Úrval - 01.03.1968, Side 19

Úrval - 01.03.1968, Side 19
H/Ð STÓRFENGLEGA . . . 17' stöðum, jafnvel hinum smæstu, hafa að geyma innsigluð umslög, sem innihalda ýmsar hernaðaráætlanir til varnar landinu, ef þörf krefur. Ef hættuástand kynni að skapast, gefur varalið hvers staðar sig bara fram á stöðinni í einkennisbúning- um sínum með riffla og skotfæri, sem varaliðsmennirnir geyma heima hjá sér. íbúar þessa litla ríkis hugsa alls ekki eins mikið um frið og eins lítið um ófrið og umheimurinn heldur, því að þar eru jafnan til taks G00.000 menn, sem geta verið komnir á alla hættulega staði inn- an 48 klukkustunda frá því að hættuástand hefur skapazt. í öllum helztu jarðgöngunum, við þýðingarmestu brýrnar og helztu merkjamiðstöðvarnar eru leiðslur, sem gera það fært að sprengja allt í loft upp tafarlaust, ef hættu ber að höndum. Sprengjuefni er geymt í leyndum og öruggum hellum, og það er hægt að koma því fyrir á réttum stöðum á um klukkustund ef þörf krefur. Svisslendingar gætu lokað aðaljárnbrautarlínunum frá norðri til suðurs og austri til vest- urs tafarlaust með því að ýta á nokkra hnappa. Svissléndingar sýna sama frum- leika, hvað snertir þjónustu við far- þega járnbrautanna og þeir hafa sýnt við lagningu og viðhald hins stórfenglega samgöngukerfis. Allt er gert til þess að þóknast ferðamönn- unum og laða þá að. Laglegar stúlk- um með fallegt litaraft fj allabúa aka litlum hjólavögnum eftir hinum tandurhreinu járnbrautarvögnum og bjóða farþegum kaffi, ávexti, sam- lokur og sælgæti. Á hinni undur- smo fögru leið milli Lucerne og Inter- laken snúa sætin beint að hinum geysistóru útsýnisgluggum, svo að farþegarnir missi nú ekki af neinu, sem fyrir augun ber á leiðinni. Ef þig langar ekki til þess að aka bifreiðinni þinni upp eftir bugð- óttum fjallavegi, geturðu komið henni og þér sjálfum fyrir í járn- brautarvögnum og farið undir fjöll- in í jarðgöngum. Ef þú ætlar að fara nokkrum sinnum úr lestinni sama daginn til þess að skoða þig um á ýmsum stöðum, geturðu sent farangurinn þinn á undan þér tii ákvörðunarstaðarins, og þar mun hann svo bíða þín, þegar þú kemur þangað um kvöldið. Ef þú vilt ganga þér til skemmt- unar í fjöllunum til þess að njóta náttúrufegurðarinnar, áttu hægt um vik, því að Svisslendingar hafa lagt dýrðlega göngustíga meðfram mörg- um járnbrautarlínum. Þú ferð bara úr á einhverri stöðinni og gengur til þeirrar næstu og tekur þar aðra lest, sem kemur eftir nokkrar mín- útur. Svisslendingar álíta ekki, að þeir hafi lokið við þetta furðulega sam- göngukerfi sitt, svo að ekki verði enn betrumbætt eða aukið. Enn eru til þorp, sem þurfa að komast í sam- band við umheiminn með hjálp taugarvagna, og enn eru til fjöll, sem járnbrautarlestir hafa ekki klifið. Um tíma var janfvel talað um að leggja taugarvagn upp á sjálft Matterhornfjall, sem er 14.690 fet á hæð. Og það gæti orðið vara- samt fyrir ykkur að veðja gegn því, að Svisslendingar taki ekki einhvern tíma upp á því.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.