Úrval - 01.03.1968, Page 22
20
ÚRVAL
samtímis um nokkurt tímabil, apa-
maðurinn og Neanderdal-maðurinn.
Fyrir 40 árum trúði því enginn,
þó að Gerasimov segði það, að unnt
mundi vera að gera nákvæma eft-
irmynd af andliti manns, þó að ekki
væri eftir öðru að fara en höfuð-
kúpunni. En Gerasimov fullyrti að
dánargrímur mundu ekki vera betri
heimildir um útlit manns en þessar
eftirlíkingar. Auk þess mundu þær
iðulega geta sannað af hverjum
sú höfuðkúpa væri sem fundizt
hefði, ef vafi léki á um það. Hann
sagði sem satt var, að mannfræð-
ingum væri það auðvelt að ákvarða
af hvaða mannflokki, svörtum, hvít-
um eða gulum, hauskúpan væri,
og hví þá ekki að reyna þetta á
kúpum sem sagðar voru af mönn-
um frægum úr sögum: Hannibals,
Tamerlanes og Napoleons?
Gerasimov hafði einkum mann-
fræði í huga, en glæpamálasérfræð-
ingar biðu með óþreyju eftir nið-
urstöðum af rannsóknum hans.
Og svo gerðist það dag nokkurn,
að honum var færð hauskúpa og
hann beðinn að móta andlitð við
hana. Grunur lék á að kúpan væri
af konu, sem horfið hafði, og aldr-
ei upplýstst hvað af henni var orð-
ið.
Gerasimov mótar aðaldrætti and-
litsins eftir lögun hauskúpunnar.
Þá hefst aðalvandinn, en hann er
sá að finna hvernig eigi að fylla
þetta út, svo að sem minnstu skeiki
frá því sem var, en samt má þetta
takast, einkum með aðstoð X-
geisla-ljósmyndanna. Gerasimov er
manna fróðastur um andlit, hvernig
þau skapast og á af þessu mikið
safn. Erfiðast er að móta nef og eyru.
Tilölulega auðvelt er að móta augun,
því brjósk og bein í augnatóttinni
segja til um það hvernig þau litu
út, svo ekki skeikar miklu. Jafn-
vel einkenni eins og arnarnef eða
kónganef og slaka neðrivör — en
þetta fylgir oft háum aldri, — er
unnt að geta sér til um, því það
setur mark sitt á beinin. Og auð-
vitað gera það líka öll meiðsli og
ör, þau segja greinilega til sín.
En þessi hauskúpa, sem Gera-
simov var fengin, var nokkuð tor-
veld viðfangs. Vinstri helmingur
var eins og eðhlegt mátti teljast,
en hinn hafði engin einkenni, sem
unnt var að henda reiður á. Þetta
benti til þess að taugarnar í hægri
helmingi kúpunnar hefðu rýrnað
vegna þess að vöðvarnir hefðu lam-
azt. Margar tennur vantaði og gerði
það mun erfiðara fyrir, því munn-
svipur andlits setur á það einna
skýrast mark.
Samt tók Gerasimov ótrauður til
verka við að móta andlit við þessa
undarlegu hauskúpu. Hann gat
greint aldurinn af liðamótum, og
taldi konuna hafa verið 32—36 ára
þegar hún dó. Einnig var það full-
ljóst að kúpan var af konu. Rann-
sókn á holunum, þar sem tennurnar
höfðu setið, sýndi það að tennur
hennar höfðu verið heilbrigðar
mestalla ævi hennar. Þessvegna
hlaut neðri kjálki hennar að vera
heill og óvisnaður.
Þetta virtist allt standa heima, því
þegar hann sýndi myndina full-
mótaða þeim, sem höfðu fært honum
hauskúpuna, þóttust allir þekkja
þar horfna frændkonu sína. Hún