Úrval - 01.03.1968, Side 83

Úrval - 01.03.1968, Side 83
DAUÐINN EKUR Á TVEIM HJÓLUM 81 ar lágmarkskröfur um öryggi í bif- hjólaakstri. Þar er meðal annars um að ræða skyldunotkun öryggis- hjálma og sérstök bifhjólaökuskír- teini. Síðan er það verkefni yfir- valda hvers einstaks fylkis að fyr- irskipa það, að lágmarkskröfur þess- ar komi sem fyrst til framkvæmda. Þann 6. júlí í fyrra hafði 21 fylki samþykkt lög um sérstök bifhjóla- ökuskírteini. Hvað bifhjólaframleið- endur snertir, þá er samband þeirra að láta útbúa ökukennslubók og hefur haft samvinnu við American Association of Motor Vehicle Ad- ministrotors um framleiðslu kvik- myndar, er sýnir hinar réttu öku- prófaðferðir. Framleiðendur og bif- hjólasalar hafa einnig dreift bækl- ingum og kvikmyndum í skólum og bifhjólaklúbbum, og er í þeim lögð áherzla á sem mest öryggi í akstri. Næst á eftir akstursreynslu og þjálfun hefur bifhjólaökumaðurinn mesta þörf fyrir góðan öryggis- hjálm. Dr. Robert H. Kennedy við Bandaríska skurðlæknafélagið skýr- ir frá því, að 70% dauðsfalla af völdum bifhjólaslysa séu af völd- um höfuðmeiðsla. Það hefur líka oft komið í ljós og sannazt á óyggj- andi hátt, hversu öryggishjálmar geta dregið úr höfuðmeiðslum. Nið- urstaða brezkrar rannsóknar á þessu sviði var t. d. sú, að „öryggishjálm- ar minnki líkurnar fyrir höfuð- meiðslum um 33% og líkurnar fyrir dauðaslysi um 50%.“ Nú þegar er þess krafizt í 26 fylkjum, að ökumenn bifhjóla noti öryggishjálma, en það hefur dreg- izt, að slík lög yrðu samþykkt í hinum fylkjunum. Það er örugg- lega óhætt að halda því fram, að þetta má að allmiklu leyti kenna bifhjólaframleiðendum, sem hafa beint og óbeint unnið gegn þessu. Þeir eru mjög fúsir til þess að mæla með hvers kyns öðrum öryggis- útbúnaði, en þeir hafa sett sig á móti því opinberlega, að ökumenn verði skyldaðir til þess að nota ör- yggishjálma. Enn er ástandið því þannig í þessum fylkjum, að opin- berlega er mælt með því, að öku- menn bifhjóla og skellinaðra séu fengnir til þess með fræðslu af hálfu hins opinbera „að nota ör- yggishjálm við hvers konar ástæð- ur af frjálsum vilja,“ eins og það er orðað. Sumir bifhjólasalar við- urkenna það, að þeir óttist, að á- kveðin löggjöf um notkun öryggis- hjálma verði til þess að draga úr sölu bifhjóla, þótt sala þeirra haldi enn áfram að vaxa í þeim ríkjum, sem þegar hafa samþykkt slík lög. í Kaliforníu, þar sem tala bif- hjóla er hæst og þá einnig tala dauðsfalla af völdum bifhjólaslysa, mistókst að koma á lögum um notk- un öryggishjálma fyrir tveim ár- um. Samkvæmt áliti dr. Julians Wallers við Fræðsluskrifstofu Kali- forníufylkis hefur afleiðingin orðið sú, að 150 fleiri hafa látið lífið en álitið' er, að orðið hefði, ef notkun öryggishjálma hefði verið lögboðin. Það er því miður bláköld stað- reynd, að margir ökumenn bifhjóla vilja ekki bera öryggishjálma. Þeir halda því fram, að hjálmarnir dragi úr skyggni til hliðanna eða deyfi heyrnina eða þeir séu of dýrir eða þeir segja bara: „Hinir krakkarnir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.