Úrval - 01.03.1968, Page 83
DAUÐINN EKUR Á TVEIM HJÓLUM
81
ar lágmarkskröfur um öryggi í bif-
hjólaakstri. Þar er meðal annars
um að ræða skyldunotkun öryggis-
hjálma og sérstök bifhjólaökuskír-
teini. Síðan er það verkefni yfir-
valda hvers einstaks fylkis að fyr-
irskipa það, að lágmarkskröfur þess-
ar komi sem fyrst til framkvæmda.
Þann 6. júlí í fyrra hafði 21 fylki
samþykkt lög um sérstök bifhjóla-
ökuskírteini. Hvað bifhjólaframleið-
endur snertir, þá er samband þeirra
að láta útbúa ökukennslubók og
hefur haft samvinnu við American
Association of Motor Vehicle Ad-
ministrotors um framleiðslu kvik-
myndar, er sýnir hinar réttu öku-
prófaðferðir. Framleiðendur og bif-
hjólasalar hafa einnig dreift bækl-
ingum og kvikmyndum í skólum
og bifhjólaklúbbum, og er í þeim
lögð áherzla á sem mest öryggi í
akstri.
Næst á eftir akstursreynslu og
þjálfun hefur bifhjólaökumaðurinn
mesta þörf fyrir góðan öryggis-
hjálm. Dr. Robert H. Kennedy við
Bandaríska skurðlæknafélagið skýr-
ir frá því, að 70% dauðsfalla af
völdum bifhjólaslysa séu af völd-
um höfuðmeiðsla. Það hefur líka
oft komið í ljós og sannazt á óyggj-
andi hátt, hversu öryggishjálmar
geta dregið úr höfuðmeiðslum. Nið-
urstaða brezkrar rannsóknar á þessu
sviði var t. d. sú, að „öryggishjálm-
ar minnki líkurnar fyrir höfuð-
meiðslum um 33% og líkurnar fyrir
dauðaslysi um 50%.“
Nú þegar er þess krafizt í 26
fylkjum, að ökumenn bifhjóla noti
öryggishjálma, en það hefur dreg-
izt, að slík lög yrðu samþykkt í
hinum fylkjunum. Það er örugg-
lega óhætt að halda því fram, að
þetta má að allmiklu leyti kenna
bifhjólaframleiðendum, sem hafa
beint og óbeint unnið gegn þessu.
Þeir eru mjög fúsir til þess að mæla
með hvers kyns öðrum öryggis-
útbúnaði, en þeir hafa sett sig á
móti því opinberlega, að ökumenn
verði skyldaðir til þess að nota ör-
yggishjálma. Enn er ástandið því
þannig í þessum fylkjum, að opin-
berlega er mælt með því, að öku-
menn bifhjóla og skellinaðra séu
fengnir til þess með fræðslu af
hálfu hins opinbera „að nota ör-
yggishjálm við hvers konar ástæð-
ur af frjálsum vilja,“ eins og það
er orðað. Sumir bifhjólasalar við-
urkenna það, að þeir óttist, að á-
kveðin löggjöf um notkun öryggis-
hjálma verði til þess að draga úr
sölu bifhjóla, þótt sala þeirra haldi
enn áfram að vaxa í þeim ríkjum,
sem þegar hafa samþykkt slík lög.
í Kaliforníu, þar sem tala bif-
hjóla er hæst og þá einnig tala
dauðsfalla af völdum bifhjólaslysa,
mistókst að koma á lögum um notk-
un öryggishjálma fyrir tveim ár-
um. Samkvæmt áliti dr. Julians
Wallers við Fræðsluskrifstofu Kali-
forníufylkis hefur afleiðingin orðið
sú, að 150 fleiri hafa látið lífið en
álitið' er, að orðið hefði, ef notkun
öryggishjálma hefði verið lögboðin.
Það er því miður bláköld stað-
reynd, að margir ökumenn bifhjóla
vilja ekki bera öryggishjálma. Þeir
halda því fram, að hjálmarnir dragi
úr skyggni til hliðanna eða deyfi
heyrnina eða þeir séu of dýrir eða
þeir segja bara: „Hinir krakkarnir