Úrval - 01.03.1968, Síða 73
KRAFTAVERKIÐ UM MENNINA TÓLF
71
spunnizt, um líf þeirra, vitum við
samt lítið um þá. Þar sem athygli
sögunnar beinist fyrst og fremst að
sjálfum frelsaranum, er minni
gaumur gefinn að mönnunum tólf,
sem stóðu við hlið hans. Þó að þeir
væru ólíkir að eðlisfari, mynduðu
þeir eina órjúfandi heild eða sam-
félag — samfélag sem grundvallað-
ist á Kristi og hlaut lífmagn sitt
frá honum. „Ég er vínviðurinn, þið
eruð greinarnar."
MANNAVEIÐAR.
Á þessum tíma var algengt að
fræðarar og kennimenn, sem ferð-
uðust um löndin, veldu sér læri-
sveina. Spámenn Gyðinga, eins og
t. d. Isaiah, höfðu um sig hóp trúrra
lærisveina, og rabbíarnir, sem uppi
voru um líkt leyti og Kristur, höfðu
einnig lærisveina. Þessi siður tíðk-
ast enn meðal sanntrúaðra Indverja.
En þeir, sem fylgdu Kristi, urðu að
fylgja honum umsvifalaust og af
heilum huga og yfirgefa eignir, ætt-
ingja, eiginkonur og börn. Maður
nokkur, sem hafði hug á að gerast
lærisveinn, var sendur aftur heim,
þar sem hann vildi kveðja ættingja
sína og vini, áður en hann slægist
í hópinn með lærisveinunum.
Fyrstu lærisveinana, þá bræður
Símon Pétur og Andrés, fann Jesú
í þorpunum við norðanvert Galileu-
vatn, og þar fann hann einnig bræð-
urna Jakob og Jóhannes. Brátt bætt-
ust svo hinir lærisveinarnir í hóp-
inn.
f Nýja testamentinu má finna
fjóra ósamhljóða lista með nöfn-
um lærisveinanna og samkvæmt
einum listanum eru nöfn þessara
lærisveina einnig: Fillippus, Bartó-
lómeus, Matteus (eða Levi), Thadd-
eus, Jakob Alfeusson, Simon, sá er
nefndur var ofstækismaðurinn,
Tómas og Júdas Iskariot.
Hvers vegna voru lærisveinarnir
tólf? Jesú vildi að lærisveinarnir
tólf táknuðu hina tólf ættflokka
þjóðar þeirra og yrðu eins konar
andlegur vísir að nýju ísrael. Auk
þess var talan tólf dulræn tala, sem
St. Pétur eftir Jordaens.
átti samsvörun í tunglmánuðinum
og hinum tólf stundum dagsins. All-
ir voru lærisveinarnir dugnaðar-
menn, þrekmiklir og á bezta aldri.
En þar sem starf Jesú var að miklu
leyti fólgið í að veita fátækum og
bágstöddum huggun og von, valdi
hann lærisveinana úr lægri stéttum
þjóðfélagsins. Fjórir þeirra voru t. d.