Úrval - 01.03.1968, Page 78
76
ÚRVAL
Þeir vissu, að það, sem gerzt hafði,
var aðeins byrjunin á enn stærri
atburðum. Innblásnir heilögum anda
fetuðu þeir í fótspor meistarans og
fluttu fagnaðarerindið „öllum líf-
verum.“
Jakob Zebedesson, var fyrstur
lærisveinanna til að þola píslar-
vættisdauða. Lét Heródes konung-
ur taka hann af lífi. Pétur hélt
til Rómar og er talið, að hann
hafi verið krossfestur að boði Nerós.
Sagan segir, að allir hafi lærisvein-
arnir dreypt af sama bikar og
meistarinn og fórnað lífi sínu sigri
hrósandi vegna hugsjónar sinnar.
Tólf menn valdir að því er virð-
ist af handa hófi, mynduðu þannig
hið lifandi samband milli Krists og
kristindómsins. Þeir sigruðu heim-
inn, eins og Jóhannes hafði spáð,
og þremur og hálfri öld síðar var
kristni lögleidd í rómverska keis-
aradæminu.
Eigi hjónband að verða velheppnað, er það nauðsynlegt að verða
ástfanginn mörgum sinnum ............ og alltaf í sömu persónunni.
Mignon McLaucftilin.
Tveir prestar, fyrrverandi starfsbræður, hittust i næstu veröld:
„En hve Himnaríki er dásamlegur staður, eftir að maður hefur
eytt ævi sinni sem sóknarprestur!"
„Vinur minn, þetta er alls ekki Himnariki.“
Séra Brian Brindley, sóknarprestur við Kirkju heilagrar þrenningar
í Reading, sagðist efast stórlega um, að sú staðhæfing John Lennons,
að þeir Bitlarnir væru vinsælli en Jesús, hefði við nokkur rök að
styðjast. Varð hon.um svo að orði: „ViÖ höfurn fleiri áheyrendur, þeg-
ar á heildina er litið, og sýning okkar hefur gengið miklu lengur."
Biskup einn var að vígja nýja kirkju í Afríku og varð að sitja á
sápukassa, þar eð kirkjan var ekki alveg tilbúin. í miðri guðsþjón-
ustunni brotnaði kassinn skyndilega, og biskupinn datt endilangur á
góifið. Það heyrðist enginn hlátur né hvísl meðal kirkjugesta. Að
athófninni lokinni óskaði biskupinn prestinum til hamingju með hina
vel siðuðu safnaðarmeðlimi hans. Þá svaraði prestur: „Þeir héldu bara
að þetta væri einn þáttur athafnarinnar, herra."
Meðan dr. Leonard Wilson, biskupinn af Bir.mingham, var stríðs-
fangi Japana í Singapore i síðustu heimsstyrjöld, var honum bannað
að prédika. Þess í stað myndaði hann þá fimleikaflokk, og gerðu fang-
arnir likamsæfingar í réttu hljómfalli við eftirfarandi söng: „Einn ....
tveir.... þrír.... fjórir.... treystið þið guði..... Einn.... tveir....
þrír. . .. fjórir.... missið ei móðinn.“