Úrval - 01.02.1967, Side 130

Úrval - 01.02.1967, Side 130
128 ÚRVAL fullkomlega læknaðan „athetoid“- sjúkling. En nú þegar ég skrifa þessi orð, þá er ég farin að berjast gegn þess- um úrskurði af öllu afli. Ég minn- ist þess, sem hr. Doman sagði, er við hittumst fyrst: „Markmið þessarar þjálfunar er ekki dálítið heilbrigðara barn, ekki næstum því heibrigt barn, heldur fullkomlega heilbrigt barn. Þegar þú lætur innrita Debbie í fyrsta bekk barnaskólans, verður ekki nauðsynlegt fyrir kennarann að fá að vita, að þar sé um að ræða heila- skaddað barn.“ Hr. Doman hefur gert áætlun um framtíð henni til handa, sem tekur langt fram okkar innilegustu bæn- um. í byrjun trúðum við ekki á áætlun hans. En Debbie varð sí- fellt sterkari og heilbrigðari hverja vikuna af annarri, hvern mánuð- inn af öðrum, og í hjörtum okkar tók að fæðast draumur. Við vitum, að einhvern tímann mun draumur þessi rætast. Einhvern tímann mun- um við segja við Debbie: „Hlauptu burt, litla stúlka!“ Og hún mun rísa upp og standa stöðug ...... og hún mun hlaupa. Maður einn var ákærður fyrir árás og líkamsmeiðsl. Við yfirheyrsl- urnar hélt hann því statt og stöðugt fram, að hann hefði aðeins „ýtt svolítið við“ fórnardýrinu. „Og hve fast?“ spurði sækjandinn. „O, bara svolítið." „Einmitt það“, sagði sækjandinn. „Ein vilduð þér þá ekki stiga hérna fram og sýna dómaranum og kviðdómendum, hvað þér eigið við með orðunum „bara svolítið". Ég skal leika fórnarlambið.11 Hinn ákærði gerði sem fyrir hann var lagt og nálgaðist sækjandann. Þegar hann var kominn fast að honum, hófst hann handa, og áheyr- endur voru alveg furðulostnir, er þeir sáu hann berja lögfræðinginn í andlitið hvað eftir annað, hefja hann síðan á loft og kasta honum endilöngum upp á borð. Svo sneri hinn ákærði sér frá hinum ringlaða sækjanda og ávarp- aði dómara og kviðdómendur þessum orðum: „Herrar mínir, svona eins og einn tíunda hluta af þessu!“ Irish Digest. Eiginkona við eiginmanninn: „Þú formæltir mér svo hræðilega með allskonar fúkyrðum upp úr svefninum í nótt.“ Eiginmaðurinn: „Hver var svo sem sofandi?" Táningur segir við annan táning: „Það hlýtur að vera eitthvað að löppunum á mér. Þær eru alveg eins i laginu og skórnir mínir.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.