Úrval - 01.03.1968, Page 71
HIROHITO JAPANSKEISARI
69
getur með, góðri samvizku eytt
miklum tíma í að stunda aðal-
áhugamál sitt.
Hirohito hefur geysilegan áhuga
á líffræði, þó sérstaklega á tegund
sjávarlindýra, sem hydrozour nefn-
ast. Það var gamli prinsinn Saionji,
sem lagði til við Hirohito, að hann
legði stund á náttúrufræði, þar sem
hann væri lítt hrifinn af öllum
þeim svikum og mótsögnum er fram
kæmu í mannkynssögunni.
Þetta var mikið snjallræði. Hiro-
hito tók nú að eyða öllum stundum
við rannsóknir á sveppum og grös-
um í skógunum kringum aðsetur
föður síns, Hayama, nálægt strönd-
inni. En þegar í ljós kom, að fylgd-
arliðið, sem jafnan fór með hon-
um í rannsóknarleiðangrana, hafði
truflandi áhrif á hann, lagði kenn-
ari hans til, að þeir breyttu um
rannsóknasvið og tækju til að rann-
saka neðansjávargróðux. Brátt
komst prinsinn að raun um, að
Sagami flóinn var ákjósanlegur
rannsóknarstaður, og þar unir hann
sér líka bezt.
Þegar keisarinn er í Hayama, er
hann allan daginn við rannsóknir
úti á flóanum, en þar mætast heit-
ir og kaldir sjávarstraumar, og því
óvenju mikið af fjölbreyttum jurta-
og dýrategundum.
Hyggst keisarinn skrásetja allar
tegundirnar, sem í flóanum finnast.
Ekkert er keisaranum kærara en
að ösla í leðjunni sem upp kem-
ur úr sjónum í leit að sýnis-
hornum. Fram að þessu hefur Hiro-
hito gefið út átta bækur um jurta-
og fiskilíf Japans, og von er á einni
bók til viðbótar áður en langt um
líður.
Næst líffræðinni hefur keisarinn
mestan áhuga á íþróttum. Er hann
kom úr Evrópuferðinni 1921, lét
hann gera golfvöll í hallargarðinum.
Eftir að styrjöldinni lauk, hefur
keisarinn haft mikinn áhuga á sundi.
Einnig er hann mikill aðdáandi
japönsku Sumoglímunnar. Þar sem
keisaranum var eitt sinn bannað
að sækja opinbera kappleiki, fylg-
ist hann með þeim í sjónvarpinu.
Keisarafjölskyldan hefur mikinn
áhuga á tennis, og hér áður fyrr
léku þau oft saman, keisarinn og
keisaraynjan. Nú eru það aðallega
krónprinsinn, Akihito, og kona
hans, Michiko, sem stunda tennis-
íþróttina innan keisarafjölskyld-
unnar. Krónprinsinn, sem hlotið
hefur frjálslegt uppeldi undir eftir-
liti bandarískrar konu, Elisabetar
Vinning. Við opinbera móttöku fyrir
skömmu er gestgjafinn þurfti að
bregða sér frá smástund og gat því
ekki kynnt gestina, brosti prinsinn
sínu blíðasta brosi, heilsaði við-
komandi manni og sagði: ,,Ég er
Akihito".
Um líkt leyti og Akihito kvænt-
ist, en það var í fyrsta skipti, sem
japanskur krónprins kvæntist utan
aðalsins, komu fram raddir um, að
þetta væri í síðasta sinn, sem keis-
aralegt brúðkaup ætti sér stað í
Japan. En annað er nú komið upp
á teningnum. Skoðanakannanir sýna
að tveir þriðju hlutar japönsku
þjóðarinnar vilja að keisarinn ríki
áfram.