Úrval - 01.03.1968, Qupperneq 71

Úrval - 01.03.1968, Qupperneq 71
HIROHITO JAPANSKEISARI 69 getur með, góðri samvizku eytt miklum tíma í að stunda aðal- áhugamál sitt. Hirohito hefur geysilegan áhuga á líffræði, þó sérstaklega á tegund sjávarlindýra, sem hydrozour nefn- ast. Það var gamli prinsinn Saionji, sem lagði til við Hirohito, að hann legði stund á náttúrufræði, þar sem hann væri lítt hrifinn af öllum þeim svikum og mótsögnum er fram kæmu í mannkynssögunni. Þetta var mikið snjallræði. Hiro- hito tók nú að eyða öllum stundum við rannsóknir á sveppum og grös- um í skógunum kringum aðsetur föður síns, Hayama, nálægt strönd- inni. En þegar í ljós kom, að fylgd- arliðið, sem jafnan fór með hon- um í rannsóknarleiðangrana, hafði truflandi áhrif á hann, lagði kenn- ari hans til, að þeir breyttu um rannsóknasvið og tækju til að rann- saka neðansjávargróðux. Brátt komst prinsinn að raun um, að Sagami flóinn var ákjósanlegur rannsóknarstaður, og þar unir hann sér líka bezt. Þegar keisarinn er í Hayama, er hann allan daginn við rannsóknir úti á flóanum, en þar mætast heit- ir og kaldir sjávarstraumar, og því óvenju mikið af fjölbreyttum jurta- og dýrategundum. Hyggst keisarinn skrásetja allar tegundirnar, sem í flóanum finnast. Ekkert er keisaranum kærara en að ösla í leðjunni sem upp kem- ur úr sjónum í leit að sýnis- hornum. Fram að þessu hefur Hiro- hito gefið út átta bækur um jurta- og fiskilíf Japans, og von er á einni bók til viðbótar áður en langt um líður. Næst líffræðinni hefur keisarinn mestan áhuga á íþróttum. Er hann kom úr Evrópuferðinni 1921, lét hann gera golfvöll í hallargarðinum. Eftir að styrjöldinni lauk, hefur keisarinn haft mikinn áhuga á sundi. Einnig er hann mikill aðdáandi japönsku Sumoglímunnar. Þar sem keisaranum var eitt sinn bannað að sækja opinbera kappleiki, fylg- ist hann með þeim í sjónvarpinu. Keisarafjölskyldan hefur mikinn áhuga á tennis, og hér áður fyrr léku þau oft saman, keisarinn og keisaraynjan. Nú eru það aðallega krónprinsinn, Akihito, og kona hans, Michiko, sem stunda tennis- íþróttina innan keisarafjölskyld- unnar. Krónprinsinn, sem hlotið hefur frjálslegt uppeldi undir eftir- liti bandarískrar konu, Elisabetar Vinning. Við opinbera móttöku fyrir skömmu er gestgjafinn þurfti að bregða sér frá smástund og gat því ekki kynnt gestina, brosti prinsinn sínu blíðasta brosi, heilsaði við- komandi manni og sagði: ,,Ég er Akihito". Um líkt leyti og Akihito kvænt- ist, en það var í fyrsta skipti, sem japanskur krónprins kvæntist utan aðalsins, komu fram raddir um, að þetta væri í síðasta sinn, sem keis- aralegt brúðkaup ætti sér stað í Japan. En annað er nú komið upp á teningnum. Skoðanakannanir sýna að tveir þriðju hlutar japönsku þjóðarinnar vilja að keisarinn ríki áfram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.