Úrval - 01.03.1968, Side 39

Úrval - 01.03.1968, Side 39
. GRÓÐURHÚSARÆKT í HOLLANDl 37 að því er forstöðumaðurinn sagði mér. Flæðiljós, sem eru í löngum röðum meðfram gróðurhúsagöflun- um (úr gleri), kveikja á sér sjálf- krafa eftir því hve mikið eða lítið Ijós plöturnar þurfa í hvert skipti. Með þessu móti má flýta vexjti agúrka og tómata — með því að lengja fyrir þeim daginn og stytta nóttina. Hinsvegar þarfnast sumar jurtirn- ar dimmu nætur til þess að geta blómgazt og telji blómræktarmaður- inn sér hagkvæmt að seinka blómg- uninni, með tilliti til sölunnar, læt- ur hann loga Ijós yfir jurtunum um nætur, svo að blómhnapparnir opn- ist ekki. Með þessu móti hefur tek- izt að láta prestakraga (chrysant- hemum) blómgast allt árið, í stað þess að gera það einungis að hausti. Tölur tala sínu máli um árangur- inn af þessari nýbreytni. Gróður- húsaeigandi fær þrefalda uppskeru af tómötum af hverjum hektara und- ir gleri móts við það sem hann fengi af ræktun undir beru lofti, og ekki þarf hann að óttast hallæri af völdum veðráttunnar, sem bænd- ur annars eru svo mjög háðir, og uppskeran er viss á hverri árstíð jafnt sem gæði ávaxtanna. En svo hefur það nokkuð að segja hvemig Holland er í sveit komið landfræðilega. í allt að því 400 km fjarlægð í allar áttir eru þéttbýl lönd; Vestur-Þýzkaland, Belgía, Norður-Frakkland, og Austur Eng- land. Alllangt er liðið síðan hol- lenzkir blóma-og ávaxtaræktendur fengu augastað á þessu og hafa síð- an unnið að því ósleitilega að afla Prestajíflar (chrysantliemumi í gróð- urhúsi í tilraunastöðinni í Aalsmeer. sér markaða á þessu svæði — og tekizt það. Raunar eru ávextir og grænmeti, sem ræktað er í gróðurhúsum, dýr- ara en hitt, sem ræktað er undir beru lofti, en reynist svo miklu betra, að það er að jafnaði seljan- legra. A markaðstorgi í Múnchen sá ég fallegt salat í plastpokum, og við hliðina á því samskonar grænmeti að flutt um miklu skemmri veg, en samt svo visnað og ófýsilegt til kaups, að á því og hinu var enginn samanburður. Hans Ostler, sem er gamall innflytjandi gróðurhúsaaf- urða, benti mér á hollenzka tómata, ræktaða í gróðurhúsum: „Þetta var tínt í fyrradag,“ sagði hann, ,,og seinni part dagsins verður það kom- ið í grænmetisbúðir. Grænmeti frá öðrum löndum en Hollandi kemur ekki hingað fyrr en það er nokkurra daga gamalt. Kaupendurnir höfðu sömu sögu að segja. Ég spurði konu, sem ég hitti við markaðstorg, hvernig henni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.