Úrval - 01.03.1968, Page 46
44
ÚRVAL
er alsvartur, skín þó af því, er sól-
in skín á, ofurlítið ljósflæði, og
halda menn að tunglið endurvarpi
allt að því sjö af hundraði af því
ljósi, sem á það fellur, og mundi
því aldrei vera koldimmt í skugga
fjallanna né í skugga af gígbarmi.
Gera má ráð fyrir að geimfari,
sem gengur út í myrkrið, verði fljótt
ósýnilegur þeim, sem horfa á eftir
honum og sjálfir eru í sólskini. En
sjálfur mun hann geta greint ein-
hverja skímu, ef hann fer ofan í
jarðsprungu eða gjótu, og þegar
augun fara að venjast myrkrinu,
ætti hann að geta greint það sem
næst er, í Ijósinu eða skímunni,
sem leggur af þeirri brún sprung-
unnar, sem sólin skín á.
Líklega verður mörgum bilt og
jafnvel illt, af að hitta fyrir svona
annarlegan hnött sem tunglið er,
en þá er þess að minnast, að svo
má undarlegum hlutum venjast að
viðkunnanlegir þyki.
AÐ GANGA Á TUNGLINU
Af afstaðinni lendingu geim-
skipsins munu geimfararnir fara út
úr skipinu, íklæddir hinum vand-
aðasta geimfarabúningi, sem miðað-
ur er við dvöl í lofttómu rúmi, og
veita skal fullkomna vörn gegn
snöggum hitabreytingum, loftstein-
um og hættulegri geislun að utan.
Aðdráttarafl tunglsins er sex-
falt minna en aðdráttarafl jarðar-
innar, mundi því maður sem vægi
75 kg hér, vega 37,5 kg þar. En
hann mundi vera jafn sterkur og
eiga auðvelt um gang, jafnvel þó
að búningur hans væri þyngri en
svo að hann kæmist nokkuð í hon-
um hérna.
Sé ekki tekið tillit til þessa níð-
þunga búnings, má segja að mað-
ur sem til tunglsins væri kominn,
gæti stokkið sex sinnum hærra í
loft upp en hér, en koma ekki að
sama skapi mýkra niður.
En munu menn þá geta samhæft
hreyfingar sínar þessum breyttu
skilyrðum þegar yfir á tungl er
komið? Líklega ekki. Allt, sem um
þetta er vitað, bendir til þess að
tauga- og vöðvakerfi mannanna
verði allt í uppnámi og ringlað
fyrst í stað.
Það má taka með í reikninginn
hlutfallið milli munarins á líkams-
þyngd á tunglinu og þyngdarinn-
ar í sjálfu sér, sem auðvitað helzt
óbreytt. Þegar maður lyftir fæti hér,
verða vöðvar hans að lyfta þunga
fótarins auk þess að sigrast á þvi
magni af tregðu (inertia), sem í
þeim þunga er falið. En á tungl-
inu mun þurfa langtum minna átak,
og er hætt við að mönnum muni
veitast örðugt að venja sig á að
taka mátulega á.
Rannsóknir, sem fram hafa farið
við lík skilyrði og vænta má að séu
á tunglinu, hafa fært sönnur á það,
að ekki muni vera tiltakanlega erf-
itt að ganga á því, ef nógu hægt er
farið, en sé förinni hraðað, er hætt
við að gangurinn verði skjögrandi
og muni menn detta við og við.
Hinsvegar mun verða auðvelt að
fara gegnum sjálfan sig og annað
það sem einungis æfðir leikfimis-
menn geta gert hér.
Svo sem sjá má af þessu, er betra
að menn fari ekki alveg óundir-
búnir í þesa langferð, en læri bet-
ur að ganga fyrst.