Úrval - 01.03.1968, Page 43
aLendingin á tunglinu,
sem svo vel tókst bæði
hjá geimfari Banda-
ríkjamann og Sovét-
manna, og rannsóknir
þær á náttúrufari tunglsins, lands-
lagi þar og ásigkomulagi jarðvegs-
ins, allt hefur þetta feikna þýðingu
fyrir geimfara, sem þar hyggjast
stíga á land, og einkum að því er
snertir ferðir þeirra um þennan
framandlega hnött. Frekari rann-
sóknir munu veita okkur fyllri og
nákvæmari þekkingu á tunglinu,
svo að hafa megi til hliðsjónar við
undirbúning mannaferða þangað,
þannig að þeim verði gert lífvænt
á tunglinu þegar er þeir koma þang-
að.
Nú mun margur spyrja, sem von
er, í hvaða tilgangi ferðir þessar
muni vera farnar og hvaða gagn
muni að þeim verða.
Rannsóknaþörf og þrá er mönn-
um í blóð borin, að vilja kanna allt
og skilja allt. Tunglflug, ásamt því
sem á eftir mun koma, rannsókna-
stofnanir og athugunarstöðvar, sem
þar munu verða settar upp, munu
marka tímamót í þróun mikilvægra
vísindagreina og tBdkrii. Tunglið,
sem engan lofthjúp hefur, býður
upp á hin beztu skilyrði til stjörnu-
athugana, hverju nafni sem nefnist,
og athugana á rafsegulmagnsbylgj-
um og öðrum útgeislum utan úr
geimnum. Þarna ætti að vera unnt
að koma upp stöð til athugunar á
sólinni, svo sjá megi fyrir, hverra
breytinga er þar að vænta á hverj-
um tima, og að finna hvernig hin
ýmislega þróun jarðeðlisfræðilegra
fyrirbæra gerist, sem háð er tilkomu
TUNGL
OG
MENN
Eftir YURI GAGARIN, hinn fyrsta geim-
fara og VLADIMIR LEBEDEV, M. D.
hinnar miklu tækniþróunar mann-
kynsins.
Jarðfræðirannsóknir á tunglinu
munu vafalaust varpa skýru ljósi
á vafamál varðandi uppruna og þró-
un sólkerfisins, og þó einkum hnatt-
arins, sem við byggjum, og veita
okkur fyllri skilning á þeim nátt-
úrulögmálum, sem liggja til grund-
vallar fyrir myndum og dreifingu
málma hér á hnettinum. Á tungl-
inu mætti gera fyrirtaks athuganir
bæði veðurfræðilegar, haffræðileg-
ar og ýmsar fleiri. Einnig mætti
segja fyrir um veður miklu lengra
fram í tímann og nákvæmar en
ennþá er unnt, og mundi þetta
reynast mjög hagkvæmt landbún-
aði, samgöngum og iðnaði.
Mörg önnur vísindi mætti nefna,
bæði á sviði vélfræði, rafeindafræði,
efna- og eðlisfræði í lofttómu rúmi,
41