Úrval - 01.03.1968, Page 26

Úrval - 01.03.1968, Page 26
24 ÚRVAL veittist ekki auðvelt að finna það sem enginn vafi væri á, að væri hið rétta, því kisturnar í þessu litla grafhýsi voru ekki merktar með nöfnum. Fimmtíu og þremur árum síðar, þegar búið var að setja líkkistu Goethes og það sem haldið var að væri líkkista Schillers, hlið við hlið, fyrir alllöngu, lét maður að nafni H. Welker, sérfræðingur í krufn- ingum, í Ijós efasemdir sínar um það að rétt væri til getið um kistu Schillers. Welker hafði getið sér talsverða frægð við að bera saman tvær hauskúpur, sem báðar voru haldnar vera af Rafael, við sjálfs- mynd listamannsins, og færa sönn- ur á það hvor væri hin rétta. Hon- tókst líka að sanna, að sú kúpa, sem geymd var eftirlíking af í minjasafni Schillers, væri ekki hin rétta. Nú var tekið til við nýja leit. Arið 1911 var grafhýsi borgarinnar opnað á nýjan leik, og tekin fram önnur hauskúpa og gerði það Fror- ep, annar krufningasérfræðingur til, og setti hann hana á minjasafnið. En ekki leysti það vandann, því beinagrindin, sem Schwaber fann, lá enn sem áður í rauðu steinkistunni í grafhýsinu sem þeir áttu báðir, Schiller og Goethe. Þangað streymdu sífellt hópar aðdáenda Schillers og þeirra beggja. Svona fór þessu fram allt til ársins 1961, er Michael Gerasimov var beðinn að finna þá höfuðkúpu, sem sanna mætti að væri höfuðkúpa skáldsins, og móta á hana andlit. Samkvæmt vitnisburði samtíma- manna skáldsins, var Schiller fríð- leiksmaður hinn mesti og hæstur vexti af öllum í borginni. Hann dó árið 1805, 46 ára að aldri. í rauðu steinkistunni fann Gerasimov beina- grind af mjög hávöxnum manni. Hann hafði hátt enni, hátt nefbein, stórar augnatóttir og fallegar tenn- ur. Hann var manna fríðastur í gröf sinni. Allt virtist standa heima við framburð þeirra sem þekkt höfðu skáldið. En beinagrindin sem Frorep fann, var ekki öll af einum og sama manni, heldur af ýmsum og haus- kúpan af ungri konu vart tvítugri. Var nú engum blöðum um það að fletta að þessi beinagrind átti ekk- ert skylt við Schiller, en þá var eftir þrautin þyngst, að finna hvort hauskúpan sem Schwaber fann ár- ið 1826, væri hin rétta. Gerasimov tók til starfa í af- læstri stofu ásamt aðstoðarmanni sínum og nemanda, H. Ulrich, án þess að hafa séð dánargrímuna né nokkra mynd af Schiller (af þeim er annars mikill fjöldi til). Annars hefði honum, svo þaulvönum manni, átt að veitast það auðvelt, að gera myndina eftir minni. „En það var annað sem vakti fyrir mér,“ sagði hann. „Það sem ég ætlaði mér að gera var að móta nákvæmt hin sjúklegu einkenni á kúpunni, sem mér var fengin, svo sem þau munu hafa sézt á andlit- inu en aðeins öðru megin, svo bet- ur kæmi í ljós hvernig ég hefði unnið verkið. Ef hauskúpan væri ekki af Schiller, mundi andlitið sem ég mótaði, ekki líkjast honum.“ Að loknu verki var það borið saman við dánargrímuna, og voru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.