Úrval - 01.03.1968, Side 73

Úrval - 01.03.1968, Side 73
KRAFTAVERKIÐ UM MENNINA TÓLF 71 spunnizt, um líf þeirra, vitum við samt lítið um þá. Þar sem athygli sögunnar beinist fyrst og fremst að sjálfum frelsaranum, er minni gaumur gefinn að mönnunum tólf, sem stóðu við hlið hans. Þó að þeir væru ólíkir að eðlisfari, mynduðu þeir eina órjúfandi heild eða sam- félag — samfélag sem grundvallað- ist á Kristi og hlaut lífmagn sitt frá honum. „Ég er vínviðurinn, þið eruð greinarnar." MANNAVEIÐAR. Á þessum tíma var algengt að fræðarar og kennimenn, sem ferð- uðust um löndin, veldu sér læri- sveina. Spámenn Gyðinga, eins og t. d. Isaiah, höfðu um sig hóp trúrra lærisveina, og rabbíarnir, sem uppi voru um líkt leyti og Kristur, höfðu einnig lærisveina. Þessi siður tíðk- ast enn meðal sanntrúaðra Indverja. En þeir, sem fylgdu Kristi, urðu að fylgja honum umsvifalaust og af heilum huga og yfirgefa eignir, ætt- ingja, eiginkonur og börn. Maður nokkur, sem hafði hug á að gerast lærisveinn, var sendur aftur heim, þar sem hann vildi kveðja ættingja sína og vini, áður en hann slægist í hópinn með lærisveinunum. Fyrstu lærisveinana, þá bræður Símon Pétur og Andrés, fann Jesú í þorpunum við norðanvert Galileu- vatn, og þar fann hann einnig bræð- urna Jakob og Jóhannes. Brátt bætt- ust svo hinir lærisveinarnir í hóp- inn. f Nýja testamentinu má finna fjóra ósamhljóða lista með nöfn- um lærisveinanna og samkvæmt einum listanum eru nöfn þessara lærisveina einnig: Fillippus, Bartó- lómeus, Matteus (eða Levi), Thadd- eus, Jakob Alfeusson, Simon, sá er nefndur var ofstækismaðurinn, Tómas og Júdas Iskariot. Hvers vegna voru lærisveinarnir tólf? Jesú vildi að lærisveinarnir tólf táknuðu hina tólf ættflokka þjóðar þeirra og yrðu eins konar andlegur vísir að nýju ísrael. Auk þess var talan tólf dulræn tala, sem St. Pétur eftir Jordaens. átti samsvörun í tunglmánuðinum og hinum tólf stundum dagsins. All- ir voru lærisveinarnir dugnaðar- menn, þrekmiklir og á bezta aldri. En þar sem starf Jesú var að miklu leyti fólgið í að veita fátækum og bágstöddum huggun og von, valdi hann lærisveinana úr lægri stéttum þjóðfélagsins. Fjórir þeirra voru t. d.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.