Úrval - 01.03.1968, Qupperneq 26
24
ÚRVAL
veittist ekki auðvelt að finna það
sem enginn vafi væri á, að væri
hið rétta, því kisturnar í þessu litla
grafhýsi voru ekki merktar með
nöfnum.
Fimmtíu og þremur árum síðar,
þegar búið var að setja líkkistu
Goethes og það sem haldið var að
væri líkkista Schillers, hlið við hlið,
fyrir alllöngu, lét maður að nafni
H. Welker, sérfræðingur í krufn-
ingum, í Ijós efasemdir sínar um
það að rétt væri til getið um kistu
Schillers. Welker hafði getið sér
talsverða frægð við að bera saman
tvær hauskúpur, sem báðar voru
haldnar vera af Rafael, við sjálfs-
mynd listamannsins, og færa sönn-
ur á það hvor væri hin rétta. Hon-
tókst líka að sanna, að sú kúpa,
sem geymd var eftirlíking af í
minjasafni Schillers, væri ekki hin
rétta.
Nú var tekið til við nýja leit.
Arið 1911 var grafhýsi borgarinnar
opnað á nýjan leik, og tekin fram
önnur hauskúpa og gerði það Fror-
ep, annar krufningasérfræðingur til,
og setti hann hana á minjasafnið.
En ekki leysti það vandann, því
beinagrindin, sem Schwaber fann, lá
enn sem áður í rauðu steinkistunni
í grafhýsinu sem þeir áttu báðir,
Schiller og Goethe. Þangað
streymdu sífellt hópar aðdáenda
Schillers og þeirra beggja. Svona
fór þessu fram allt til ársins 1961,
er Michael Gerasimov var beðinn
að finna þá höfuðkúpu, sem sanna
mætti að væri höfuðkúpa skáldsins,
og móta á hana andlit.
Samkvæmt vitnisburði samtíma-
manna skáldsins, var Schiller fríð-
leiksmaður hinn mesti og hæstur
vexti af öllum í borginni. Hann dó
árið 1805, 46 ára að aldri. í rauðu
steinkistunni fann Gerasimov beina-
grind af mjög hávöxnum manni.
Hann hafði hátt enni, hátt nefbein,
stórar augnatóttir og fallegar tenn-
ur. Hann var manna fríðastur í gröf
sinni. Allt virtist standa heima við
framburð þeirra sem þekkt höfðu
skáldið.
En beinagrindin sem Frorep fann,
var ekki öll af einum og sama
manni, heldur af ýmsum og haus-
kúpan af ungri konu vart tvítugri.
Var nú engum blöðum um það að
fletta að þessi beinagrind átti ekk-
ert skylt við Schiller, en þá var
eftir þrautin þyngst, að finna hvort
hauskúpan sem Schwaber fann ár-
ið 1826, væri hin rétta.
Gerasimov tók til starfa í af-
læstri stofu ásamt aðstoðarmanni
sínum og nemanda, H. Ulrich, án
þess að hafa séð dánargrímuna né
nokkra mynd af Schiller (af þeim
er annars mikill fjöldi til). Annars
hefði honum, svo þaulvönum manni,
átt að veitast það auðvelt, að gera
myndina eftir minni.
„En það var annað sem vakti
fyrir mér,“ sagði hann. „Það sem
ég ætlaði mér að gera var að móta
nákvæmt hin sjúklegu einkenni á
kúpunni, sem mér var fengin, svo
sem þau munu hafa sézt á andlit-
inu en aðeins öðru megin, svo bet-
ur kæmi í ljós hvernig ég hefði
unnið verkið. Ef hauskúpan væri
ekki af Schiller, mundi andlitið sem
ég mótaði, ekki líkjast honum.“
Að loknu verki var það borið
saman við dánargrímuna, og voru