Úrval - 01.03.1968, Side 34

Úrval - 01.03.1968, Side 34
32 ÚRVAL reyndi að þröngva upp á Kepler kerfi, sem hann hafði fundið upp til þess að sneiða hjá því að viður- kenna uppgötvun Kópernikusar. En Kepler sá glöggt, að Kópernikus var hinn mikli brautryðjandi. Ævilok Tychos urðu með slysalegum hætti. „Hann ofsat sig við keisarans borð svo hann sprakk“, segir í íslenzkum annál frá þessum tímum, en það er svo að skilja að hann kom sér ekki að því að standa upp frá borð- um í hinni 'löngu veizlu. og óhreink- aðist blóðið af þvagefnum og dó hann skömmu síðar. Verk Tychos hefur fengið góða dóma á síðari tímum, að því er athuganastarfið snertir, en annars á það sammerkt við margt vísindastarf nú á tímum, að vandlega er hugað að smáatrið- um, en heildarskilning og yfirlit vantar. Það var Kepler, sem kom með skilninginn, því að hann stefndi beint að hinu rétta. Pragárin liðu, og Kepler missti konu sína og son úr bólusótt, en tvær dætur lifðu, og gat hann að lok- um komið þeim fyrir hjá systrum sínum, en þær urðu ekki langlífar. Rúdolf keisari, sem var orðinn eins og viðskila við stjómmálarefjar og klæki aldar sinnar, og þar af leið- andi talinn ófær um að stjóma rík- inu, hafði verið settur af, en þeir sem við tóku, höfðu lítinn áhuga á stjömufræði. En þessi merkilegi maður, hinn afsetlti keisari, sem minnir í einmanaleik sínum nokkuð á Lúðvík konung annan af Bayem, mátti nú helzt ekki af Kepler sjá, og var eins og hann setti allt sitt traust á stjörnufræðinginn og fræði hans. Þarf ekki að efa að Rúdolf hefur þarna farið nær um, hvað bezt gengdi en þeir sem meiri þóttu hafa hyggindin til að stjórna. Því hefði hinn sáttfúsi andi Keplers og vísindanna orðið ráðandi í stað of- stækis hinna andstæðu trúflokka, þá hefði engin þrjátíu ára trúarbragða- styrjöld þurft að verða, og saga Evrópu orðið önnur og betri. En nú dimmdi óðum að því éli, og eftir því urðu ástæður Keplers erfiðari. Hann giftist aftur og átti böm og hann þurfti að sjá fyrir börnum bróður síns. Um tíma leit út fyrir að hann gæti flutzt aftur til hins lúterska heimabæjar síns í Wurttem- berg. En þegar hann sagðist ekki geta fyrinlitið aðra menn fyrir það eitt að vera af öðmm trúarflokkum, urðu borgarar æfir og var þá sú von úti. Varð hann að dvelja áfram í borginni Linz, þar sem hann gegndi kennarastöðu, og einnig átti hann að vinna að kortagerð. Alvarlegasti háskinn á allri ævi Keplers mun honum þó hafa þótt það, þegar honum barst til eyma árið 1620, að galdraákæra væri í uppsiglingu gegn móður hans. Á sautjándu öld geisaði galdrabrennu- faraldurinn í mesta ofsa sínum um Evrópu, samhliða trúarbragðastyrj- öldum, og hundrað þúsunda eða fleiri létu lífið á skelfilegasta hátt, og mjög erfitt var að verjast ákær- um. Kepler brá þegar við er hann heyrði þessi tíðindi og hélt af stað frá Linz með konu sína og böm, og komst eftir erfiða ferð til hins gamla heimabæjar síns. Hann fékk meiru áorkað en hann hafði þorað að vona, því málið var tekið upp aftur og móðir hans sýknuð. En
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.