Úrval - 01.03.1968, Page 12
10
ÚRVAL
izt eftir mik'lar rannsóknir að fram-
leiða gler, sem þykir mjög öruggt.
Þetta er öryggisgler blandað sér-
stöku plastefni. Glerið er bæði
þykkra og hefur meiri samloðun en
venjulegt öryggisgler.
Þegar fimm punda kúlu er hent
í rúðuna úr tæplega sjö metra fjar-
lægð, brotnar rúðan, en í stað þess
að hrökkva sundur, þenst rúðan
eða bólgnar út líkt og blöðrugúmmí
og rúðubrotin sökkva í plastefnið.
Allir nýir bandarískir bílar eru nú
búnir þessum framrúðum. Rann-
sóknir á 200 slysum á bifreiðum
útbúnum þessu gleri sýndu, að ein-
ungis í einu tilfellanna hafði öku-
maður farið í gegnum rúðuna.
í læknisfræðinni væri ef til vill
hægt að bjarga þúsundum manns-
lífa með sérstöku glerafbrigði, sem
líkast er langri og mjórri spagetti-
lengju. Þetta er sjónþráðurinn.
Hann er gerður úr hundruðum þús-
unda örfínna glerþráða. Hver þráð-
ur flytur Ijósið jafnlangt lengd
sinni. Ef iitið er inn í annan endann
sést út um hinn og þótt bundinn sé
hnútur á þráðinn og hann beygður
fyrir horn, sést ekki síður í gegnum
hann.
Hingað til hafa læknar aðeins get-
að rannsakað hjartalokurnar með
því að gera uppskurð á hjartanu. Á
tilraunum, sem nú eru gerðar á dýr-
um, er örfínn sjónþráður þræddur
eftir æði og inn að hjartanu. Þá
má tengja stækkunarlinsu við þráð-
inn og taka mynd í gegnum hann.
Læknar nota nú þegar þessa aðferð
við rannsóknir á meltingarfærun-
um, er þá þræðinum stungið upp í
sjúklinginn og niður í magann.
f tilraunum til að ná aftur glöt-
uðum mörkuðum hefur gleriðnað-
urinn reynt að framleiða geysi-
sterkar flöskur, sem einnig eru
nægilega léttar og ódýrar þannig,
að þeim megi fleygja að lokinni
notkun. Rannsóknir sýna, að þótt
glerið sé nægilega sterkt, getur lít-
ill brestur í því dregið að miklum
mun úr styrk flöskunnar. Þá er
flöskunni hættast við að brotna á
hliðunum. Vinnur nú gleriðnað-
urinn að því að framleiða flöskur,
sem eiga að verða mikið tækni-
undur ,og eru bæði léttari og ódýr-
ari en venjulegar flöskur. Einnig
hefur verið framleitt efni, sem
flöskur eru húðaðar með og á að
gera þær mun endingarbetri.
Vegna þess hve mikið er reist af
gluggalausum byggingum, hefur
gleriðnaðurinn reynt að fitja upp á
ýmsum nýjungum. Til dæmis er nú
framleitt gler, sem blandað er
málmsýrum. Endurkastar það hita
og sólargeislum og dregur því úr
kostnaði við hitajöfnunarkerfi.
Þegar verður farið að leita í stór-
um stíl að málmum á sjávarbotni,
mun gler gegna miklu hlutverki,
því að það harðnar og styrkist eftir
því, sem þrýstingur sjávarins eykst.
Málmplötu, sem þola á 4500 punda
þrýsting á ferþumlung á 10.000 feta
dýpi, verður að styrkja með því að
auka þykkt hennar. Sami þrýsting-
ur styrkir hins vegar glerið.
Ástæðan er sú, að gler brotnar
vegna þenslu, — þegar glermóli-
kúlin rifna sundur.
í vatni, þegar þrýstingurinn er
jafn á allar hilðar, þrýstast gler-