Úrval - 01.03.1968, Page 19
H/Ð STÓRFENGLEGA . . .
17'
stöðum, jafnvel hinum smæstu, hafa
að geyma innsigluð umslög, sem
innihalda ýmsar hernaðaráætlanir
til varnar landinu, ef þörf krefur.
Ef hættuástand kynni að skapast,
gefur varalið hvers staðar sig bara
fram á stöðinni í einkennisbúning-
um sínum með riffla og skotfæri,
sem varaliðsmennirnir geyma heima
hjá sér. íbúar þessa litla ríkis hugsa
alls ekki eins mikið um frið og
eins lítið um ófrið og umheimurinn
heldur, því að þar eru jafnan til
taks G00.000 menn, sem geta verið
komnir á alla hættulega staði inn-
an 48 klukkustunda frá því að
hættuástand hefur skapazt.
í öllum helztu jarðgöngunum, við
þýðingarmestu brýrnar og helztu
merkjamiðstöðvarnar eru leiðslur,
sem gera það fært að sprengja allt
í loft upp tafarlaust, ef hættu ber
að höndum. Sprengjuefni er geymt
í leyndum og öruggum hellum, og
það er hægt að koma því fyrir á
réttum stöðum á um klukkustund
ef þörf krefur. Svisslendingar gætu
lokað aðaljárnbrautarlínunum frá
norðri til suðurs og austri til vest-
urs tafarlaust með því að ýta á
nokkra hnappa.
Svissléndingar sýna sama frum-
leika, hvað snertir þjónustu við far-
þega járnbrautanna og þeir hafa
sýnt við lagningu og viðhald hins
stórfenglega samgöngukerfis. Allt er
gert til þess að þóknast ferðamönn-
unum og laða þá að. Laglegar stúlk-
um með fallegt litaraft fj allabúa aka
litlum hjólavögnum eftir hinum
tandurhreinu járnbrautarvögnum og
bjóða farþegum kaffi, ávexti, sam-
lokur og sælgæti. Á hinni undur-
smo
fögru leið milli Lucerne og Inter-
laken snúa sætin beint að hinum
geysistóru útsýnisgluggum, svo að
farþegarnir missi nú ekki af neinu,
sem fyrir augun ber á leiðinni.
Ef þig langar ekki til þess að
aka bifreiðinni þinni upp eftir bugð-
óttum fjallavegi, geturðu komið
henni og þér sjálfum fyrir í járn-
brautarvögnum og farið undir fjöll-
in í jarðgöngum. Ef þú ætlar að
fara nokkrum sinnum úr lestinni
sama daginn til þess að skoða þig
um á ýmsum stöðum, geturðu sent
farangurinn þinn á undan þér tii
ákvörðunarstaðarins, og þar mun
hann svo bíða þín, þegar þú kemur
þangað um kvöldið.
Ef þú vilt ganga þér til skemmt-
unar í fjöllunum til þess að njóta
náttúrufegurðarinnar, áttu hægt um
vik, því að Svisslendingar hafa lagt
dýrðlega göngustíga meðfram mörg-
um járnbrautarlínum. Þú ferð bara
úr á einhverri stöðinni og gengur
til þeirrar næstu og tekur þar aðra
lest, sem kemur eftir nokkrar mín-
útur.
Svisslendingar álíta ekki, að þeir
hafi lokið við þetta furðulega sam-
göngukerfi sitt, svo að ekki verði
enn betrumbætt eða aukið. Enn eru
til þorp, sem þurfa að komast í sam-
band við umheiminn með hjálp
taugarvagna, og enn eru til fjöll,
sem járnbrautarlestir hafa ekki
klifið. Um tíma var janfvel talað
um að leggja taugarvagn upp á
sjálft Matterhornfjall, sem er 14.690
fet á hæð. Og það gæti orðið vara-
samt fyrir ykkur að veðja gegn því,
að Svisslendingar taki ekki einhvern
tíma upp á því.