Úrval - 01.03.1968, Side 50

Úrval - 01.03.1968, Side 50
48 ÚRVAL ur Stanleyville) finnst varla verzl- un, sem ekki var rænd í bylting- unni sl. sumar. En þetta skiptir litlu máli fyrir Kongóbúa, þeir mæla framfarirnar með eigin mælistiku. Alla daga frá morgni til kvölds sjást berfættir Kongóbúar koma með stuttu millibili, skjögrandi nið- ur veginn frá hæðunum handan höfuðborgarinnar berandi timbur- klyfjar á höfði sér. Þrátt fyrir bylt- ingarnar eftir 1960, hafa timbur- flutningarnir aldrei stöðvazt, og sl. sjö ár hafa allt að einni milljón timburklyfja verið bornar niður hæðirnar. Þetta er efnahagsvöxtur á mælikvarða Kongóbúa. Viðurinn er notaður til að byggja lítil íbúð- arhús í nágrenni höfuðborgarinnar. Áætlað er, að um 60.000 slík hús hafi verið byggð síðan landið hlaut sjálfstæði. Yfirleitt tekur mörg ár að byggja hvert hús. Stafar það bæði af peningaskorti og áhugaleysi byggjandans. Þó hefur íbúatala Kinshasa fjórfaldazt á sjö árum, stigið úr 380.000 í 1.500.000. Sjálfstæðið hefur aukið mjög virðuleik Kongóbúa, en ekki að sama skapi stjórnmálaþroska. Nefna þeir sig „monsieur“ og Evrópubúar titla þá með „vous“, jafnvel þjón- arnir eru ekki lengur nefndir strák- ar, „boys“. Að minnsta kosti tvær nýjar stétt- ir hafa myndazt eftir sjálfstæðis- tökuna. Annars vegar eru það vel- klæddir menn í hvítum skyrtum og ítölskum skóm, sem eru jafnvel í jakka og með bindi heitasta hluta dagsins. Þetta eru ráðherrarnir, stjórmálamennirnir og yfirfram- kvæmdastjórarnir, sem stjórna landinu. Þeir stjórna Gecomine (þjóðnýttu fyrirtæki, sem áður var risasamsteypa Union Miniere í Ka- tanga). Air Congo, bönkum og tryggingafélögum. Það, sem gefur til kynna þjóðfélagsstöðu þeirra, er Mercedes Benz bíll og skjalamappa, sem þeir bera, og þeir hika ekki við að fresta áætlunarflugi um tvo tíma, ef þeir hafa ekki lokið há- degisverðinum og býður svo við að horfa. Neðar í þjóðfélagsstiganum, en þó langt fyrir ofan hinn almenna borgara, eru skrifstofumenn, end- urskoðendur, tæknifræðingar og ýmsir aðrir þjálfaðir starfsmenn, sem vinna við stjórnun og efna- hagsmál undir eftirliti erlendra sér- fræðinga. Margir hafa þeir numið erlendis í tvö til þrjú ár. Til þess- arar stéttar teljast flestir háskóla- menntaðir Kongóbúar. Um það leyti, er landið hlaut sjálfstæði, voru fæcrri en 30 háskólamenntaðir Kongóbúar í landinu. Nú eru þeir 2000. Þó að liðin séu sjö ár frá sjálf- stæðistökunni, ríkir enn mikil spenna undir niðri í Kongó, og tor- tryggni ríkir milli Evrópubúa og innfæddra. Vantar mikið á, að gagnkvæmur skilningur ríki milli þessar ólíku kynþátta. Kongóbúar eru dauðhræddir um, að hvíti mað- urinn muni beita hann einhverjum nýjum, óútreiknanlegum brögðum og Evrópumenn ávallt viðbúnir að æði grípi um sig meðal Kongóbúa, sem engri vörn verði við komið. Fjölmörgum Evrópumönnum finnst ástandið svo uggvænlegt, að þeir hafa í hyggju að yfirgefa Kongó.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.