Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 16
14
URVAL
Bílalest um jarögöng.
um og túnskikum. Unga fólkið þyrp-
ist þaðan í borgirnar, sem þegar
voru yfirfullar af fólki. Það gat
ekki afborið þá tilhugsun að verða
að ganga tveggja klukkutíma leið
til vinnu í bæjum niðri í dalnum
fyrir neðan og aðra tveggja klukku-
tíma leið heim að kvöldi. Þetta
vandamál er að leysast smám sam-
an, því að nú þegar hafa verið
lögð „taugakerfi“ fyxir 100 slíka
dráttarvagna, og enn er haldið
áfram. Nýtt líf er að færast í þorp-
in, sem voru að því komin að deyja
út. Þar eru að rísa upp lítil gisti-
hús fyrir skemmtiferðamenn á
sumrin og skíðafólk að vetrinum.
Það er eftirminnileg reynsla að
ferðast upp á fj all í sveiflandi drátt-
arvagni. Leiðin liggur sífellt upp í
móti, yfir hrikalegar gjár, æðandi
fljót og upp á þverhnipt hamra-
björg. En að lokum stanzar vagn-
inn á ákvörðunarstaðnum, í töfr-
andi smáþorpum líkt og t. d. þorp-
inu Mund, sem er nálægt Brig í
suðurhluta Sviss.
Taugarvagninn, sem gengur til
Mund, gerir mönnum nú fært að
komast þangað á sjö mínútum, en
áður kostaði þetta erfiða, tveggja
tíma fjallgöngu. Litli vagninn ber
aðeins 8 farþega í einu. f honum er
aðeins um stæði að ræða. Mund var
að deyja út, en nú ólgar þar nýtt
líf og kraftur. Otto Pfammatter,
eigandi litla, snyrtilega gistihússins
í Mund, talar fyrir munn þúsunda
fjallabúa, þegar hann segir: „Við
getum farið í kvikmyndahús í bæj-
unum niðri í dalnum, jafnvel einn-
ig að vetrarlagi. Áður nutu börnin
hérna aðeins 6 vetra skólagöngu.
Nú getur unga fólkið sótt gagn-
fræðaskóla niðri í dalnum, og sumt
af því heldur jafnvel áfram í
menntaskóla og háskóla. Þetta virð-
ist kannski ekki stórvægilegt í fljótu