Úrval - 01.03.1968, Side 70

Úrval - 01.03.1968, Side 70
68 ÚRVAL um féllst hann á byggingu hallar- innar með því skilyrði, að hann fengi að búa áfram í núverandi húsnæði og nota aðeins höllina til opinberra athafna. Þegar í barnæsku, var byrjað að kenna Hirohito keisaralega siði og venjur. í fyrstu naut hann kennslu strangs einkakennara, en þegar hann var átta ára, var stofnuð sér- stök deild við Peers skólann, er laut stjórn frægs hershöfðingja, og einkum ætluð honum einum. Smám saman tók Hirohito að efast um guðdómlegan uppruna sinn, kenn- aranum til mikillar skelfingar. Sá kennarinn sér ekki annað fært en að leita ráða hjá höfuðvitringi Jap- ans, Saionji prinsi. Prinsinn, sem sagður var afkomandi einnar frænku sólguðsins, leysti þennan vanda snilldarlega. Lítið gerði til, þótt krónprinsinn efaðist um guð- dómlegan uppruna sinn, svo fram- arlega sem hann léti það ekki í ljós við nokkurn mann. Fyrstu kynni sín af vesturlönd- um fékk Hirohito 1921, þegar hann fór í mikið ferðalag til Evrópu. Hann kynntist þá krónprinsi Breta, er síðar varð Játvarður konungur Vlll. Hreifst hann mjög af honum, en krónprinsinn og Hirohito voru nokkurn veginn jafnaldrar. Mikil áhrif hafði það á Hirohito, er hann komst að raun um, að Prinsinn af Wales léki golf og sækti nætur- klúbba með kunningjum sínum. Þegar Hirohito kom aftur heim til Japans, ætlaði hann að taka upp suma af siðum þeim, er hann hafði numið af prinsinum af Wales. En þegar hann gerði eitt sinn tilraun til þess, hlaut hann af því tiltæki strangar ákúrur af hendi Saionji prins og lofaði að láta slíkt ekki endurtaka sig. Hirohito var krýndur keisari 1926. Varð hann þá þegar að uppfylla ýmsar kröfur, er gerðar voru til hans sem keisara. í fyrsta lagi varð hann að sjá keisaradæminu fyrir ríkisarfa, sem tókst þó ekki fyrr en hann hafði eignazt fjórar dætur, í öðru lagi var honum ætlað að styðja útþenslustefnu japönsku her- foringjanna. Þrátt fyrir mótstöðu keisarans var útþenslustefnunni framfylgt, en hún endaði, eins og allir vita, með uppgjöf Japana 1945. í ágúst 1945, þegar Japan gafst formlega upp, sagðist keisarinn bera ábyrgð á öllum athöfnum er framd- ar voru í nafni hans meðan á styrj- öldinni stóð og gerði, hvað hann gat til að bera sakir af undirmönn- um sínum. En í stað þess að taka keisarann af lífi, sem stríðsglæpa- mann, þótt uppi væru um það mjög háværar raddir í Washington, not- aði MacArthur sér hann kænlega til að stjórna og breyta japönsku þjóðinni. Hann hefði varla getað valið betur. Að skipun bandarísku herstjórn- arinnar birti keisarinn tilskipun þar sem hann upprætir sögnina um guðdómlegan uppruna sinn. Síðan þá hefur nýr andi leikið um japönsku þjóðina og hún náð áhrifum og virðingu, sem fáir gátu ímyndað sér í styrjaldarlok . En þótt líf keisarans sé enn und- ir stjórn hins opinbera, er það þó reist á raunhæfu sambandi hans og þegnanna, auk þess sem hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.