Úrval - 01.03.1968, Síða 46

Úrval - 01.03.1968, Síða 46
44 ÚRVAL er alsvartur, skín þó af því, er sól- in skín á, ofurlítið ljósflæði, og halda menn að tunglið endurvarpi allt að því sjö af hundraði af því ljósi, sem á það fellur, og mundi því aldrei vera koldimmt í skugga fjallanna né í skugga af gígbarmi. Gera má ráð fyrir að geimfari, sem gengur út í myrkrið, verði fljótt ósýnilegur þeim, sem horfa á eftir honum og sjálfir eru í sólskini. En sjálfur mun hann geta greint ein- hverja skímu, ef hann fer ofan í jarðsprungu eða gjótu, og þegar augun fara að venjast myrkrinu, ætti hann að geta greint það sem næst er, í Ijósinu eða skímunni, sem leggur af þeirri brún sprung- unnar, sem sólin skín á. Líklega verður mörgum bilt og jafnvel illt, af að hitta fyrir svona annarlegan hnött sem tunglið er, en þá er þess að minnast, að svo má undarlegum hlutum venjast að viðkunnanlegir þyki. AÐ GANGA Á TUNGLINU Af afstaðinni lendingu geim- skipsins munu geimfararnir fara út úr skipinu, íklæddir hinum vand- aðasta geimfarabúningi, sem miðað- ur er við dvöl í lofttómu rúmi, og veita skal fullkomna vörn gegn snöggum hitabreytingum, loftstein- um og hættulegri geislun að utan. Aðdráttarafl tunglsins er sex- falt minna en aðdráttarafl jarðar- innar, mundi því maður sem vægi 75 kg hér, vega 37,5 kg þar. En hann mundi vera jafn sterkur og eiga auðvelt um gang, jafnvel þó að búningur hans væri þyngri en svo að hann kæmist nokkuð í hon- um hérna. Sé ekki tekið tillit til þessa níð- þunga búnings, má segja að mað- ur sem til tunglsins væri kominn, gæti stokkið sex sinnum hærra í loft upp en hér, en koma ekki að sama skapi mýkra niður. En munu menn þá geta samhæft hreyfingar sínar þessum breyttu skilyrðum þegar yfir á tungl er komið? Líklega ekki. Allt, sem um þetta er vitað, bendir til þess að tauga- og vöðvakerfi mannanna verði allt í uppnámi og ringlað fyrst í stað. Það má taka með í reikninginn hlutfallið milli munarins á líkams- þyngd á tunglinu og þyngdarinn- ar í sjálfu sér, sem auðvitað helzt óbreytt. Þegar maður lyftir fæti hér, verða vöðvar hans að lyfta þunga fótarins auk þess að sigrast á þvi magni af tregðu (inertia), sem í þeim þunga er falið. En á tungl- inu mun þurfa langtum minna átak, og er hætt við að mönnum muni veitast örðugt að venja sig á að taka mátulega á. Rannsóknir, sem fram hafa farið við lík skilyrði og vænta má að séu á tunglinu, hafa fært sönnur á það, að ekki muni vera tiltakanlega erf- itt að ganga á því, ef nógu hægt er farið, en sé förinni hraðað, er hætt við að gangurinn verði skjögrandi og muni menn detta við og við. Hinsvegar mun verða auðvelt að fara gegnum sjálfan sig og annað það sem einungis æfðir leikfimis- menn geta gert hér. Svo sem sjá má af þessu, er betra að menn fari ekki alveg óundir- búnir í þesa langferð, en læri bet- ur að ganga fyrst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.