Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 70
68
ÚRVAL
um féllst hann á byggingu hallar-
innar með því skilyrði, að hann
fengi að búa áfram í núverandi
húsnæði og nota aðeins höllina til
opinberra athafna.
Þegar í barnæsku, var byrjað að
kenna Hirohito keisaralega siði og
venjur. í fyrstu naut hann kennslu
strangs einkakennara, en þegar
hann var átta ára, var stofnuð sér-
stök deild við Peers skólann, er
laut stjórn frægs hershöfðingja, og
einkum ætluð honum einum. Smám
saman tók Hirohito að efast um
guðdómlegan uppruna sinn, kenn-
aranum til mikillar skelfingar. Sá
kennarinn sér ekki annað fært en
að leita ráða hjá höfuðvitringi Jap-
ans, Saionji prinsi. Prinsinn, sem
sagður var afkomandi einnar
frænku sólguðsins, leysti þennan
vanda snilldarlega. Lítið gerði til,
þótt krónprinsinn efaðist um guð-
dómlegan uppruna sinn, svo fram-
arlega sem hann léti það ekki í
ljós við nokkurn mann.
Fyrstu kynni sín af vesturlönd-
um fékk Hirohito 1921, þegar hann
fór í mikið ferðalag til Evrópu.
Hann kynntist þá krónprinsi Breta,
er síðar varð Játvarður konungur
Vlll. Hreifst hann mjög af honum,
en krónprinsinn og Hirohito voru
nokkurn veginn jafnaldrar. Mikil
áhrif hafði það á Hirohito, er hann
komst að raun um, að Prinsinn af
Wales léki golf og sækti nætur-
klúbba með kunningjum sínum.
Þegar Hirohito kom aftur heim til
Japans, ætlaði hann að taka upp
suma af siðum þeim, er hann hafði
numið af prinsinum af Wales. En
þegar hann gerði eitt sinn tilraun
til þess, hlaut hann af því tiltæki
strangar ákúrur af hendi Saionji
prins og lofaði að láta slíkt ekki
endurtaka sig.
Hirohito var krýndur keisari 1926.
Varð hann þá þegar að uppfylla
ýmsar kröfur, er gerðar voru til
hans sem keisara. í fyrsta lagi varð
hann að sjá keisaradæminu fyrir
ríkisarfa, sem tókst þó ekki fyrr
en hann hafði eignazt fjórar dætur,
í öðru lagi var honum ætlað að
styðja útþenslustefnu japönsku her-
foringjanna. Þrátt fyrir mótstöðu
keisarans var útþenslustefnunni
framfylgt, en hún endaði, eins og
allir vita, með uppgjöf Japana 1945.
í ágúst 1945, þegar Japan gafst
formlega upp, sagðist keisarinn bera
ábyrgð á öllum athöfnum er framd-
ar voru í nafni hans meðan á styrj-
öldinni stóð og gerði, hvað hann
gat til að bera sakir af undirmönn-
um sínum. En í stað þess að taka
keisarann af lífi, sem stríðsglæpa-
mann, þótt uppi væru um það mjög
háværar raddir í Washington, not-
aði MacArthur sér hann kænlega
til að stjórna og breyta japönsku
þjóðinni. Hann hefði varla getað
valið betur.
Að skipun bandarísku herstjórn-
arinnar birti keisarinn tilskipun
þar sem hann upprætir sögnina um
guðdómlegan uppruna sinn. Síðan þá
hefur nýr andi leikið um japönsku
þjóðina og hún náð áhrifum og
virðingu, sem fáir gátu ímyndað
sér í styrjaldarlok .
En þótt líf keisarans sé enn und-
ir stjórn hins opinbera, er það þó
reist á raunhæfu sambandi hans
og þegnanna, auk þess sem hann