Úrval - 01.03.1968, Qupperneq 97
FISKIMANNAÞJÓÐIN
95
inn, og rakst þá á stein, sem á var
letrað ártalið 1650. Kiirkjugarð’ur
þessi var í litlu þorpi, sem hét Ship
Cove (í grennd við Conception Bay).
Einnig stóð letrað á steininn nafnið
Dewes. Mér þótti svo gaman að
þessu, að mér fannst ég þurfa að
segja frá því, en sá þá engan mann
í nándinni, nema gamlan gráskegg,
sem var að slá með orfi og ljá
grasið milli leiðanna. Ég kallaði til
hans og benti honum á steininn.
„Sko til,“ sagði ég allur uppveðr-
aður. „Fyrir þrjú hundruð árum
hefur dáið hér maður að nafni Dew-
es. Ég vildi að ég vissi hvaðan hann
kom hingað og hver hann var.“
Gamli maðurinn leit til mín dá-
lítið tortryggnislega, eins og hann
héldi að ég væri að henda gaman
að honum, en svo þóttist hann sjá
það í hendi sér að ég væri aðkom-
inn þangað fyrir stuttu. „Vertu ekki
neitt hissa á þessu, barnið mitt. Þetta
er steinnin á gröf Johnny Dewes,
já, það er hann. Hann fæddist í
Ship Cove og þar lauk lífi hans.
Átti heima hérna, og hvergi nema
hér, og faðir hans einnig. Sama er
að segja um mig. Ég heiti Jim
Dewes, ef þú kærir þig nokkuð um
að vita það.“
Ég man það líka þegar Howard
Morry á Ferryland lét mig fara með
sér upp á hól til að sýna mér þaðan
út yfir Atlantshafið, þennan feikna-
víða, gráa flöt, og segja mér, að
snemma á 18. öld hafi langa-langa-
langa-lang-amma sín átt hér heima
og að hún hafi verið vön að ganga
upp á þennan hól til þess að gæta
að því hvort hún sæi skip eigin-
manns síns, sem verið hafði í sigl-
ingum til Azoreyja og Portúgals, á
leið lil lands.
Howard er fiskimaður, og er nú
um áttrætt, en sýnist ekki eldri en
fertugur, og hann kann alla sögu
Ferrylands frá upphafi, eða um
1500, en hinir fyrstu fiskimenn fóru
þangað til sjósóknar um sumarmán-
uðina. Sagan er honum svo hug-
stæð og hugþekk vegna þess að
hann á sjálfur hlutdeild í henni, og
sama máli gegnir um landa hans
sem eru á svipuðum aldri.
Norrænir merrn frá Grænlandli
fundu landið fyrst árið 986, og gerðu
tilraun til að nema það, en sú byggð
varð skammæ. Um miðja fimmtándu
öld fór þess fyrst verulega að gæta,
að fiskgengdin væri hagnýtt, fóru
menn þangað að sumarlagi og höfðu
þar dvöl við veiðar, en sneru heim
að hausti. Víða eru þarna góðar
hafnir. Það var bannað með lögum
að nema land í Nýfundnalandi fram
til ársins 1700. Auðugir fiskikaup-
menn enskir, gengu ríkt eftir að
þeim lögum væri hlýtt, svo að ekki
risi upp sjálfstæð fiskimannastétt í
þessu „nýja landi“. En árið 1510 var
svo komið, að strokumenn af skip-
um höfðu svo margir borizt þar á
land, að úr því varð dálítil manna-
byggð.
Hörð var lífsbarátta þeirra, en
samt lifðu þeir af. Þeir höfðu 10.000
kílómetra strandlengju að dyljast í,
og þar byggðu þeir sér litla kofa
úr torfi og grjóti, sem líktust gró-
inni þúst til að sjá, og duldust aug-
um þeirra sem framhjá sigldu. Að-
alfæða þeirra var fiskur. Um miðja
setándu öld mátti heita að mest öll