram um hana.“ Ég var enn ekki búin að hlusta á allar frásagnirnar, þegar tími var kominn til að fara með Debbie norður til Philadelphiu, því að nú var kominn október. Þegar við mamma stigum upp í flugvélina, þá freistaðist ég jafnvel alls ekki til þess að tala um Debbie sem „litla barnið“. Hún var í blárri dragt, með samlita skó og veski og hárið greitt frá enninu, en yfir það var síðan bundið höfuðbandi. Hún leit út eins og lítil dama. Debbie stóð sig stórkostlega við allar prófanirnar. Hún las sögu með svipuðum árangri og 10 ára barn, tíndi leiftursnöggt smápeninga upp af gólfinu, skreið á maganum og fjórum fótum af miklum krafti, og sjónin reyndist framar öllum von- um. Glenn Doman var ekki í bæn- um, og því kom.dr. Rosalise Wilkin- son nú í hans stað, þegar meta skyldi að lokum niðurstöður allra athug- ananna. „Magaskriðið veitir Debbie ekki lengur nægilega þjálfun og hreyfingu fyrir fæturna," sagði hún. „Festið dálítið af trépinnum í maga- skriðkassann hennar, svo að hún geti notað þá til þess að spyrna kröftulegar í.“ Dr. Wilkinson var ekki heldur vel ánægð með skrið hennar á fjórum fótum. „Hún snýr höndunum enn of mikið inn á við og er ekki nærri nógu stöðug.“ Ég fann vonbrigðin heltaka mig. En svo bað dr. Wilkinson mig skyndilega um að reyna að láta Debbie standa. „Er það mögulegt?"
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.